„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 06:44 Trump, eiginkona hans Melania, Epstein og Maxwell í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar. Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar.
Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira