Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar 10. júlí 2025 17:33 Það er mikil ólga í heimsmálunum og pólitíkinni, bæði hér heima og erlendis. Við sjáum algera umpólun í samfélögum og skýr merki eru um að fólk sé orðið þreytt á umburðarlyndi. Margir upplifa að það umburðarlyndi sem vestræn samfélög hafa sýnt í garð ýmissa minnihlutahópa hafi verið misnotað og sé farið að snúast upp í andhverfu sína. Afstaða til flóttafólks, innflytjenda, samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa er orðin neikvæðari en nokkru sinni fyrr. Við höfum fjarlægst grunngildi okkar sem samfélag. Atriði eins og tenging við Kristna trú og uppbyggileg fjölskyldugildi hafa horfið úr okkar samfélagi í nafni umburðarlyndis, sem margir eru alls ekki sáttir við. Öll samfélög hafa ákveðin þolmörk og þegar á þau þolmörk reynir getur orðið afturhvarf í réttindabaráttu og gott dæmi um það er baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra. Undanfarin ár hefur sú barátta snúist meira um réttindabaráttu annarra samfélagshópa sem að mínu mati á ekkert skylt við kynhneigð, eins og blæti og BDSM sem snýr meira að kynlífi einstaklinga frekar en kynhneigð. Sums staðar virðast fjarlæg málefni hafa hengt vagn sinn aftan í þessa baráttu eins og t.d. málefni Palestínu. Ég tel að slíkt eigi ekkert erindi með réttindabaráttu samkynhneigðra og er í reynd algjörlega til þess fallið að auka á ranghugmyndir í samfélaginu um samkynhneigð. Þessi samþætting sem hefur átt sér stað í réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra hópa hefur leitt af sér bakslag í viðhorfi samfélagsins til sjálfsagðra réttinda. Aukinn þrýstingur um frelsi og viðurkenningu fyrir réttindum í síauknum mæli á sviðum sem hafa ekkert með kynhneigð að gera, hefur orðið til þess að fólki þykir nóg um. Hér hlýtur þetta að snúast um jafnvægi og að skilja að hver og einn einstaklingur á að geta gert það sem honum finnst rétt, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Við sem þekkjum réttindabaráttu verðum að átta okkur á að það er ekki endalaust hægt að ganga á grunngildi annarra án málamiðlana. Við sjáum þetta einnig í innflytjendamálum. Samfélög sem heimila óhindraðan aðgang innflytjenda og flóttamanna án kröfu um aðlögun að samfélaginu eru komin í öngstræti og þar hefur t.a.m. ofbeldi aukist. Jafnvægi er alltaf lykilinn í þessu. Hér á Íslandi er hlutfall innflytjenda miðað við höfðatölu með því hærra sem þekkist í Evrópu og það er mikið á litla þjóð lagt í þeim efnum. Er hér verið að vísa til mannúðar en það er til lítils ef stórum hluta þjóðarinnar finnst það vera gert á sinn kostnað. Slíkt ástand hjálpar engum og þá sérstaklega ekki þeim sem eru í leit að betra lífi. Það er ekki hægt að ætlast til að þjóðfélag eins og okkar sé tilbúið að fara í breytingar vegna þess að fámennir hópar kalli eftir því eða að það sé talið eðlilegt vegna stjórnmála- eða trúarskoðana þeirra. Hér þarf jafnvægi. Nýlegt dæmi er hvernig borginni er stjórnað af hópi stjórnmálamanna sem horfa til þess að við sem búum í samfélagi óblíðrar veðráttu og mikilla vegalengda eigum að tileinka okkur bíllausan lífsstíl. Ein birtingarmynd þess er sú að nýbyggingar eru annað hvort byggðar með engum bílastæðum eða það fáum að það er bara brotabrot af íbúum sem getur eignast bílastæði því þau eru fyrir vikið svo dýr. Allt þetta tal um þéttingu byggðar og borgalínu hefur í rauninni bara aukið kostnað þannig að í reynd eru það þau efnaminni sem lúta í lægri haldi í öllu bullinu. Hrokinn er svo mikill ofan á allt að þegar talað er fyrir málamiðlun í þessum efnum þá er borgurunum gefið langt nef og svarað með yfirlæti. Allt í nafni breytinga til hins betra. Á sama tíma eru stjórnvöld í öflugasta ríki heims, Bandaríkjunum, farin að draga úr kröfum um breytingar og sýna jafnvægi í umhverfishyggju. Lítil þjóð eins og Ísland má sín lítils þegar stærri þjóðir eru ekki á sama báti. Þá virðast stjórnvöld líka vera algjörlega úr takti við stóran hluta þjóðarinnar þegar kemur að áherslum í málaflokkum eins og heilbrigðismálum. Áherslur stjórnvalda í þeim geira eru óskiljanlegar. Útþensla í alls konar verkefni hingað og þangað eru þessari litlu þjóð ofviða og löngu kominn tími til að forgangsraðað verði raunverulega í þágu heilbrigðismála, menntamála og löggæslu. