Innlent

Þing­fundur hafinn eftir í­trekaðar frestanir

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þingsalur Alþingis er tómur um þessar mundir þar sem þingfundi hefur verið ítrekað frestað í dag.
Þingsalur Alþingis er tómur um þessar mundir þar sem þingfundi hefur verið ítrekað frestað í dag. Vísir/Vilhelm

Þingfundi Alþingis var ítrekað verið frestað í dag en hófst hann loks á fjórða tímanum. Varaforsetar þingsins hafa skiptust á að mæta í stól forsetans og tilkynna hverja frestunina á fætur annarri. 

Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og var á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarpið. Viðburðaríkur dagur var í gær þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaganna. Með samþykki meirihlutans var því annari umræðu um frumvarpið lokið.

Frumvarpið fór fyrir atvinnuveganefnd í gær og til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í dag. Ekkert hefur hins vegar orðið af því. Formenn þingflokka hafa ekki viljað tjá sig um ástæðu frestunarinnar.

Klukkan tuttugu mínútur yfir tíu var fundinum fyrst frestað um klukkustund. Var sú frestun á þeim forsendum að þingflokksformenn þyrftu að funda.

Tuttugu mínútur yfir ellefu var honum svo frestað til korter yfir tólf og síðan til eitt. Klukkan eitt mætti Grímur Grímsson, varaforseti þingsins, og tilkynnti um enn eina frestunina um klukkustund. 

Eitthvað virðist sem viðræður hafa gengið því klukkan tvö var fundinum einungis frestað um þrjátíu mínútur. Eydís Ásbjörnsdóttir tilkynnti svo þingheimi klukkan hálf þrjú um enn aðra klukkutíma frestun á þingfundi. Hún gerði slíkt hið sama hálf fjögur þar sem hún tilkynnti þrjátíu mínútuna frestun.

Það var loks klukkan fjögur sem þingfundur hófst á ný eftir að honum hafi verið frestað sjö sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×