Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 10. júlí 2025 09:01 Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Alþingi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun