Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar 4. júlí 2025 08:31 Þann 30. júní 2025 bárust slæmar fréttir frá Hafrannsóknastofnun varðandi verndun íslenskra laxastofna. Hér vísa ég til viðtals sem RÚV tók við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun, varðandi nýtt áhættumat; mat sem ætlað er að stemma stigu við erfðablöndun vegna eldis á norskum laxi í sjókvíum við Ísland. Kynning á uppfærslu áhættumats Hafrannsóknastofnunar sýnir að áhættumatið sem gefið verður út 2025 er meingallað líkt og fyrirrennarar þess. Forsendubrestir gamla áhættumatsins eru ennþá hluti af komandi uppfærðu áhættumati Hafrannsóknstofnunar. Það er grafalvarlegt mál, því að ágengni norskra eldislaxa í íslenskum ám og tilheyrandi erfðablöndun frá hrygningu þeirra er vel skráð vandamál - öllu heldur vel skráð náttúruspjöll. ÁFRAM skal áhættumat Hafrannsóknastofnunar illu heilli byggja á því að það sé í lagi að 4% hrygnandi laxa í íslenskum ám séu norskir sjókvíaeldislaxar - það sé íslenskum laxastofnum að meinalausu !?!? ÁFRAM skal áhættumat Hafrannsóknastofnunar illu heilli byggja á því að norski sjókvíaeldislaxinn sem hrygnir í íslenskum ám sé meðhöndlaður í áhættumatinu eins og að þar fari hver annar flökkulax úr íslenskri á !?!? Það er ÓÁSÆTTANLEGT að Hafrannsóknastofnun styðjist enn við gögn frá Noregi um villta flökkulaxa þegar ákvarðað er hvert sé hlutfall villtra íslenskra flökkulaxa almennt við hrygningu laxins í ám hérlendis. Það viðmið Hafrannsóknastofnunnar í áhættumatinu á að þjóna þeim tilgangi að sýna hve mikið af utanaðkomandi laxi geti tekið þátt í hrygningu með heimastofni laxa án þess að eiginleikar heimastofnsins skerðist. Norsku gögnin sem Hafrannsóknastofnun ákveður að styðjast við vísa til þess að hjá villtum laxi í Noregi sé það stofnum að meinalausu að flökkulax taki þátt í hrygningu sem nemur allt að 4% af fjölda hrygningarlaxa í tiltekinni á. Áhættumat Hafrannsóknastofnunar ákvarðar að hið sama gildi fyrir íslenska villta laxastofna. Þegar fyrir liggur þekktur munur á eiginleikum stofna eins og í tilfelli hlutfalla flökkulaxa í ám hérlendis og í Noregi, þá eiga vísindamenn að styðjast við gögn sem hafa meiri samsvörun við viðfangið, sem í þessu tilfelli eru gögn um íslenska laxastofna. Hafrannsóknastofnun væri því nær að notast við áreiðanlegustu gögnin sem við Íslendingar getum tekið mið af í þessu sambandi. Nefnilega þau viðamiklu gögn sem við eigum frá áratuga gagnasöfnun frá árlegum merkingum villtra laxaseiða í Elliðaánum sem sýna að öfugt við 4% hlutfall flökkulaxa í Noregi, þá er hlutfall flökkulaxa úr Elliðaánum langt innan við 1% . Í reynd er ekki til skráð tilvik um villtan lax úr Elliðaánum sem veiðst hefur í annarri á frá árinu 2011 þegar ég tók við vöktun Elliðaánna – og að því best er vitað hefur enginn slíkur flökkulax veiðst fyrir þann tíma. Hafrannsóknastofnun leggur þar að auki sjókvíaeldislaxa að jöfnu við villta íslenska flökkulaxa hvað varðar ágengni utanaðkomandi laxa í hrygningu laxins í íslenskum ám. Það er óboðlegt að Hafrannsóknastofnun sé að meðhöndla norskan sjókvíaeldislax í áhættumatinu eins og um hvern annan íslenskan flökkulax sé þar að ræða. Áhættumatið 2025 gerir ennþá ráð fyrir að allt að 4% hrygnandi laxa í íslenskum ám geti verið norskir eldislaxar sem strokið hafa úr sjókvíum hér við land – og að það sé íslenskum laxastofnum að meinalausu. Íslenskur lax er íslenskur og norskur lax er norskur, og erfðabreyttur norskur eldislax er síðan allt annar kapítuli. Það er engum vafa undirorpið að neikvæð áhrif erfðablöndunar frá hendi norskra erfðabreyttra eldislaxa úr sjókvíum á erfðasamsetningu íslenskra villtra laxa er af allt öðrum og verri skala heldur en erfðablöndun frá hendi hefðbundinna íslenskra flökkulaxa! ÁFRAM skal áhættumat Hafrannsóknastofnunar illu heilli byggja á því að megin upplýsingagjöf um fjölda sjókvíaeldislaxa sem sleppa úr kvíum sé frá hendi sjókvíaeldisaðilanna