Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 16. júlí 2025 08:00 Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Alþingi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun