Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2025 13:17 Sigurjón er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Anton Brink Formaður atvinnuveganefndar segist eiga von á því að þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra klárist í dag, og atkvæði verði greidd um málið. Hann vonar að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita aftur ákvæði sem takmarkar ræðutíma þingmanna. Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira