Sport

„Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Sveinn Gísli Þorkelsson skoraði áttunda mark Víkinga í kvöld.
Sveinn Gísli Þorkelsson skoraði áttunda mark Víkinga í kvöld. Víkingur

Víkingar unnu eins sannfærandi sigur og þeir gerast í kvöld þegar Malisheva mættu í Víkina fyrir seinni leik fyrstu umferðar Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingar skoruðu átta mörk gegn engu og flugu áfram í næstu umferð.

„Þetta er bara geggjað. Það er ógeðslega gaman að spila í Evrópu og sérstaklega gaman þegar við skorum átta mörk á heimavelli, ekki spurning“ sagði Sveinn Gísli Þorkelsson varnarmaður Víkinga eftir leikinn í kvöld.

Sveinn Gísli skoraði áttunda mark leiksins í kvöld af alvöru framherja sið en hann lagði hann skemmtilega í netið utanfótar.

„Ég er búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni, það er ekki spurning. Ég er með einhver mörk í mér“

Markið í kvöld var fyrsta mark Sveins Gísla í Evrópu og skoraði hann það með miklum stæl.

„Það er bara geggjað. Manni langar að spila á hærra og hærra leveli og að skora er alltaf bónus stig en mikilvægt að við tökum þrjú stig og förum í næstu umferð“

Víkingar leiddu leikinn með fimm mörkum þegar Sveinn Gísli Þorkelsson kom inn á sem varamaður en var ekkert skrítið að koma inn í þá stöðu þegar leikurinn var svo gott sem búin?

„Mér fannst það fínt. Maður er alltaf hungraður að gera eitthvað og sýna sig. Það skiptir mig engu máli“

Sigurinn í kvöld gefur Víkingum helling fyrir framhaldið.

„Auðvitað. Þetta er gott ‘kick’ inn í næstu viðreign og bara harkan sex þar“ sagði Sveinn Gísli Þorkelsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×