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef áhyggjur af því hvert við erum að stefna og hvernig ástandið er á mörgum sviðum þessa samfélags. Við verðum að huga að okkar eigin grunngildum og varðveislu þeirra. Við erum lítil þjóð með stórt hjarta en verðum að gæta þess að fara ekki fram úr okkur í mikilmennsku. Því miður virðast margir stjórnmálamenn ekki átta sig á þessu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mannréttindi Jafnréttismál Borgarstjórn Heilbrigðismál Hinsegin Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikil ólga í heimsmálunum og pólitíkinni, bæði hér heima og erlendis. Við sjáum algera umpólun í samfélögum og skýr merki eru um að fólk sé orðið þreytt á umburðarlyndi. Margir upplifa að það umburðarlyndi sem vestræn samfélög hafa sýnt í garð ýmissa minnihlutahópa hafi verið misnotað og sé farið að snúast upp í andhverfu sína. Afstaða til flóttafólks, innflytjenda, samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa er orðin neikvæðari en nokkru sinni fyrr. Við höfum fjarlægst grunngildi okkar sem samfélag. Atriði eins og tenging við Kristna trú og uppbyggileg fjölskyldugildi hafa horfið úr okkar samfélagi í nafni umburðarlyndis, sem margir eru alls ekki sáttir við. Öll samfélög hafa ákveðin þolmörk og þegar á þau þolmörk reynir getur orðið afturhvarf í réttindabaráttu og gott dæmi um það er baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra. Undanfarin ár hefur sú barátta snúist meira um réttindabaráttu annarra samfélagshópa sem að mínu mati á ekkert skylt við kynhneigð, eins og blæti og BDSM sem snýr meira að kynlífi einstaklinga frekar en kynhneigð. Sums staðar virðast fjarlæg málefni hafa hengt vagn sinn aftan í þessa baráttu eins og t.d. málefni Palestínu. Ég tel að slíkt eigi ekkert erindi með réttindabaráttu samkynhneigðra og er í reynd algjörlega til þess fallið að auka á ranghugmyndir í samfélaginu um samkynhneigð. Þessi samþætting sem hefur átt sér stað í réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra hópa hefur leitt af sér bakslag í viðhorfi samfélagsins til sjálfsagðra réttinda. Aukinn þrýstingur um frelsi og viðurkenningu fyrir réttindum í síauknum mæli á sviðum sem hafa ekkert með kynhneigð að gera, hefur orðið til þess að fólki þykir nóg um. Hér hlýtur þetta að snúast um jafnvægi og að skilja að hver og einn einstaklingur á að geta gert það sem honum finnst rétt, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Við sem þekkjum réttindabaráttu verðum að átta okkur á að það er ekki endalaust hægt að ganga á grunngildi annarra án málamiðlana. Við sjáum þetta einnig í innflytjendamálum. Samfélög sem heimila óhindraðan aðgang innflytjenda og flóttamanna án kröfu um aðlögun að samfélaginu eru komin í öngstræti og þar hefur t.a.m. ofbeldi aukist. Jafnvægi er alltaf lykilinn í þessu. Hér á Íslandi er hlutfall innflytjenda miðað við höfðatölu með því hærra sem þekkist í Evrópu og það er mikið á litla þjóð lagt í þeim efnum. Er hér verið að vísa til mannúðar en það er til lítils ef stórum hluta þjóðarinnar finnst það vera gert á sinn kostnað. Slíkt ástand hjálpar engum og þá sérstaklega ekki þeim sem eru í leit að betra lífi. Það er ekki hægt að ætlast til að þjóðfélag eins og okkar sé tilbúið að fara í breytingar vegna þess að fámennir hópar kalli eftir því eða að það sé talið eðlilegt vegna stjórnmála- eða trúarskoðana þeirra. Hér þarf jafnvægi. Nýlegt dæmi er hvernig borginni er stjórnað af hópi stjórnmálamanna sem horfa til þess að við sem búum í samfélagi óblíðrar veðráttu og mikilla vegalengda eigum að tileinka okkur bíllausan lífsstíl. Ein birtingarmynd þess er sú að nýbyggingar eru annað hvort byggðar með engum bílastæðum eða það fáum að það er bara brotabrot af íbúum sem getur eignast bílastæði því þau eru fyrir vikið svo dýr. Allt þetta tal um þéttingu byggðar og borgalínu hefur í rauninni bara aukið kostnað þannig að í reynd eru það þau efnaminni sem lúta í lægri haldi í öllu bullinu. Hrokinn er svo mikill ofan á allt að þegar talað er fyrir málamiðlun í þessum efnum þá er borgurunum gefið langt nef og svarað með yfirlæti. Allt í nafni breytinga til hins betra. Á sama tíma eru stjórnvöld í öflugasta ríki heims, Bandaríkjunum, farin að draga úr kröfum um breytingar og sýna jafnvægi í umhverfishyggju. Lítil þjóð eins og Ísland má sín lítils þegar stærri þjóðir eru ekki á sama báti. Þá virðast stjórnvöld líka vera algjörlega úr takti við stóran hluta þjóðarinnar þegar kemur að áherslum í málaflokkum eins og heilbrigðismálum. Áherslur stjórnvalda í þeim geira eru óskiljanlegar. Útþensla í alls konar verkefni hingað og þangað eru þessari litlu þjóð ofviða og löngu kominn tími til að forgangsraðað verði raunverulega í þágu heilbrigðismála, menntamála og löggæslu. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef áhyggjur af því hvert við erum að stefna og hvernig ástandið er á mörgum sviðum þessa samfélags. Við verðum að huga að okkar eigin grunngildum og varðveislu þeirra. Við erum lítil þjóð með stórt hjarta en verðum að gæta þess að fara ekki fram úr okkur í mikilmennsku. Því miður virðast margir stjórnmálamenn ekki átta sig á þessu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar