Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar 12. júlí 2025 17:31 Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílpróf Börn og uppeldi Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun