Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar 27. október 2025 22:02 Charlie Kirk var áhugaverður maður. Hann var vissulega með skoðanir sem að féllu ekki öllum í geð, en margir voru sammála. En það sem gerði hann áhugaverðan er sú venja hjá honum að mæta öllum andstæðingum sínum með brosi á vör, eflaust þakklátur fyrir það tækifæri að geta skipst á skoðunum, því að án ólíkra skoðana væri heimurinn örugglega þurr og leiðinlegur. Það að lesa í gegnum samfélagsmiðla í dag er eins og að ganga inn í leikskóla á slæmum degi þar sem að mörgum börnum hefur lent saman og starfsfólkið nær ekki tökum á aðstæðum. Fólk virðist telja sig geta beitt aðra andlegu ofbeldi án þess að það hafi neinar afleiðingar. Orð eru oft beittari en hnífur. Ofbeldið færist síðan yfir í raunheima þar sem aukinnar verndar er þörf fyrir einstaklinginn. Nýlegt dæmi er mál Snorra Másonar, þingmanns. Eftir að hann tjáði sig um málefni trans fólks var, að því er virðist, þörf á lögreglu fyrir utan heimili hans. Óháð ummælum þeim sem hann lýsti, sem eru kannski ekkert endilega smekkleg, er það afar sorglegt að við séum kominn á þann stað að lögregla þarf að vera í einkagæslu við heimili venjulegs fólks. Langoftast er verið að beina ofbeldinu að fólki sem að er bara að sinna vinnunni sinni eða reyna að lifa lífinu í sátt. Sumir eru bara að reyna að tjá skoðanir sínar og enn önnur að styðja við sitt fólk. Ég ætla að leyfa mér að taka þrjú nýleg dæmi. Ég er hér að sýna að þetta þarf ekki aðeins að koma frá vinstri eða hægri væng stjórnmálanna. Þetta kemur frá öllum hliðum. Fyrsta dæmið er klassískt. Jú, kannski er kvennaverkfall tímaskekkja, það má deila um það. En það tók mig ekki langan tíma að finna aragúra af niðrandi athugasemdum um konur og kvár vegna þessa verkfalls, eða um þau sem að gagnrýndu verkfallið. Þetta er tekið upp úr nokkrum færslum: -,,Þessi hefur nú aldrei skilið neitt. Stakk greinilega höfðinu í steininn þegar hún var á þingi og festi hann þar kyrfilega eins og hún sagði svo smekk[l]ega um að aðrir hefðu gert.’’ [Um viðtal við fyrrverandi þingmann] -,,Það er engin skaði fyrir hana að klóra sér í KOLLINUM það er ekkert þar.’’ [Um viðtal við fyrrverandi þingmann] -,,Konur níðast á börnum’’ [við færslu foreldris um verkfallið] -,,Þessum háskólakonum er nákvæmlega sama um láglaunakonur sem vinna erfiðustu verkin’’ [við færslu bæjarfulltrúa] -,,[K]onur og kvár . Hvort er hún kona, kvár eða kári’’ [við tilkynningu um kvennaverkfall] Dæmi tvö snýr að fermingarfræðslu í kirkju nokkurri úti á landi. Í stað þess að ræða deilur um kynfræðslu í kirkjunni beint við presta og kynfræðinginn sem eiga í hlut, deila foreldar mjög svo fögrum orðum um kirkjuna sína og fá fólk með í æsinginn sinn. Eftirfarandi athugasemdir eru teknar upp úr þeirri umræðu: -,,[Kynfræðingurinn] var alltaf klikkuð en hún fór algjörlega yfirum fyrir nokkru síðan (endalausar fréttir af henni í orgíum erlendis) og eftir að það hætti að heyrast frá henni þá hélt ég að fólk hefði loksins haft vit á því að forðast hana, hvað þá að hleypa henni að börnum.’’ -,,Barnaníð’’ -,,Takið eftir. Þetta eru allt konur sem eru að niðurlægja og guðlasta í kirkjum og skólum landsins. Kennarar í skólum landsins eru flestar konur og allt í molum þar. Það virðist sem flestar stofnanir ríkisins sem konur ýmist stjórna eða eru í meirihluta er allt í molum. Að konur séu jafn hæfar til stjórnunnar starfa virðist ekki standast skoðun’’ -,,Prestar hafa alltaf girnst börn og þarna er leið fyrir þá að komast nær’’ En hin hliðin er ekkert betri. Þetta er þegar að þingmaður nokkur tjáði sig um málið: -,,Þar sem er klám, þar er Sigmundur’’ -,,Hann hlýtur að hafa góða að þessu maður [SDG]. Hann er ekki fær um að sjá um sjálfan sig’’ Hvernig ætli það sé að vera presturinn núna, sá sem að var kannski að reyna að innleiða nýjungar, og hefði eflaust glaður tekið á móti athugasemdum frekar en svona skítkasti. Hvað með þingmanninn? Athyglisvert er líka að hugsa til þess að í þessu dæmi ráðast fullorðnir ansi nálægt málefnum barna. Því miður hefur það aukist töluvert á síðustu misserum að vegið sé að börnum án þess að þau fái tækifæri til þess að verja sig eða segja sína skoðun. Ég hef allavega fundið afar fáar greinar, athugasemdir eða viðtöl við börn um sín mál. Það er þá aðallega þegar að fréttastofurnar fara inn í framhaldsskólana og spyrja fyrirfram sniðnar spurningar til valins hóps nemenda. Síðasta dæmið er ögn eldra. Þar eru málavextir þannig að kona nokkur sem er íslensk fer í siglingu til Palestínu og er stoppuð á leiðinni. Margir urðu reiðir: -,,[K]emur veggjalúsuð heim með “return to sender - brain damaged” á afturendanum…’’ -,,Vonandi verður hún hýdd bæði vel og lengi.’’ -,,Fáviti vikunnar við hverju bjóst þetta lið [...] úfff get ekki svona heimskt fólk’’ -,,Þeir sem styðja hana ættu að fara líka og koma aldrei hún er snarbiluð.’’ -,,Er ekki hægt að skilja hana eftir á [G]asa ???’’ Það er síðan aldeilis um auðugan garð að gresja ef þú leitar að málefnum á borð við kynfræðslu, verkföll, PISA kannanir, stríð, þingmál, vók, úrræðaleysi og ég veit ekki hvað og hvað. Ég játa að ég get verið mjög dómharður líka. En ef ég hef lært eitthvað þá má satt oft kyrrt liggja. Allir eiga að fá tækifæri, og mislíki þér það sem viðkomandi gerir - gefur það þér ekkert skotleyfi á viðkomandi. Hugsaðu bara fallega og mundu að þetta er líka manneskja. Henni finnst kannski ekkert heldur það sem þú gerir fallegt. Mig hefur lengi langað í pólitík. Að fá tækifæri til þess að breyta hlutum, og vinna í þágu fólksins sem hefur gefið mér helling í gegnum tíðina. En margir hafa haldið því fram að sá bransi sé í raun mannskemmandi. Af hverju? Það er bara beint skotleyfi á þig. Allir geta sagt niðrandi hluti um þig eins og þeim sýnist - og meira að segja ógnað þér fyrir utan heimili þitt. Horfum bara til Svíþjóðar. Við þurfum ekkert að horfa lengra til þess að sjá hvernig þetta hefur áhrif. En ég er samt mjög heppinn. Fjölmargir aðrir eru því miður í miklu verri stöðu, einfaldlega vegna þess hver þau séu. Ég get nefnt þau sem eru trans, samkynhneigð, konur, alkahólistar, með fötlun, af erlendum uppruna, o.s.frv. Ég skil ekki af hverju við, manneskjurnar, sem eigum að vera vitrustu dýrin á þessari jörð, getum ekki staldrað við, hugsað um náungann og rætt málin án þess að fara í einhverja blótkeppni. Við íslendingar getum nefnilega verið fyrirmyndir í þessu - að bæta samskipti á alþjóðavísu. Ég trúi nefnilega á frasann fræga: Öll dýrin í skóginum EIGA að vera vinir. Látum sýn Egner, Kirk, og allra hinna verða að veruleika! Verum vinir! [Stafsetningarvillur í athugasemdunum að ofan hafa verið leiðréttar með hornklofa] Höfundur er nemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Morðið á Charlie Kirk Samfélagsmiðlar Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Charlie Kirk var áhugaverður maður. Hann var vissulega með skoðanir sem að féllu ekki öllum í geð, en margir voru sammála. En það sem gerði hann áhugaverðan er sú venja hjá honum að mæta öllum andstæðingum sínum með brosi á vör, eflaust þakklátur fyrir það tækifæri að geta skipst á skoðunum, því að án ólíkra skoðana væri heimurinn örugglega þurr og leiðinlegur. Það að lesa í gegnum samfélagsmiðla í dag er eins og að ganga inn í leikskóla á slæmum degi þar sem að mörgum börnum hefur lent saman og starfsfólkið nær ekki tökum á aðstæðum. Fólk virðist telja sig geta beitt aðra andlegu ofbeldi án þess að það hafi neinar afleiðingar. Orð eru oft beittari en hnífur. Ofbeldið færist síðan yfir í raunheima þar sem aukinnar verndar er þörf fyrir einstaklinginn. Nýlegt dæmi er mál Snorra Másonar, þingmanns. Eftir að hann tjáði sig um málefni trans fólks var, að því er virðist, þörf á lögreglu fyrir utan heimili hans. Óháð ummælum þeim sem hann lýsti, sem eru kannski ekkert endilega smekkleg, er það afar sorglegt að við séum kominn á þann stað að lögregla þarf að vera í einkagæslu við heimili venjulegs fólks. Langoftast er verið að beina ofbeldinu að fólki sem að er bara að sinna vinnunni sinni eða reyna að lifa lífinu í sátt. Sumir eru bara að reyna að tjá skoðanir sínar og enn önnur að styðja við sitt fólk. Ég ætla að leyfa mér að taka þrjú nýleg dæmi. Ég er hér að sýna að þetta þarf ekki aðeins að koma frá vinstri eða hægri væng stjórnmálanna. Þetta kemur frá öllum hliðum. Fyrsta dæmið er klassískt. Jú, kannski er kvennaverkfall tímaskekkja, það má deila um það. En það tók mig ekki langan tíma að finna aragúra af niðrandi athugasemdum um konur og kvár vegna þessa verkfalls, eða um þau sem að gagnrýndu verkfallið. Þetta er tekið upp úr nokkrum færslum: -,,Þessi hefur nú aldrei skilið neitt. Stakk greinilega höfðinu í steininn þegar hún var á þingi og festi hann þar kyrfilega eins og hún sagði svo smekk[l]ega um að aðrir hefðu gert.’’ [Um viðtal við fyrrverandi þingmann] -,,Það er engin skaði fyrir hana að klóra sér í KOLLINUM það er ekkert þar.’’ [Um viðtal við fyrrverandi þingmann] -,,Konur níðast á börnum’’ [við færslu foreldris um verkfallið] -,,Þessum háskólakonum er nákvæmlega sama um láglaunakonur sem vinna erfiðustu verkin’’ [við færslu bæjarfulltrúa] -,,[K]onur og kvár . Hvort er hún kona, kvár eða kári’’ [við tilkynningu um kvennaverkfall] Dæmi tvö snýr að fermingarfræðslu í kirkju nokkurri úti á landi. Í stað þess að ræða deilur um kynfræðslu í kirkjunni beint við presta og kynfræðinginn sem eiga í hlut, deila foreldar mjög svo fögrum orðum um kirkjuna sína og fá fólk með í æsinginn sinn. Eftirfarandi athugasemdir eru teknar upp úr þeirri umræðu: -,,[Kynfræðingurinn] var alltaf klikkuð en hún fór algjörlega yfirum fyrir nokkru síðan (endalausar fréttir af henni í orgíum erlendis) og eftir að það hætti að heyrast frá henni þá hélt ég að fólk hefði loksins haft vit á því að forðast hana, hvað þá að hleypa henni að börnum.’’ -,,Barnaníð’’ -,,Takið eftir. Þetta eru allt konur sem eru að niðurlægja og guðlasta í kirkjum og skólum landsins. Kennarar í skólum landsins eru flestar konur og allt í molum þar. Það virðist sem flestar stofnanir ríkisins sem konur ýmist stjórna eða eru í meirihluta er allt í molum. Að konur séu jafn hæfar til stjórnunnar starfa virðist ekki standast skoðun’’ -,,Prestar hafa alltaf girnst börn og þarna er leið fyrir þá að komast nær’’ En hin hliðin er ekkert betri. Þetta er þegar að þingmaður nokkur tjáði sig um málið: -,,Þar sem er klám, þar er Sigmundur’’ -,,Hann hlýtur að hafa góða að þessu maður [SDG]. Hann er ekki fær um að sjá um sjálfan sig’’ Hvernig ætli það sé að vera presturinn núna, sá sem að var kannski að reyna að innleiða nýjungar, og hefði eflaust glaður tekið á móti athugasemdum frekar en svona skítkasti. Hvað með þingmanninn? Athyglisvert er líka að hugsa til þess að í þessu dæmi ráðast fullorðnir ansi nálægt málefnum barna. Því miður hefur það aukist töluvert á síðustu misserum að vegið sé að börnum án þess að þau fái tækifæri til þess að verja sig eða segja sína skoðun. Ég hef allavega fundið afar fáar greinar, athugasemdir eða viðtöl við börn um sín mál. Það er þá aðallega þegar að fréttastofurnar fara inn í framhaldsskólana og spyrja fyrirfram sniðnar spurningar til valins hóps nemenda. Síðasta dæmið er ögn eldra. Þar eru málavextir þannig að kona nokkur sem er íslensk fer í siglingu til Palestínu og er stoppuð á leiðinni. Margir urðu reiðir: -,,[K]emur veggjalúsuð heim með “return to sender - brain damaged” á afturendanum…’’ -,,Vonandi verður hún hýdd bæði vel og lengi.’’ -,,Fáviti vikunnar við hverju bjóst þetta lið [...] úfff get ekki svona heimskt fólk’’ -,,Þeir sem styðja hana ættu að fara líka og koma aldrei hún er snarbiluð.’’ -,,Er ekki hægt að skilja hana eftir á [G]asa ???’’ Það er síðan aldeilis um auðugan garð að gresja ef þú leitar að málefnum á borð við kynfræðslu, verkföll, PISA kannanir, stríð, þingmál, vók, úrræðaleysi og ég veit ekki hvað og hvað. Ég játa að ég get verið mjög dómharður líka. En ef ég hef lært eitthvað þá má satt oft kyrrt liggja. Allir eiga að fá tækifæri, og mislíki þér það sem viðkomandi gerir - gefur það þér ekkert skotleyfi á viðkomandi. Hugsaðu bara fallega og mundu að þetta er líka manneskja. Henni finnst kannski ekkert heldur það sem þú gerir fallegt. Mig hefur lengi langað í pólitík. Að fá tækifæri til þess að breyta hlutum, og vinna í þágu fólksins sem hefur gefið mér helling í gegnum tíðina. En margir hafa haldið því fram að sá bransi sé í raun mannskemmandi. Af hverju? Það er bara beint skotleyfi á þig. Allir geta sagt niðrandi hluti um þig eins og þeim sýnist - og meira að segja ógnað þér fyrir utan heimili þitt. Horfum bara til Svíþjóðar. Við þurfum ekkert að horfa lengra til þess að sjá hvernig þetta hefur áhrif. En ég er samt mjög heppinn. Fjölmargir aðrir eru því miður í miklu verri stöðu, einfaldlega vegna þess hver þau séu. Ég get nefnt þau sem eru trans, samkynhneigð, konur, alkahólistar, með fötlun, af erlendum uppruna, o.s.frv. Ég skil ekki af hverju við, manneskjurnar, sem eigum að vera vitrustu dýrin á þessari jörð, getum ekki staldrað við, hugsað um náungann og rætt málin án þess að fara í einhverja blótkeppni. Við íslendingar getum nefnilega verið fyrirmyndir í þessu - að bæta samskipti á alþjóðavísu. Ég trúi nefnilega á frasann fræga: Öll dýrin í skóginum EIGA að vera vinir. Látum sýn Egner, Kirk, og allra hinna verða að veruleika! Verum vinir! [Stafsetningarvillur í athugasemdunum að ofan hafa verið leiðréttar með hornklofa] Höfundur er nemi
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun