Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2025 14:07 Mario Matasovic er í Króatíu og fer ekki á EM. Vísir/Hulda Margrét Æfingahópur karlalandsliðsins í körfubolta hefur verið skorinn niður um fimm leikmenn frá þeim hópi sem opinberaður var í síðustu viku. 17 leikmenn eru eftir í hópnum. Fjölmiðlafólk mætti á æfingu landsliðsins í Ásgarði í Garðabæ í dag og mátti sjá að þónokkrir úr hópi Íslands voru ekki á meðal leikmanna á æfingunni. Þeir Bjarni Guðmann Jónsson, Friðrik Leó Curtis, Mario Matasovic, Ólafur Ólafsson og Sigurður Pétursson voru ekki á æfingu dagsins og munu því ekki fara á komandi Evrópumót sem hefst eftir tæpan mánuð. Friðrik Leó hélt vestur um haf í skóla og var ákveðið að hans hagsmunum væri betur borgið þar en á EM. Mario Matasovic var þá í einhverjum vandræðum varðandi íslenskt vegabréf, en hann var á meðal þeirra sem fékk ríkisborgararétt í sumar. Hann er staddur í hinu heimalandinu sínu, Króatíu, og hefur ekki æft með íslenska liðinu. Hinir þrír hafa verið skornir úr hópnum sem verður svo skorinn enn frekar niður eftir því sem nær dregur móti. 14 leikmenn taka þátt á æfingamóti með íslenska liðinu á Ítalíu í byrjun ágúst og aðeins tólf leikmenn fara á EM. Fimm leikir fram að móti 1.-4. ágúst fer liðið til Ítalíu og tekur þátt í móti ásamt heimamönnum, Pólverjum og Senegölum. Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik ferðarinnar og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir í seinni leiknum. 12.-16. ágúst fer liðið til Portúgals og mætir þar liðum Portúgals og Svíþjóðar. Þann 22. ágúst mæta okkar menn svo Litáen í lokaleiknum fyrir EuroBasket og verður leikið í Litáen. Þaðan verður svo farið beint til Katowice í Póllandi á EuroBasket en þangað verður liðið að vera mætt 25. ágúst. Fyrsti leikur á EM er við Ísrael þann 28. ágúst. Sem stendur lítur hópur Íslands svona út: Almar Atlason – USA – 0 landsleikir Frank Aron Booker – Valur – 4 Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 74 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 Jaka Brodnik – Keflavík – 0 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 Kári Jónsson – Valur – 35 Kristinn Pálsson – Valur – 37 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 Ragnar Nathanaelsson – Álftanes – 65 Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 20 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91 Þórir Þorbjarnarson – KR – 29 Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Fjölmiðlafólk mætti á æfingu landsliðsins í Ásgarði í Garðabæ í dag og mátti sjá að þónokkrir úr hópi Íslands voru ekki á meðal leikmanna á æfingunni. Þeir Bjarni Guðmann Jónsson, Friðrik Leó Curtis, Mario Matasovic, Ólafur Ólafsson og Sigurður Pétursson voru ekki á æfingu dagsins og munu því ekki fara á komandi Evrópumót sem hefst eftir tæpan mánuð. Friðrik Leó hélt vestur um haf í skóla og var ákveðið að hans hagsmunum væri betur borgið þar en á EM. Mario Matasovic var þá í einhverjum vandræðum varðandi íslenskt vegabréf, en hann var á meðal þeirra sem fékk ríkisborgararétt í sumar. Hann er staddur í hinu heimalandinu sínu, Króatíu, og hefur ekki æft með íslenska liðinu. Hinir þrír hafa verið skornir úr hópnum sem verður svo skorinn enn frekar niður eftir því sem nær dregur móti. 14 leikmenn taka þátt á æfingamóti með íslenska liðinu á Ítalíu í byrjun ágúst og aðeins tólf leikmenn fara á EM. Fimm leikir fram að móti 1.-4. ágúst fer liðið til Ítalíu og tekur þátt í móti ásamt heimamönnum, Pólverjum og Senegölum. Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik ferðarinnar og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir í seinni leiknum. 12.-16. ágúst fer liðið til Portúgals og mætir þar liðum Portúgals og Svíþjóðar. Þann 22. ágúst mæta okkar menn svo Litáen í lokaleiknum fyrir EuroBasket og verður leikið í Litáen. Þaðan verður svo farið beint til Katowice í Póllandi á EuroBasket en þangað verður liðið að vera mætt 25. ágúst. Fyrsti leikur á EM er við Ísrael þann 28. ágúst. Sem stendur lítur hópur Íslands svona út: Almar Atlason – USA – 0 landsleikir Frank Aron Booker – Valur – 4 Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 74 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 Jaka Brodnik – Keflavík – 0 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 Kári Jónsson – Valur – 35 Kristinn Pálsson – Valur – 37 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 Ragnar Nathanaelsson – Álftanes – 65 Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 20 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91 Þórir Þorbjarnarson – KR – 29
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira