Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson og María Björk Stefánsdóttir skrifa 18. júlí 2025 16:30 Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun