Íslenski boltinn

Kefl­víkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Freyr Guðmundsson sá sína menn fara illa með dauðafæri í blálokin.
Haraldur Freyr Guðmundsson sá sína menn fara illa með dauðafæri í blálokin. Vísir/Anton Brink

Keflvíkingar fengu frábært færi til að tryggja sér sigur á móti Þórsurum í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld en fóru illa með vítaspyrnu á lokamínútu leiksins

Keflavík og Þór gerðu því 2-2 jafntefli og Þórsarar eru áfram tveimur stigum á undan Keflavíkurliðinu í töflunni.

Bæði liðin komust yfir í þessum leik en verða að sætta sig við eitt stig.

Ásgeir Páll Magnússon kom Keflavík í 1-0 á 20. mínútu en Christian Jakobsen jafnaði metin fimmtán mínútum síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Sigfús Fannar Gunnarsson, næst markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar, kom Þórsurum yfir með laglegu marki eftir einstaklingsframtak á 56. mínútu. Þetta var hans níunda deildarmark í sumar.

Marin Brigic jafnaði metin á 67. mínútu og Keflavík fékk síðan vítaspyrnu á 90. mínútu. Muhamed Alghoul tók hana en skaut boltanum yfir. Jafntefli var því niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×