Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 10. júlí 2025 09:01 Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Alþingi Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun