Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. júlí 2025 07:00 Þorgerður Katrín er stödd í New York þar sem fundað er vegna málsins. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. „Við erum komin hingað núna út, mjög margir utanríkisráðherrar ríkja sem styðja tveggja ríkja lausnina. Það er alveg rétt sem kom fram í máli Guterres hér fyrr í dag að við erum svolítið lengra frá tveggja ríkja lausninni en hún er samt eina leiðin og lausnin til þess að ná fram varanlegu friði af einhverju viti á þessu erfiða svæði. En fyrst og síðast er fólk að tala hér um, eru forystufólk ríkja að beita sér fyrir því að vopnahlé verði komið á strax og ekki síst að mannúðaraðstoð verði veitt inn á svæðið. Það er hrikalegt að sjá hvernig hungri er beitt sem markvissu árásartæki og vopni inn á svæðið eins og Gasa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sótti ráðstefnu um tveggja ríkja lausnina í málum Ísrael og Palestínu. Auk funda ráðstefnunnar sat Þorgerður einnig tvíhliða fund með Guterres en þar var meðal annars rætt mikilvægi þess að viðurkenna fullveldi Úkraínu yfir eigin landsvæði og ástandið á Gasa, enda hafi ráðstefnan snúist um tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. „Ég átti fund með Guterres bara rétt áðan og það var góður fundur. Hans rödd er mikilvæg, gríðarlega dýrmæt á þessum tímum og ekki síst að hann, eins og við Íslendingar, erum að reyna að berjast fyrir því að alþjóðakerfið virki, að alþjóðalög séu virt, að það sé farið eftir reglum og lögum og samningum og sáttmálum sem snerta mannréttindi og fleira. Þannig að hann þakkaði líka Íslandi fyrir okkar dýrmæta framlag í þágu betri heims,“ segir hún. Þurfi að taka stærri skref Áhersluatriði fundar Þorgerðar með Guterres af hennar hálfu voru að passa að alþjóðalög séu virt, það sé verið að virða mannréttindi auk réttindi minnihlutahópa. „Ég dró fram að við erum núna í þrjú ár í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem að við leggjum einmitt áherslu á þessa þætti og líka loftslagsmál. En fyrst og síðast í stóru myndinni, þegar við horfum til stríðsins í Úkraínu, þegar við horfum núna á hörmungarástandið á Gasa, að alþjóðasamfélagið það verður að gera meira heldur en bara að koma saman á fundum, heldur verður að beita þrýstingi til þess að það verði til að mynda að mannúðarráðstöfun verði veitt inn á Gasasvæðið.“ Hún segir þrýstingin hafa skilað sér að einhverju leiti þar sem Ísraelar hleypi einhverri neyðaraðstoð yfir landamærin til Gasa. Mikil hungursneyð ríkir þar og hefur mannúðaraðstoð verið af skornum skammti. „Það er náttúrulega langt í frá að vera mannsæmandi að mínu viti. Það verður að taka stærri skref. Þessi fundur er liður í því að þjappa þjóðum saman og það eru fleiri þjóðir sem eru að merkja sig inn að vilja styðja við sjálfstæði Palestínu en líka að vinna að tveggja ríkja lausninni.“ Á fund með utanríkisráðherra Palestínu Ráðstefnunni er þó ekki lokið en framundan voru fundir Þorgerðar með „líkt þenkjandi ríkjum í þessum málum,“ þar á meðal Spánn, Írland, Slóvenía og Frakkland. „Ég vona að það beri einhvern ávöxt að það verði fleiri ríki sem þjappi sér saman til þess að hleypa að ekki síst mannúð á Gasasvæðið, koma á vopnahléi og líka að leysa úr haldi gíslana sem hafa verið allt of lengi í haldi Hamas,“ segir hún. Þá á Þorgerður einnig fund með nýjum utanríkisráðherra Palestínu, Varsen Aghabekian. „Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig hvernig Palestínumenn eru að vinna sig inn í að geta stofnað ríkið. Þeir eru alveg tilbúnir, alþjóðasamfélagið getur ekkert sagt lengur að Palestína sé ekki tilbúin. Alþjóðasamfélagið viðurkenndi Austur-Tímor meðal annars er nýbúið að viðurkenna Suður-Súdan. Það á líka að viðurkenna Palestínu.“ Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
