Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. júlí 2025 07:00 Þorgerður Katrín er stödd í New York þar sem fundað er vegna málsins. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. „Við erum komin hingað núna út, mjög margir utanríkisráðherrar ríkja sem styðja tveggja ríkja lausnina. Það er alveg rétt sem kom fram í máli Guterres hér fyrr í dag að við erum svolítið lengra frá tveggja ríkja lausninni en hún er samt eina leiðin og lausnin til þess að ná fram varanlegu friði af einhverju viti á þessu erfiða svæði. En fyrst og síðast er fólk að tala hér um, eru forystufólk ríkja að beita sér fyrir því að vopnahlé verði komið á strax og ekki síst að mannúðaraðstoð verði veitt inn á svæðið. Það er hrikalegt að sjá hvernig hungri er beitt sem markvissu árásartæki og vopni inn á svæðið eins og Gasa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sótti ráðstefnu um tveggja ríkja lausnina í málum Ísrael og Palestínu. Auk funda ráðstefnunnar sat Þorgerður einnig tvíhliða fund með Guterres en þar var meðal annars rætt mikilvægi þess að viðurkenna fullveldi Úkraínu yfir eigin landsvæði og ástandið á Gasa, enda hafi ráðstefnan snúist um tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. „Ég átti fund með Guterres bara rétt áðan og það var góður fundur. Hans rödd er mikilvæg, gríðarlega dýrmæt á þessum tímum og ekki síst að hann, eins og við Íslendingar, erum að reyna að berjast fyrir því að alþjóðakerfið virki, að alþjóðalög séu virt, að það sé farið eftir reglum og lögum og samningum og sáttmálum sem snerta mannréttindi og fleira. Þannig að hann þakkaði líka Íslandi fyrir okkar dýrmæta framlag í þágu betri heims,“ segir hún. Þurfi að taka stærri skref Áhersluatriði fundar Þorgerðar með Guterres af hennar hálfu voru að passa að alþjóðalög séu virt, það sé verið að virða mannréttindi auk réttindi minnihlutahópa. „Ég dró fram að við erum núna í þrjú ár í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem að við leggjum einmitt áherslu á þessa þætti og líka loftslagsmál. En fyrst og síðast í stóru myndinni, þegar við horfum til stríðsins í Úkraínu, þegar við horfum núna á hörmungarástandið á Gasa, að alþjóðasamfélagið það verður að gera meira heldur en bara að koma saman á fundum, heldur verður að beita þrýstingi til þess að það verði til að mynda að mannúðarráðstöfun verði veitt inn á Gasasvæðið.“ Hún segir þrýstingin hafa skilað sér að einhverju leiti þar sem Ísraelar hleypi einhverri neyðaraðstoð yfir landamærin til Gasa. Mikil hungursneyð ríkir þar og hefur mannúðaraðstoð verið af skornum skammti. „Það er náttúrulega langt í frá að vera mannsæmandi að mínu viti. Það verður að taka stærri skref. Þessi fundur er liður í því að þjappa þjóðum saman og það eru fleiri þjóðir sem eru að merkja sig inn að vilja styðja við sjálfstæði Palestínu en líka að vinna að tveggja ríkja lausninni.“ Á fund með utanríkisráðherra Palestínu Ráðstefnunni er þó ekki lokið en framundan voru fundir Þorgerðar með „líkt þenkjandi ríkjum í þessum málum,“ þar á meðal Spánn, Írland, Slóvenía og Frakkland. „Ég vona að það beri einhvern ávöxt að það verði fleiri ríki sem þjappi sér saman til þess að hleypa að ekki síst mannúð á Gasasvæðið, koma á vopnahléi og líka að leysa úr haldi gíslana sem hafa verið allt of lengi í haldi Hamas,“ segir hún. Þá á Þorgerður einnig fund með nýjum utanríkisráðherra Palestínu, Varsen Aghabekian. „Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig hvernig Palestínumenn eru að vinna sig inn í að geta stofnað ríkið. Þeir eru alveg tilbúnir, alþjóðasamfélagið getur ekkert sagt lengur að Palestína sé ekki tilbúin. Alþjóðasamfélagið viðurkenndi Austur-Tímor meðal annars er nýbúið að viðurkenna Suður-Súdan. Það á líka að viðurkenna Palestínu.“ Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
„Við erum komin hingað núna út, mjög margir utanríkisráðherrar ríkja sem styðja tveggja ríkja lausnina. Það er alveg rétt sem kom fram í máli Guterres hér fyrr í dag að við erum svolítið lengra frá tveggja ríkja lausninni en hún er samt eina leiðin og lausnin til þess að ná fram varanlegu friði af einhverju viti á þessu erfiða svæði. En fyrst og síðast er fólk að tala hér um, eru forystufólk ríkja að beita sér fyrir því að vopnahlé verði komið á strax og ekki síst að mannúðaraðstoð verði veitt inn á svæðið. Það er hrikalegt að sjá hvernig hungri er beitt sem markvissu árásartæki og vopni inn á svæðið eins og Gasa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sótti ráðstefnu um tveggja ríkja lausnina í málum Ísrael og Palestínu. Auk funda ráðstefnunnar sat Þorgerður einnig tvíhliða fund með Guterres en þar var meðal annars rætt mikilvægi þess að viðurkenna fullveldi Úkraínu yfir eigin landsvæði og ástandið á Gasa, enda hafi ráðstefnan snúist um tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. „Ég átti fund með Guterres bara rétt áðan og það var góður fundur. Hans rödd er mikilvæg, gríðarlega dýrmæt á þessum tímum og ekki síst að hann, eins og við Íslendingar, erum að reyna að berjast fyrir því að alþjóðakerfið virki, að alþjóðalög séu virt, að það sé farið eftir reglum og lögum og samningum og sáttmálum sem snerta mannréttindi og fleira. Þannig að hann þakkaði líka Íslandi fyrir okkar dýrmæta framlag í þágu betri heims,“ segir hún. Þurfi að taka stærri skref Áhersluatriði fundar Þorgerðar með Guterres af hennar hálfu voru að passa að alþjóðalög séu virt, það sé verið að virða mannréttindi auk réttindi minnihlutahópa. „Ég dró fram að við erum núna í þrjú ár í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem að við leggjum einmitt áherslu á þessa þætti og líka loftslagsmál. En fyrst og síðast í stóru myndinni, þegar við horfum til stríðsins í Úkraínu, þegar við horfum núna á hörmungarástandið á Gasa, að alþjóðasamfélagið það verður að gera meira heldur en bara að koma saman á fundum, heldur verður að beita þrýstingi til þess að það verði til að mynda að mannúðarráðstöfun verði veitt inn á Gasasvæðið.“ Hún segir þrýstingin hafa skilað sér að einhverju leiti þar sem Ísraelar hleypi einhverri neyðaraðstoð yfir landamærin til Gasa. Mikil hungursneyð ríkir þar og hefur mannúðaraðstoð verið af skornum skammti. „Það er náttúrulega langt í frá að vera mannsæmandi að mínu viti. Það verður að taka stærri skref. Þessi fundur er liður í því að þjappa þjóðum saman og það eru fleiri þjóðir sem eru að merkja sig inn að vilja styðja við sjálfstæði Palestínu en líka að vinna að tveggja ríkja lausninni.“ Á fund með utanríkisráðherra Palestínu Ráðstefnunni er þó ekki lokið en framundan voru fundir Þorgerðar með „líkt þenkjandi ríkjum í þessum málum,“ þar á meðal Spánn, Írland, Slóvenía og Frakkland. „Ég vona að það beri einhvern ávöxt að það verði fleiri ríki sem þjappi sér saman til þess að hleypa að ekki síst mannúð á Gasasvæðið, koma á vopnahléi og líka að leysa úr haldi gíslana sem hafa verið allt of lengi í haldi Hamas,“ segir hún. Þá á Þorgerður einnig fund með nýjum utanríkisráðherra Palestínu, Varsen Aghabekian. „Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig hvernig Palestínumenn eru að vinna sig inn í að geta stofnað ríkið. Þeir eru alveg tilbúnir, alþjóðasamfélagið getur ekkert sagt lengur að Palestína sé ekki tilbúin. Alþjóðasamfélagið viðurkenndi Austur-Tímor meðal annars er nýbúið að viðurkenna Suður-Súdan. Það á líka að viðurkenna Palestínu.“
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira