Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2025 21:05 Justin Timberlake hefur verið á löngu tónleikaferðalagi síðustu tvö ár en því lauk í dag. Hann mun væntanlega ná að hvíla sig aðeins á næstu misserum. Getty Popparinn Justin Timberlake greindist með Lyme-sjúkdóm, sem berst gjarnan í mannfólk gegnum skógarmítla, á tónleikaferðalagi sínu sem var að klárast Hinn 44 ára Timberlake greindi frá greiningunni í Instagram-færslu fyrr í dag í kjölfar endaloka tónleikaferðalagsins „Forget Tomorrow“. „Eins og mörg ykkar vita er ég frekar prívat manneskja. En þar sem ég er að fara yfir túrinn og hátíðaferðalagið vil ég segja ykkur aðeins meira um það sem hefur verið í gangi með mig,“ skrifar hann í færslunni. „Meðal annars hef ég verið að glíma við heilsufarsvandamál, ég greindist með Lyme-sjúkdóm - sem ég er ekki að greina frá svo ykkur líði illa fyrir mína hönd - heldur til að varpa ljósi á það sem ég hef þurft að eiga við bakvið tjöldin.“ Útskýrði sársaukann, þreytuna og slappleikann „Ef þú hefur upplifað sjúkdóminn eða þekkir einhvern sem hefur gert það þá ertu meðvitaður: að lifa með honum getur verið lamandi, bæði andlega og líkamlega,“ skrifar Timberlake. Samkvæmt Heilsuveru er Lyme-sjúkdómur smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi sem berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Helsta einkenni hans eru húðroði en einnig getur fólk fundið fyrir hita, kuldahrolli, slappleika, vöðva- og beinverkjum og þreytu. „Þegar ég fékk greiningu var ég í áfalli í fyrstu. En, ég gat allavega skilið af hverju ég fann fyrir gríðarlegum taugasársauka uppi á sviði eða fann fyrir klikkaðri þreytu eða slappleika,“ skrifar hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) Ákvað að halda samt áfram með túrinn Timberlake segist hafa þurft að taka ákvörðun um að halda áfram með túrinn eða stöðva hann. „Ég ákvað að gleðin sem ég fæ út úr því að fara á sviði vægi mun meira en hverfult stressið sem líkaminn minn fann fyrir. Ég er svo ánægður að ég skyldi halda áfram,“ skrifar hann. „Ekki aðeins sannaði ég eigin andlegu seiglu fyrir sjálfum mér heldur á ég líka svo mörg einstök augnablik með ykkur öllum sem ég mun aldrei gleyma.“ Sjúklingar sem fá sýklalyf snemma eftir greiningum jafna sig yfirleitt fljótt og að fullu samkvæmt Heilsuveru. Sýklalyf virka einnig vel á flesta þá sem fá þau á seinni stigum þó sumir geti fundið fyrir langvarandi taugaskaða. Þekktir einstaklingar sem hafa greinst með Lyme-sjúkdóm eru Justin Bieber, Shania Twain og Avril Lavigne Sjúkdómsgreiningin er ekki það fyrsta sem skók túr Timberlake því hann var gripinn við aka ölvaður undir stýri árið 2024. Hann játaði sekt sína og sagðist hafa lært sína lexíu af málinu. Heilbrigðismál Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Hinn 44 ára Timberlake greindi frá greiningunni í Instagram-færslu fyrr í dag í kjölfar endaloka tónleikaferðalagsins „Forget Tomorrow“. „Eins og mörg ykkar vita er ég frekar prívat manneskja. En þar sem ég er að fara yfir túrinn og hátíðaferðalagið vil ég segja ykkur aðeins meira um það sem hefur verið í gangi með mig,“ skrifar hann í færslunni. „Meðal annars hef ég verið að glíma við heilsufarsvandamál, ég greindist með Lyme-sjúkdóm - sem ég er ekki að greina frá svo ykkur líði illa fyrir mína hönd - heldur til að varpa ljósi á það sem ég hef þurft að eiga við bakvið tjöldin.“ Útskýrði sársaukann, þreytuna og slappleikann „Ef þú hefur upplifað sjúkdóminn eða þekkir einhvern sem hefur gert það þá ertu meðvitaður: að lifa með honum getur verið lamandi, bæði andlega og líkamlega,“ skrifar Timberlake. Samkvæmt Heilsuveru er Lyme-sjúkdómur smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi sem berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Helsta einkenni hans eru húðroði en einnig getur fólk fundið fyrir hita, kuldahrolli, slappleika, vöðva- og beinverkjum og þreytu. „Þegar ég fékk greiningu var ég í áfalli í fyrstu. En, ég gat allavega skilið af hverju ég fann fyrir gríðarlegum taugasársauka uppi á sviði eða fann fyrir klikkaðri þreytu eða slappleika,“ skrifar hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) Ákvað að halda samt áfram með túrinn Timberlake segist hafa þurft að taka ákvörðun um að halda áfram með túrinn eða stöðva hann. „Ég ákvað að gleðin sem ég fæ út úr því að fara á sviði vægi mun meira en hverfult stressið sem líkaminn minn fann fyrir. Ég er svo ánægður að ég skyldi halda áfram,“ skrifar hann. „Ekki aðeins sannaði ég eigin andlegu seiglu fyrir sjálfum mér heldur á ég líka svo mörg einstök augnablik með ykkur öllum sem ég mun aldrei gleyma.“ Sjúklingar sem fá sýklalyf snemma eftir greiningum jafna sig yfirleitt fljótt og að fullu samkvæmt Heilsuveru. Sýklalyf virka einnig vel á flesta þá sem fá þau á seinni stigum þó sumir geti fundið fyrir langvarandi taugaskaða. Þekktir einstaklingar sem hafa greinst með Lyme-sjúkdóm eru Justin Bieber, Shania Twain og Avril Lavigne Sjúkdómsgreiningin er ekki það fyrsta sem skók túr Timberlake því hann var gripinn við aka ölvaður undir stýri árið 2024. Hann játaði sekt sína og sagðist hafa lært sína lexíu af málinu.
Heilbrigðismál Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51