Innlent

Mót­mæltu komu „spilltrar“ der Leyen

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
„Spillt og meðvirk með stríði,“ stendur á einu skiltinu. 
„Spillt og meðvirk með stríði,“ stendur á einu skiltinu.  Vísir

Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Á meðan sögulegt veiðigjaldafrumvarp var samþykkt af Alþingi stóð hópur mótmælenda fyrir utan Alþingishúsið með skilti og palestínska fánann á lofti og hrópaði ýmsa baráttusöngva. 

Tilefni mótmælanna er heimsókn der Leyen og aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum Palestínu, að því er kemur fram á Facebookviðburði þeirra.

„Í starfi sínu hefur von der Leyen tekið virkan þátt í helför Ísraels í Palestínu með ítrekuðum stuðningsyfirlýsingum við Ísrael. Hún hefur haldið diplómatískum hlífðarskildi yfir Ísrael og komið í veg fyrir að Evrópusambandið beiti viðskipta- og vopnasölubanni gegn Ísrael! Íslensk stjórnvöld eiga að kalla eftir því að Ursula verði send til dómstóla í Haag en ekki bjóða henni í skoðunarferð til Þingvalla!“ stendur í lýsingu viðburðarins. 

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir aðgerðasinni flutti ræðu. Móðir hennar, Magga Stína, stóð steinsnar frá.Vísir
Hópur fólks gerði sér ferð á mótmælin.Vísir
Einn mótmælandi veifaði íslenska fánanum. Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×