Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar 28. október 2025 13:32 Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Þróunarsamvinna Utanríkismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun