Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2025 08:42 Árásin átti sér stað 20. desember síðastlðinn. Getty/Halil Sagirkaya Einstaklingar sem urðu fyrir meiðslum þegar maður ók á fólk á jólamarkaði í Magdeburg í desember síðastliðnum, segjast hafa orðið fyrir öðru áfalli nú þegar þeim bárust á dögunum afsökunarbeiðnir frá gerandanum. Sex létust, þeirra á meðal sex ára gamalt barn, og hundruð særðust, nokkrir alvarlega, þegar geðlæknirinn Taleb al-Abdulmohsen, frá Sádi Arabíu, ók inn í mannþröngina á jólamarkaðnum. Hann situr í gæsluvarðhaldi þar sem málið hefur ekki enn ratað fyrir dómstóla. „Við trúðum þessu ekki í fyrstu,“ hefur dagblaðið Magdeburger Volksstimme eftir einum af þeim sem fékk handskrifað bréf sent frá al-Abdulmohsen. „Við fengum sjokk þegar við snérum aftur úr fríi og fundum bréfið í bréfakassanum,“ sagði annar í samtali við MDR. „Hvernig getur morðingi nálgast heimilisföng þolenda?“ Samkvæmt miðlum í Magdeburg bað al-Abdulmohsen, 50 ára, viðkomandi fyrirgefningar og óskaði þeim velfarnaðar. En hann lét einnig fylgja ruglingslegar hugleiðingar á borð við þær sem hann birti á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða. Þær vörðuðu reiði gagnvart stjórnvöldum í Þýskalandi og samsæriskenningar um meinta viðleitni stjórnvalda til að íslam-væða Evrópu. Undir bréfin ritaði hann: „Vinakveðja“. Talið er að al-Abdulmohsen hafi fengið heimilisföngin í gegnum gögn frá verjendum sínum. Ljóst er að saksóknaraembættið sem fer með málið gegn honum vissi að hann hefði sent bréfin en það hafði merkt þau sérstaklega til að vara viðtakendurna við innihaldinu. Eftir atvikið hefur reglum verið breytt og framvegis haft samband við þolendur símleiðis áður en bréf frá gerendum eru send áfram. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Erlend sakamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Sex létust, þeirra á meðal sex ára gamalt barn, og hundruð særðust, nokkrir alvarlega, þegar geðlæknirinn Taleb al-Abdulmohsen, frá Sádi Arabíu, ók inn í mannþröngina á jólamarkaðnum. Hann situr í gæsluvarðhaldi þar sem málið hefur ekki enn ratað fyrir dómstóla. „Við trúðum þessu ekki í fyrstu,“ hefur dagblaðið Magdeburger Volksstimme eftir einum af þeim sem fékk handskrifað bréf sent frá al-Abdulmohsen. „Við fengum sjokk þegar við snérum aftur úr fríi og fundum bréfið í bréfakassanum,“ sagði annar í samtali við MDR. „Hvernig getur morðingi nálgast heimilisföng þolenda?“ Samkvæmt miðlum í Magdeburg bað al-Abdulmohsen, 50 ára, viðkomandi fyrirgefningar og óskaði þeim velfarnaðar. En hann lét einnig fylgja ruglingslegar hugleiðingar á borð við þær sem hann birti á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða. Þær vörðuðu reiði gagnvart stjórnvöldum í Þýskalandi og samsæriskenningar um meinta viðleitni stjórnvalda til að íslam-væða Evrópu. Undir bréfin ritaði hann: „Vinakveðja“. Talið er að al-Abdulmohsen hafi fengið heimilisföngin í gegnum gögn frá verjendum sínum. Ljóst er að saksóknaraembættið sem fer með málið gegn honum vissi að hann hefði sent bréfin en það hafði merkt þau sérstaklega til að vara viðtakendurna við innihaldinu. Eftir atvikið hefur reglum verið breytt og framvegis haft samband við þolendur símleiðis áður en bréf frá gerendum eru send áfram.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Erlend sakamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent