Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 20:17 Karl Héðinn segir marga kjósendur VG nú ætla að kjósa Sósíalista. Vísir/Ívar Fannar Karl Héðinn Kristjánsson, ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur greint frá því að hann hafi átt í ástarsambandi við sextán ára stúlku í sumarbúðum Pírata árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Málið varð til þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata. Karl Héðinn greindi frá þessu í Facebook-færslu fyrr í kvöld. Hann segist aldrei hafa rætt málið við neinn utan Ungra Pírata á sínum tíma nema við fjölskyldu og vini. Hann hafi ákveðið að greina frá sambandinu því Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, hafi ýjað að málinu opinberlega og krafið sig um svör. Því vilji hann segja skýrt og rétt frá. Kynntust í sumarbúðum Pírata „Þegar ég var 22 ára, árið 2017, var ég í sumarbúðum Pírata í Evrópu í Svíþjóð þar sem ungliðar víðast hvar úr Evrópu hittust. Þar kynntist ég stelpu frá Austurríki sem var þá 16 ára og við féllum hvor fyrir öðru,“ segir Karl. Hann segist enn vera góður vinur stelpunnar og þau hafi síðast talað saman í dag vegna „stöðunnar sem er uppi“. „Fyrir nokkrum árum spurði ég hana hvort, eftir á, hún hefði haft slæma upplifun af kynnum okkar og hvort hún sæi eftir þeim. Hún fullvissaði mig um að svo væri ekki, að hún sæi ekki eftir neinu og þakkaði mér fyrir að spyrja. Hún sagði það sama áðan,“ segir hann. Þá segir Karl að Dóra Björt Guðjónsdóttir, sem var þá formaður Ungra Pírata, hafi beðið hann um að segja sig frá stjórn Ungra Pírata vegna málsins. Hann hafi ekki viljað valda flokknum skaða og orðið við beininni „án nokkurs múðurs“. Sjá einnig: Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sósíalistaflokkurinn hefur logað stafnanna á milli undanfarna mánuði vegna klofnings í flokknum og hallarbyltingar sem Karl Héðinn og aðrir stóðu að gegn fylkingu Gunnars Smára. Klofninginn má rekja opinberlega aftur til mars þegar Karl sakaði Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Sambandið löglegt og með samþykki beggja Stelpan umrædda, Cosma Tieber, skrifar athugasemd við færslu Karls Héðins þar sem hún segir ástarsambandið hafa verið löglegt, með samþykki beggja aðila og eitthvað sem hvorki hún né Karl sjá eftir. Þá þykir henni mjög miður að samband þeirra sé dregið inn í opinbera umræðu á hátt sem snúi því upp í eitthvað skammarlegt. Hún segir óheiðarlegt að brengla persónulega sögu til að skaða orðspor fólks. Hér fyrir neðan má sjá færslu Karls Héðins í heild sinni. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Karl Héðinn greindi frá þessu í Facebook-færslu fyrr í kvöld. Hann segist aldrei hafa rætt málið við neinn utan Ungra Pírata á sínum tíma nema við fjölskyldu og vini. Hann hafi ákveðið að greina frá sambandinu því Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, hafi ýjað að málinu opinberlega og krafið sig um svör. Því vilji hann segja skýrt og rétt frá. Kynntust í sumarbúðum Pírata „Þegar ég var 22 ára, árið 2017, var ég í sumarbúðum Pírata í Evrópu í Svíþjóð þar sem ungliðar víðast hvar úr Evrópu hittust. Þar kynntist ég stelpu frá Austurríki sem var þá 16 ára og við féllum hvor fyrir öðru,“ segir Karl. Hann segist enn vera góður vinur stelpunnar og þau hafi síðast talað saman í dag vegna „stöðunnar sem er uppi“. „Fyrir nokkrum árum spurði ég hana hvort, eftir á, hún hefði haft slæma upplifun af kynnum okkar og hvort hún sæi eftir þeim. Hún fullvissaði mig um að svo væri ekki, að hún sæi ekki eftir neinu og þakkaði mér fyrir að spyrja. Hún sagði það sama áðan,“ segir hann. Þá segir Karl að Dóra Björt Guðjónsdóttir, sem var þá formaður Ungra Pírata, hafi beðið hann um að segja sig frá stjórn Ungra Pírata vegna málsins. Hann hafi ekki viljað valda flokknum skaða og orðið við beininni „án nokkurs múðurs“. Sjá einnig: Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sósíalistaflokkurinn hefur logað stafnanna á milli undanfarna mánuði vegna klofnings í flokknum og hallarbyltingar sem Karl Héðinn og aðrir stóðu að gegn fylkingu Gunnars Smára. Klofninginn má rekja opinberlega aftur til mars þegar Karl sakaði Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Sambandið löglegt og með samþykki beggja Stelpan umrædda, Cosma Tieber, skrifar athugasemd við færslu Karls Héðins þar sem hún segir ástarsambandið hafa verið löglegt, með samþykki beggja aðila og eitthvað sem hvorki hún né Karl sjá eftir. Þá þykir henni mjög miður að samband þeirra sé dregið inn í opinbera umræðu á hátt sem snúi því upp í eitthvað skammarlegt. Hún segir óheiðarlegt að brengla persónulega sögu til að skaða orðspor fólks. Hér fyrir neðan má sjá færslu Karls Héðins í heild sinni.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira