„Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 18:02 Viðræður um þinglok sigldu í strand um helgina. Vísir/Anton Brink Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. „Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
„Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira