Innlent

Á­rekstur bíls og vespu á Hafnar­fjarðar­vegi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang og dælubíl.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang og dælubíl. Vísir/Vilhelm

Árekstur varð milli bíls og vespu á gatnamótum Dalshrauns og Hafnarfjarðarvegs um fimmleytið í dag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á spítala en ástand þeirra liggur ekki fyrir.

Að sögn Lárusar Steindórs Björnssonar, varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, barst slökkviliðinu tilkynningu um áreksturinn um tíu mínútur yfir fimm. 

Þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang auk dælubíls til að verja svæðið.

Frétt uppfærð 17:45: 

Tveir voru fluttir af vettvangi á sjúkrahús. Alvarleiki áverka þeirra liggur þó ekki fyrir að sögn varðstjóra. 

Slökkviliðið er enn á vettvangi að hreinsa upp eftir áreksturinn og umferð því hægari fyrir vikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×