„Við erum komin hingað núna út, mjög margir utanríkisráðherrar ríkja sem styðja tveggja ríkja lausnina. Það er alveg rétt sem kom fram í máli Guterres hér fyrr í dag að við erum svolítið lengra frá tveggja ríkja lausninni en hún er samt eina leiðin og lausnin til þess að ná fram varanlegu friði af einhverju viti á þessu erfiða svæði. En fyrst og síðast er fólk að tala hér um, eru forystufólk ríkja að beita sér fyrir því að vopnahlé verði komið á strax og ekki síst að mannúðaraðstoð verði veitt inn á svæðið. Það er hrikalegt að sjá hvernig hungri er beitt sem markvissu árásartæki og vopni inn á svæðið eins og Gasa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sótti ráðstefnu um tveggja ríkja lausnina í málum Ísrael og Palestínu. Auk funda ráðstefnunnar sat Þorgerður einnig tvíhliða fund með Guterres en þar var meðal annars rætt mikilvægi þess að viðurkenna fullveldi Úkraínu yfir eigin landsvæði og ástandið á Gasa, enda hafi ráðstefnan snúist um tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. „Ég átti fund með Guterres bara rétt áðan og það var góður fundur. Hans rödd er mikilvæg, gríðarlega dýrmæt á þessum tímum og ekki síst að hann, eins og við Íslendingar, erum að reyna að berjast fyrir því að alþjóðakerfið virki, að alþjóðalög séu virt, að það sé farið eftir reglum og lögum og samningum og sáttmálum sem snerta mannréttindi og fleira. Þannig að hann þakkaði líka Íslandi fyrir okkar dýrmæta framlag í þágu betri heims,“ segir hún. Þurfi að taka stærri skref Áhersluatriði fundar Þorgerðar með Guterres af hennar hálfu voru að passa að alþjóðalög séu virt, það sé verið að virða mannréttindi auk réttindi minnihlutahópa. „Ég dró fram að við erum núna í þrjú ár í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem að við leggjum einmitt áherslu á þessa þætti og líka loftslagsmál. En fyrst og síðast í stóru myndinni, þegar við horfum til stríðsins í Úkraínu, þegar við horfum núna á hörmungarástandið á Gasa, að alþjóðasamfélagið það verður að gera meira heldur en bara að koma saman á fundum, heldur verður að beita þrýstingi til þess að það verði til að mynda að mannúðarráðstöfun verði veitt inn á Gasasvæðið.“ Hún segir þrýstingin hafa skilað sér að einhverju leiti þar sem Ísraelar hleypi einhverri neyðaraðstoð yfir landamærin til Gasa. Mikil hungursneyð ríkir þar og hefur mannúðaraðstoð verið af skornum skammti. „Það er náttúrulega langt í frá að vera mannsæmandi að mínu viti. Það verður að taka stærri skref. Þessi fundur er liður í því að þjappa þjóðum saman og það eru fleiri þjóðir sem eru að merkja sig inn að vilja styðja við sjálfstæði Palestínu en líka að vinna að tveggja ríkja lausninni.“ Á fund með utanríkisráðherra Palestínu Ráðstefnunni er þó ekki lokið en framundan voru fundir Þorgerðar með „líkt þenkjandi ríkjum í þessum málum,“ þar á meðal Spánn, Írland, Slóvenía og Frakkland. „Ég vona að það beri einhvern ávöxt að það verði fleiri ríki sem þjappi sér saman til þess að hleypa að ekki síst mannúð á Gasasvæðið, koma á vopnahléi og líka að leysa úr haldi gíslana sem hafa verið allt of lengi í haldi Hamas,“ segir hún. Þá á Þorgerður einnig fund með nýjum utanríkisráðherra Palestínu, Varsen Aghabekian. „Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig hvernig Palestínumenn eru að vinna sig inn í að geta stofnað ríkið. Þeir eru alveg tilbúnir, alþjóðasamfélagið getur ekkert sagt lengur að Palestína sé ekki tilbúin. Alþjóðasamfélagið viðurkenndi Austur-Tímor meðal annars er nýbúið að viðurkenna Suður-Súdan. Það á líka að viðurkenna Palestínu.“
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira