Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2025 18:36 Það fer tvennum sögum um hvort tollarnir hafi verið ræddir á fundi utanríkismálanefndar. Vilhelm/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í kvöldfréttum í gær að tollahækkanirnar hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á dögunum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu í dag að Guðlaugur færi með rangt mál: „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Segir ekki minnst málið í minnisblaði Sigurður Ingi tekur í Facebookfærslu undir með Guðlaugi og fullyrðir að Þorgerður hafi ekkert rætt málið á fundinum. „Í samskiptum mínum við aðra fulltrúa minnihlutans í nefndinni hefur þessi skilningur verið staðfestur. Í viðtölum við fjölmiðla í dag hefur utanríkisráðherra lýst málinu á þann hátt sem samræmist ekki því sem fram fór á fundi nefndarinnar. Slík framsetning ráðherrans vekur upp áleitnar spurningar um orðræðu og upplýsingagjöf til þings og þjóðar,“ segir í færslunni. Þá segir hann að ekkert hafi verið minnst á málið í minnisblaði sem ráðherra sendi nefndarmönnum fyrir fundinn, það veki furðu. „Enn furðulegra er að málið hafi ekki verið rætt á fundi Utanríkismálanefndar, þar sem það hefði í raun átt að vera eitt helsta umræðuefnið í ljósi þess hversu gríðarlegir hagsmunir eru undir. Þetta mál kallar því á frekari útskýringar frá utanríkisráðherra.“ Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Evrópusambandið Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í kvöldfréttum í gær að tollahækkanirnar hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á dögunum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu í dag að Guðlaugur færi með rangt mál: „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Segir ekki minnst málið í minnisblaði Sigurður Ingi tekur í Facebookfærslu undir með Guðlaugi og fullyrðir að Þorgerður hafi ekkert rætt málið á fundinum. „Í samskiptum mínum við aðra fulltrúa minnihlutans í nefndinni hefur þessi skilningur verið staðfestur. Í viðtölum við fjölmiðla í dag hefur utanríkisráðherra lýst málinu á þann hátt sem samræmist ekki því sem fram fór á fundi nefndarinnar. Slík framsetning ráðherrans vekur upp áleitnar spurningar um orðræðu og upplýsingagjöf til þings og þjóðar,“ segir í færslunni. Þá segir hann að ekkert hafi verið minnst á málið í minnisblaði sem ráðherra sendi nefndarmönnum fyrir fundinn, það veki furðu. „Enn furðulegra er að málið hafi ekki verið rætt á fundi Utanríkismálanefndar, þar sem það hefði í raun átt að vera eitt helsta umræðuefnið í ljósi þess hversu gríðarlegir hagsmunir eru undir. Þetta mál kallar því á frekari útskýringar frá utanríkisráðherra.“
Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Evrópusambandið Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18