„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 21:47 Túfa hefur talið dagana og þurft að telja ansi lengi en Valsmenn eru nú loks búnir að tylla sér á toppinn. Vísir/diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár. Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira