Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir. Í miðjum Covid faraldri samþykkti Alþingi lög sem fólu í sér tímabundinn skattaafslátt fyrir fyrirtæki vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Markmiðið var að halda efnahagslífinu gangandi á tímum mikillar óvissu. Jákvætt og verðugt markmið. En nú er komið á daginn að þessir viðspyrnustyrkir komu ekki eingöngu til lækkunar á tekjuskatti fyrirtækja, heldur einnig til lækkunar á veiðigjöldum stöndugustu útgerðarfélaga landsins. Það þarf ekki að vera að ætlunin hafi verið að lækka veiðigjöldin. Mögulega hafi stjórnvöldum hafi þótt nóg að lækka tekjuskattinn á útgerðina eins og önnur fyrirtæki í miðju Covid fári enda ekki fyrirséð að tekjur sjávarútvegsins myndu aukast í faraldrinum. Kannski kom málið raunverulega fyrst upp þegar verið var að fara með stækkunargleri yfir alla mögulega tekjupósta ríkisins til að bæta afspyrnu léleg fjárlög næsta árs. Þá hafi komið upp hugmyndin um að fresta lækkuninni. Takast á þann vanda síðar. Fá veiðigjöld upp á 9,5 milljarða í stað 7 milljarða í fjárlög 2023, og lækka svo á móti vænt veiðigjöld næstu 5 ár um hálfan milljarð hvert ár. Nú er Alþingi með boltann. Ber ábyrgðina á því að afgreiða á örfáum dögum sérstakt frumvarp til breytingar á veiðigjöldum svo hægt verði að fresta þeirri lækkun sem varð til sem aukaafurð mótvægisaðgerða stjórnvalda vegna Covid. Samþykki Alþingi breytinguna er ekki verið að hækka veiðigjöld, bara fresta lækkuninni til að bæta fjárlög næsta árs. Það er ekki lögmál að gjaldtaka fyrir afnot af þjóðarauðlindinni okkar byggi á mjög ógegnsæjum útreikningum og sé háð því hvernig vindar blása í pólitíkinni hverju sinni. Og það er ekki heldur lögmál að það séu stjórnvöld en ekki markaðurinn sem ráði því hvert verðmætið er. Viðreisn hefur frá stofnun sinni lagt mikla áherslu á breytta nálgun í sjávarútvegsmálum. Tímabinding veiðiheimilda er grundvöllur þess að tryggja eignarrétt almennings á sjávarauðlindinni og þess að hægt sé að fá eðlilegt og sanngjarnt verðmat á eigninni með markaðsleiðinni. Skýr tímabundinn afnotaréttur hámarkar þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna auk þess að endurspegla með ótvíræðum hætti eignarrétt þjóðarinnar. Af hverju eiga einhver önnur markmið að ráða hér för? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir. Í miðjum Covid faraldri samþykkti Alþingi lög sem fólu í sér tímabundinn skattaafslátt fyrir fyrirtæki vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Markmiðið var að halda efnahagslífinu gangandi á tímum mikillar óvissu. Jákvætt og verðugt markmið. En nú er komið á daginn að þessir viðspyrnustyrkir komu ekki eingöngu til lækkunar á tekjuskatti fyrirtækja, heldur einnig til lækkunar á veiðigjöldum stöndugustu útgerðarfélaga landsins. Það þarf ekki að vera að ætlunin hafi verið að lækka veiðigjöldin. Mögulega hafi stjórnvöldum hafi þótt nóg að lækka tekjuskattinn á útgerðina eins og önnur fyrirtæki í miðju Covid fári enda ekki fyrirséð að tekjur sjávarútvegsins myndu aukast í faraldrinum. Kannski kom málið raunverulega fyrst upp þegar verið var að fara með stækkunargleri yfir alla mögulega tekjupósta ríkisins til að bæta afspyrnu léleg fjárlög næsta árs. Þá hafi komið upp hugmyndin um að fresta lækkuninni. Takast á þann vanda síðar. Fá veiðigjöld upp á 9,5 milljarða í stað 7 milljarða í fjárlög 2023, og lækka svo á móti vænt veiðigjöld næstu 5 ár um hálfan milljarð hvert ár. Nú er Alþingi með boltann. Ber ábyrgðina á því að afgreiða á örfáum dögum sérstakt frumvarp til breytingar á veiðigjöldum svo hægt verði að fresta þeirri lækkun sem varð til sem aukaafurð mótvægisaðgerða stjórnvalda vegna Covid. Samþykki Alþingi breytinguna er ekki verið að hækka veiðigjöld, bara fresta lækkuninni til að bæta fjárlög næsta árs. Það er ekki lögmál að gjaldtaka fyrir afnot af þjóðarauðlindinni okkar byggi á mjög ógegnsæjum útreikningum og sé háð því hvernig vindar blása í pólitíkinni hverju sinni. Og það er ekki heldur lögmál að það séu stjórnvöld en ekki markaðurinn sem ráði því hvert verðmætið er. Viðreisn hefur frá stofnun sinni lagt mikla áherslu á breytta nálgun í sjávarútvegsmálum. Tímabinding veiðiheimilda er grundvöllur þess að tryggja eignarrétt almennings á sjávarauðlindinni og þess að hægt sé að fá eðlilegt og sanngjarnt verðmat á eigninni með markaðsleiðinni. Skýr tímabundinn afnotaréttur hámarkar þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna auk þess að endurspegla með ótvíræðum hætti eignarrétt þjóðarinnar. Af hverju eiga einhver önnur markmið að ráða hér för? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun