Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson skrifar 13. október 2016 12:31 Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar