Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar 12. júlí 2025 17:31 Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílpróf Börn og uppeldi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun