„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 22:27 Sölvi Geir var sáttur með sína menn þrátt fyrir tap og spenntur fyrir þriggja liða toppbaráttu. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu. Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira