Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Arnar Skúli Atlason skrifar 24. júlí 2025 19:50 Makala Woods fagnar marki sínu með liðsfélögum. Sýn Sport Tindastóll byrjar afar vel eftir EM-fríið því liðið vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Leikið var á Sauðárkróki við frábærar aðstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vinnur Þór/KA í keppnisleik. Tindastóll byrjaði af miklum krafti og voru búnar að skora strax eftir sex mínútur þegar Birgitta Finnbogadóttir komst inn í sendingu varnarmanns Þór/KA og slapp ein í gegnum vörnina og kláraði fram hjá markmanninum. Tindastóll hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og strax þremur mínútum síðar fékk Elísa Bríet dauðafæri en skot hennar rétt framhjá markinu. Tindastóll hélt áfram að að ógna marki Þór/KA. Birgitta vann þá boltann á aftarlega á sínum vallarhelming og þrumaði boltanum inn fyrir vörn Þór/KA. Makala Woods var fyrst á boltann og eftir að hafa leikið á sinn varnarmann þrumaði hún boltanum í fjærhornið og staðan orðinn 2-0 fyrir heimamenn. Eftir þetta róaðist aðeins yfir leiknum. Það byrjaði að rigna kröftulega og leikmenn áttu erfitt með að höndla boltann í rigningunni og voru mikið af lélegum sendingum. Staðan hélst óbreytt fram að hálfleiknum en Tindastóll var með sanngjarna forystu í hálfleik 2-0. Þór/KA byrjaði að krafti seinni hálfleikinn og sköpuðu sér nokkur hálffæri í upphafi hálfleiksins. Þær náðu ekki að að brjóta niður varnarmúr Tindastóls en þær lokuðu bara öllum leiðum að markinu sínu. Hættulegasta færi fékk Sandra María Jessen þegar hún fékk sendingu í gegnum vörn Tindastóls en snertingin hennar fram hjá markmanni Tindastóls var slök og þrengdi færið mikið og skotið hennar fór í hliðarnetið. Þór/KA hélt áfram að reyna en ekki tókst þeim að brjóta niður vörn Tindastóls og því sigur heima liðsins staðreynd. Atvikið Birgitta Finnbogadóttir stal boltanum af varnarmanni Þór/KA og skoraði eftir góða pressu. Það gaf tóninn fyrir Tindastólsliðið. Stjörnur og skúrkar Tindastólsliðið frá aftasta manni til þess fremsta var til fyrirmyndar. Birgitta var klárlega maður leiksins í dag. Hætti ekki að hlaupa og var að vinna frábæra varnarvinnu. Gjörsamlega frábær leikur hjá TIndastól. Stemning og umgjörð Það var allt gott í dag. Veðrið lék við okkur og vel mannað í gæsluna. Dómarar [5] Sveinn var oft með skrítna línu í dag en það kom ekki að sök. Var að sleppa augljósum brotum og dæmdi stundum eftir pöntunum. Ekki erfiður leikur að dæma samt og ekkert glórulaust í gangi. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ógeðslega glaður Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls, var kampakátur eftir að hafa unnið Þór/KA 2-0 í kvöld. „Ég er ógeðslega glaður. Geggjaður leikur. Ekkert sérstakur leikur með boltann en varnarfærslur og varnar frammistaða upp á tíu. Ég man ekki eftir færi hjá Þór/KA í leiknum. Á sama skapi fengum við færi til að bæta við. Heilt yfir bara ótrúlega ánægður með leikmenn liðsins í dag og allan hópinn þetta var stórkostleg liðs frammistaða,“ sagði Halldór. Donni vildi meina að pása hafði hjálpað því liðið hans virkaði úthvílt í kvöld. „Það var eins og við vorum búnar að vera í pásu því við vorum svo ferskar. Við vorum tilbúnar í það sem var að koma og orkan góð allan leikinn. Greinilegt að leikmenn eru í hrikalega góðu standi það er augljóst. Við unnum vel í pásunni og það er gaman að sjá þetta,“ sagði Halldór. Donni bætti við að lokum að planið hjá Tindastól að bæta við sig einum til tveimur leikmönnum áður en glugganum verður lokað. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.vísir/Hulda Margrét Mikil vonbrigði fyrir okkur Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var ósáttur með leik sinna kvenna í kvöld. „Mjög svekktur og sár og mikil vonbrigði fyrir okkur. Við komum til þess að ná í góð úrslit hérna á Sauðárkróki en það tókst heldur betur ekki þannig ég er rosalega sár,“ sagði Jóhann. Þór/KA byrjaði illa i kvöld og virkaði kraftlaust eftir fríið. „Við töldum okkur að hafa ætlað að koma hérna með kraft og vilja. Það er augljóst að við komum ekki með krafti og vilja inn í leikinn og því fór sem fór. Við köstuðum þessum frá okkur með tveimur gjöfum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Jóhann. „Ofan á það sem er nánast verra er að við sínum mikið andleysi og þar verð ég sem þjálfari liðsins að taka á mig að allt varðandi EM pásuna og þegar við byrjum aftur eftir hana hefur greinilega verið mjög lélegt. Eins og þú sást á stelpunum í fyrri hálfleik að þær voru ekki tilbúnar,“ sagði Jóhann. Besta deild kvenna Tindastóll Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Fótbolti
Tindastóll byrjar afar vel eftir EM-fríið því liðið vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Leikið var á Sauðárkróki við frábærar aðstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vinnur Þór/KA í keppnisleik. Tindastóll byrjaði af miklum krafti og voru búnar að skora strax eftir sex mínútur þegar Birgitta Finnbogadóttir komst inn í sendingu varnarmanns Þór/KA og slapp ein í gegnum vörnina og kláraði fram hjá markmanninum. Tindastóll hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og strax þremur mínútum síðar fékk Elísa Bríet dauðafæri en skot hennar rétt framhjá markinu. Tindastóll hélt áfram að að ógna marki Þór/KA. Birgitta vann þá boltann á aftarlega á sínum vallarhelming og þrumaði boltanum inn fyrir vörn Þór/KA. Makala Woods var fyrst á boltann og eftir að hafa leikið á sinn varnarmann þrumaði hún boltanum í fjærhornið og staðan orðinn 2-0 fyrir heimamenn. Eftir þetta róaðist aðeins yfir leiknum. Það byrjaði að rigna kröftulega og leikmenn áttu erfitt með að höndla boltann í rigningunni og voru mikið af lélegum sendingum. Staðan hélst óbreytt fram að hálfleiknum en Tindastóll var með sanngjarna forystu í hálfleik 2-0. Þór/KA byrjaði að krafti seinni hálfleikinn og sköpuðu sér nokkur hálffæri í upphafi hálfleiksins. Þær náðu ekki að að brjóta niður varnarmúr Tindastóls en þær lokuðu bara öllum leiðum að markinu sínu. Hættulegasta færi fékk Sandra María Jessen þegar hún fékk sendingu í gegnum vörn Tindastóls en snertingin hennar fram hjá markmanni Tindastóls var slök og þrengdi færið mikið og skotið hennar fór í hliðarnetið. Þór/KA hélt áfram að reyna en ekki tókst þeim að brjóta niður vörn Tindastóls og því sigur heima liðsins staðreynd. Atvikið Birgitta Finnbogadóttir stal boltanum af varnarmanni Þór/KA og skoraði eftir góða pressu. Það gaf tóninn fyrir Tindastólsliðið. Stjörnur og skúrkar Tindastólsliðið frá aftasta manni til þess fremsta var til fyrirmyndar. Birgitta var klárlega maður leiksins í dag. Hætti ekki að hlaupa og var að vinna frábæra varnarvinnu. Gjörsamlega frábær leikur hjá TIndastól. Stemning og umgjörð Það var allt gott í dag. Veðrið lék við okkur og vel mannað í gæsluna. Dómarar [5] Sveinn var oft með skrítna línu í dag en það kom ekki að sök. Var að sleppa augljósum brotum og dæmdi stundum eftir pöntunum. Ekki erfiður leikur að dæma samt og ekkert glórulaust í gangi. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ógeðslega glaður Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls, var kampakátur eftir að hafa unnið Þór/KA 2-0 í kvöld. „Ég er ógeðslega glaður. Geggjaður leikur. Ekkert sérstakur leikur með boltann en varnarfærslur og varnar frammistaða upp á tíu. Ég man ekki eftir færi hjá Þór/KA í leiknum. Á sama skapi fengum við færi til að bæta við. Heilt yfir bara ótrúlega ánægður með leikmenn liðsins í dag og allan hópinn þetta var stórkostleg liðs frammistaða,“ sagði Halldór. Donni vildi meina að pása hafði hjálpað því liðið hans virkaði úthvílt í kvöld. „Það var eins og við vorum búnar að vera í pásu því við vorum svo ferskar. Við vorum tilbúnar í það sem var að koma og orkan góð allan leikinn. Greinilegt að leikmenn eru í hrikalega góðu standi það er augljóst. Við unnum vel í pásunni og það er gaman að sjá þetta,“ sagði Halldór. Donni bætti við að lokum að planið hjá Tindastól að bæta við sig einum til tveimur leikmönnum áður en glugganum verður lokað. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.vísir/Hulda Margrét Mikil vonbrigði fyrir okkur Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var ósáttur með leik sinna kvenna í kvöld. „Mjög svekktur og sár og mikil vonbrigði fyrir okkur. Við komum til þess að ná í góð úrslit hérna á Sauðárkróki en það tókst heldur betur ekki þannig ég er rosalega sár,“ sagði Jóhann. Þór/KA byrjaði illa i kvöld og virkaði kraftlaust eftir fríið. „Við töldum okkur að hafa ætlað að koma hérna með kraft og vilja. Það er augljóst að við komum ekki með krafti og vilja inn í leikinn og því fór sem fór. Við köstuðum þessum frá okkur með tveimur gjöfum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Jóhann. „Ofan á það sem er nánast verra er að við sínum mikið andleysi og þar verð ég sem þjálfari liðsins að taka á mig að allt varðandi EM pásuna og þegar við byrjum aftur eftir hana hefur greinilega verið mjög lélegt. Eins og þú sást á stelpunum í fyrri hálfleik að þær voru ekki tilbúnar,“ sagði Jóhann.
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn