Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 21:15 Mosfellingar lyftu sér upp í sjöunda sæti deildarinnar. Afturelding og Fram skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld í 15. umferð Bestu-deildar karla. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur og meginþorri fyrri hálfleiks fór fram á miðsvæði vallarins. Framarar áttu erfitt með að brjótast í gegnum vörn Aftureldingar en áttu nokkrar tilraunir fyrir utan vítateig sem ógnuðu ekki marki Aftureldingar. Mosfellingar héldu boltanum ágætlega en sömuleiðis var varnarlína Fram þétt fyrir. Á 42. mínútu leit besta færi fyrri hálfleiks dagsins ljós. Mosfellingar komust í skyndisókn og voru þrír á móti tveimur varnarmönnum Fram. Elmar Kári Cogic renndi boltanum inn fyrir á Aron Jóhannsson sem var kominn í góða stöðu við markteigshornið. Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður gestanna, kom fæti fyrir skotið og bjargaði samherjum sínum. Staðan var markalaus í hálfleik á Malbikstöðinni að Varmá. Sami taktur var í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en á 56. mínútu náðu Mosfellingar að brjóta ísinn þegar Aron Jóhannsson skoraði á móti sínu gamla félagi. Hrannar Snær Magnússon átti lipran sprett um vinstri vænginn og fór illa með varnarmenn Fram. Hann gaf boltann á Benjamin Stokke sem var yfirvegaður í teignum og lagði boltann út á Aron Jóhannsson sem kláraði færið vel af stuttu færi. Það kom kraftur í Framara eftir markið og það skilaði loks marki á 72. mínútu. Frederico Saraiva fékk boltann við endalínu vallarins eftir innkast og náði að þræða boltann á Róbert Hauksson sem var mættur við markteiginn. Róbert tók á móti boltanum og lagði hann snyrtilega framhjá Jökli Andréssyni, markverði Mosfellinga, og jafnaði leikinn fyrir gestina. Framarar fengu dauðafæri á síðustu mínútum leiksins þegar Freyr Sigurðsson var aleinn og óvaldaður inn í teignum. Hann náði ekki að stilla miðið og skaut langt yfir af stuttu færi. Þar við sat og liðin þurftu að sætta sig við jafntefli. Atvik leiksins Framarar voru hársbreidd frá því að ganga frá leiknum á 88. mínútu þegar Freyr Sigurðsson fékk mikinn tíma inn í vítateig Aftureldingar en brást bogalistin á mikilvægum tímapunkti í leiknum. Hann bjóst líklegast við því að varnarmaður Aftureldingar væri innan seilingar, flýtti sér um of og skaut yfir markið. Stjörnur og skúrkar Aron Jóhannsson reyndist sínum gömlu félögum í Fram erfiður viðureignar. Hann skoraði mark Mosfellinga eftir laglegt samspil milli hans, Benjamin Stokke og Hrannars Snæs Magnússonar. Fred Saraiva var sprækur á miðsvæðinu hjá Fram og var arkitektinn að jöfnunarmarki Framara á 72. mínútu. Leikurinn einkenndist af þéttum og skipulögðum varnarleik, Aron Jónsson var traustur í vörn Mosfellinga og hið sama má segja um Þorra Stefán Þorbjörnsson í liði Fram. Dómarar Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Það var talsverð barátta í mönnum, sér í lagi þegar leið á leikinn. Bæði lið gerðu tilkall til þess að fá vítaspyrnu í leiknum en Gunnar Oddur lét fátt um finnast sem var rétt ákvörðun. Stemning og umgjörð Það var sumarleyfisbragur yfir stemningunni í Mosfellsbæ í kvöld. Umgjörðin að vanda góð hjá Mosfellingum en rúmlega 500 manns mættu á leikinn, sannarlega ekki fjölsóttasti leikurinn í sumar. Landinn er líklegast á ferð og flugi um þessar mundir og setti það strik í reikninginn. Viðtöl Afturelding Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti
Afturelding og Fram skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld í 15. umferð Bestu-deildar karla. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur og meginþorri fyrri hálfleiks fór fram á miðsvæði vallarins. Framarar áttu erfitt með að brjótast í gegnum vörn Aftureldingar en áttu nokkrar tilraunir fyrir utan vítateig sem ógnuðu ekki marki Aftureldingar. Mosfellingar héldu boltanum ágætlega en sömuleiðis var varnarlína Fram þétt fyrir. Á 42. mínútu leit besta færi fyrri hálfleiks dagsins ljós. Mosfellingar komust í skyndisókn og voru þrír á móti tveimur varnarmönnum Fram. Elmar Kári Cogic renndi boltanum inn fyrir á Aron Jóhannsson sem var kominn í góða stöðu við markteigshornið. Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður gestanna, kom fæti fyrir skotið og bjargaði samherjum sínum. Staðan var markalaus í hálfleik á Malbikstöðinni að Varmá. Sami taktur var í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en á 56. mínútu náðu Mosfellingar að brjóta ísinn þegar Aron Jóhannsson skoraði á móti sínu gamla félagi. Hrannar Snær Magnússon átti lipran sprett um vinstri vænginn og fór illa með varnarmenn Fram. Hann gaf boltann á Benjamin Stokke sem var yfirvegaður í teignum og lagði boltann út á Aron Jóhannsson sem kláraði færið vel af stuttu færi. Það kom kraftur í Framara eftir markið og það skilaði loks marki á 72. mínútu. Frederico Saraiva fékk boltann við endalínu vallarins eftir innkast og náði að þræða boltann á Róbert Hauksson sem var mættur við markteiginn. Róbert tók á móti boltanum og lagði hann snyrtilega framhjá Jökli Andréssyni, markverði Mosfellinga, og jafnaði leikinn fyrir gestina. Framarar fengu dauðafæri á síðustu mínútum leiksins þegar Freyr Sigurðsson var aleinn og óvaldaður inn í teignum. Hann náði ekki að stilla miðið og skaut langt yfir af stuttu færi. Þar við sat og liðin þurftu að sætta sig við jafntefli. Atvik leiksins Framarar voru hársbreidd frá því að ganga frá leiknum á 88. mínútu þegar Freyr Sigurðsson fékk mikinn tíma inn í vítateig Aftureldingar en brást bogalistin á mikilvægum tímapunkti í leiknum. Hann bjóst líklegast við því að varnarmaður Aftureldingar væri innan seilingar, flýtti sér um of og skaut yfir markið. Stjörnur og skúrkar Aron Jóhannsson reyndist sínum gömlu félögum í Fram erfiður viðureignar. Hann skoraði mark Mosfellinga eftir laglegt samspil milli hans, Benjamin Stokke og Hrannars Snæs Magnússonar. Fred Saraiva var sprækur á miðsvæðinu hjá Fram og var arkitektinn að jöfnunarmarki Framara á 72. mínútu. Leikurinn einkenndist af þéttum og skipulögðum varnarleik, Aron Jónsson var traustur í vörn Mosfellinga og hið sama má segja um Þorra Stefán Þorbjörnsson í liði Fram. Dómarar Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Það var talsverð barátta í mönnum, sér í lagi þegar leið á leikinn. Bæði lið gerðu tilkall til þess að fá vítaspyrnu í leiknum en Gunnar Oddur lét fátt um finnast sem var rétt ákvörðun. Stemning og umgjörð Það var sumarleyfisbragur yfir stemningunni í Mosfellsbæ í kvöld. Umgjörðin að vanda góð hjá Mosfellingum en rúmlega 500 manns mættu á leikinn, sannarlega ekki fjölsóttasti leikurinn í sumar. Landinn er líklegast á ferð og flugi um þessar mundir og setti það strik í reikninginn. Viðtöl