sjálfra !?!? Það er ÓÁSÆTTANLEGT að megin aðilinn sem veitir Hafrannsóknastofnun upplýsingar um fjölda sjókvíaeldislaxa sem sleppa úr kvíum við Ísland, séu sjálfir sjókvíaeldisaðilarnir, sem líkt og dæmin sýna hafa enga hagsmuni af því að segja satt og rétt frá sleppingum úr kvíum sínum. Áhættumatið byggir á ólíðandi ómarktækri tölfræði yfir fjölda stokulaxa – því í ljós hefur komið að sjókvíaeldisaðilar tilkynna aðeins hluta þeirra strokulaxa sem ganga í íslenskar ár. ÁFRAM skal áhættumat Hafrannsóknastofnunar illu heilli byggja á því að undanskilja áfram smáa íslenska laxastofna í áhættumatinu líkt og tilvist þeirra laxastofna skipti engu máli í náttúru okkar lands !?!? Það er ÓÁSÆTTANLEGT að Hafrannsóknastofnun grundvalli áhættumatið sem fyrr einungis á laxastofnum sem þeir velja eftir eigin smekk út frá stærð stofnanna og nytjaviðmiðum (veiði) – en með réttu þá ætti áhættumatið að ná yfir alla íslenska laxastofna. Hvergi á byggðu bóli líðst það að aðilar sem eiga lögum samkvæmt að varða sjálfbærni vistkerfa ákveði upp á eigin spýtur hvaða stofnar skuli lifa og hvaða stofnar skuli deyja. Smáir laxastofnar Íslands eru sem fyrr undanskildir í áhættumatinu 2025, og sá gjörningur felur í sér að smáir laxastofnar sem jafnframt eru oft þeir berskjölduðustu, munu ekki njóta verndar áhættumatsins. Hver laxastofn, stór eða smár, býr yfir eiginleikum sem hann hefur þróað í árþúsundir til að hámarka lífslíkur laxa stofnsins í heimaánni og á ætisslóðum í hafi. Hver einasti íslenski laxastofn sem útrýmt verður fyrir tilstilli sjókvíaeldisiðnaðarins er einum laxastofni of mikið. Ónýtt áhættumat flýtir margfalt þeirri feigðarför. Brýnt er að Íslendingar missi aldrei sjónar á því að sjókvíaeldi á laxi í netkvíum við Ísland er iðnaður sem veldur náttúruspjöllum af versta tagi. Mengun sú er margþætt allt frá lífríkisspjöllum fjarðanna, til erfðamengunar á villta íslenska laxinum í ám um allt land. Að ótaldri menguninni og sóuninni sem fylgir því að veiða, vinna og flytja uppsjávarfisk sem notaður er í eldisfóður í stað þess að nýta hann beint til manneldis – og svo mætti lengi áfram telja. Eins og gengur með mengandi iðnað þá er almenningi talin trú um að fjárhagsleg velmegun fylgi með í kaupunum fyrir byggðirnar sem í hlut eiga. Staðreyndirnar segja þó aðra sögu því helsta eftirtekjan er eyðilegging, líkt og eyðileggingarslóð sjókvíaeldisiðnaðarins erlendis vitnar um sem og upphaf þeirrar eyðileggingarvegferðar hér heima. Hafrannsóknastofnun er ráðgjafastofnun yfirvalda þessa lands varðandi sjókvíaeldi og áhrif þess á íslenska laxastofna og aðra þætti lífríkis ferskvatns og sjávar. Hafrannsóknastofnun sér um að gera áhættumat fyrir sjókvíaeldi á laxi sem ætlað er að takmarka þá erfðamengun sem fylgir þeim iðnaði. Það er í reynd einsdæmi í Íslandssögunni að stjórnvöld hafi samþykkt starfsemi sem veldur erfðamengun hjá villtum íslenskum dýrum, og það sem meira er í þessu tilfelli, erfðamengun um allt land. Það sem gerir þetta enn meira sláandi er að téð áhættumat er alvarlega gallað; sjálft verkfærið sem notað var til að afsaka það að ráðast í stóraukið sjókvíaeldi á norskum laxi hér við land, því matið átti að tryggja að erfðamengun yrði óveruleg. Komandi áhættumat ársins 2025 vitnar um að Hafrannsóknastofnun taki hagsmuni sjókvíaeldisiðnaðarins fram yfir hagsmuni lífríkisins; lífríkis sem stofnuninni er þó lögum samkvæmt ætlað að vernda með réttmætri ráðgjöf sem tryggð er með fjárframlögum skattgreiðenda. Hér sannast hið fornkveðna að það er engum hollt að sitja beggja vegna borðsins; því Hafrannsóknastofnun er annars vegar með rannsóknir og ráðgjöf fyrir sjókvíaeldið og hins vegar með rannsóknir og ráðgjöf varðandi vistkerfin sem verða fyrir barðinu á sjókvíaeldinu. Í einfölduðu máli þá hefur Hafrannsóknastofnun með höndum verkefni þar sem gríðarlegir innbyrðis hagmunaárekstrar koma við sögu og líkt og áhættumat Hafrannsóknarstofnunar sýnir þá er ekki sjálfgefið að náttúran njóti vafans. Það er gífurlega mikilvægt að auka varnirnar fyrir íslensku laxastofnana í hinu uppfærða áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í áðurnefndu viðtali við RÚV að skaðanum af völdum sjókvíaeldisins verði mætt með mótvægisaðgerðum. En við blasir að þess í stað ætti áhættumatið að tryggja að ágengni sjókvíaeldislaxa í íslenskum ám og tilheyrandi erfðamengun sé ekki í því mæli að skaði hljótist af – nokkuð sem hefur verið yfirlýstur tilgangur matsins. Hvað viðkemur mótvægisaðgerðunum sem Guðni Guðbergsson nefnir að Hafrannsóknastofnun vilji að beitt verði hérlendis til að draga úr erfðamengun hjá laxastofnum þá er við hæfi að nefna reynslu Norðmanna af slíkum mótvægisaðgerðum. Norðmenn eru manna bestir í notkun mótvægisaðgerða til að lágmarka skaða sjókvíaeldis og þekkt dæmi um það er færni þeirra við að fjarlægja sjókvíaeldislaxa úr ám. Þrátt fyrir auknar mótvægisaðgerðir Norðmanna ár frá ári þá hefur hagur laxastofna þar við land versnað með hverju árinu vegna sjókvíaeldis þeirra – svo mjög að ástand villtra laxastofna í Noregi er nú það versta í sögunni. Líkt í Noregi þá hagar svo til í íslenskum ám að ómögulegt er að fjarlægja alla sjókvíaeldislaxa í því skyni að lágmarka erfðamengun og í sumum íslenskum vatnakerfum þá er það gersamlega ógerlegt. Í þessu sambandi er einnig vert að nefna að það er ekki sjálfsagt að íslenskir bændur og aðrir áreigendur þurfi að þrífa upp skítinn eftir sjókvíaeldið í ám sínum með mótvægisaðgerðum. Í umræddu viðtali RÚV við Guðna Guðbergsson þá kom ennfremur fram að Hafrannsóknastofnun stóli á að skaðlegar sleppingar á norskum laxi hérlendis endurtaki sig ekki – nokkuð sem í ljósi fyrri reynslu verður að teljast óviturlegt af vísindamanni að láta út úr sér; aðila sem á að taka mið af fyrirliggjandi gögnum til að tryggja hag íslenskra laxastofna í stað þess að vísa til væntinga sinna – væntinga sem innlend og erlend dæmi sýna að eru algjörlega óraunhæfar. Sýnu verra er að heyra slíkan málflutning á árinu 2025 með hliðsjón af þeim íslensku laxastofnum sem nú þegar eru illa laskaðir vegna eyðileggingar sjókvíaeldisins. Það fer ekki saman að veita afslátt af vísindalegum nálgunum til að draga úr manngerðri eyðileggingu á íslenskum villtum laxastofnum vegna erfðamengandi sjókvíaeldis, líkt og gert er í áhættumatinu, á tímum þegar laxinn er að berjast fyrir tilveru sinni á veraldarvísu vegna loftslagsbreytinga og sjókvíaeldis. Hvar er djörfungin hjá íslenska vísindasamfélaginu? Mér líður eins og stakstæðum vísindamanni í niðurdrepandi vísindaskáldsögu. Í áraraðir hef ég reynt að vernda lífveru sem stendur okkur Íslendingum svo nærri; laxinn sem ég hef rannsakað í áratugi. Það er þyngra en tárum taki að vera í þeirri stöðu enn í dag að þurfa að gagnrýna áhættumat sem ætti hreinlega ekki að vera til. Einfaldlega vegna þess að sjókvíaeldi á norskum laxi ætti ekki að vera stundað við Ísland. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þann 30. júní 2025 bárust slæmar fréttir frá Hafrannsóknastofnun varðandi verndun íslenskra laxastofna. Hér vísa ég til viðtals sem RÚV tók við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun, varðandi nýtt áhættumat; mat sem ætlað er að stemma stigu við erfðablöndun vegna eldis á norskum laxi í sjókvíum við Ísland. Kynning á uppfærslu áhættumats Hafrannsóknastofnunar sýnir að áhættumatið sem gefið verður út 2025 er meingallað líkt og fyrirrennarar þess. Forsendubrestir gamla áhættumatsins eru ennþá hluti af komandi uppfærðu áhættumati Hafrannsóknstofnunar. Það er grafalvarlegt mál, því að ágengni norskra eldislaxa í íslenskum ám og tilheyrandi erfðablöndun frá hrygningu þeirra er vel skráð vandamál - öllu heldur vel skráð náttúruspjöll. ÁFRAM skal áhættumat Hafrannsóknastofnunar illu heilli byggja á því að það sé í lagi að 4% hrygnandi laxa í íslenskum ám séu norskir sjókvíaeldislaxar - það sé íslenskum laxastofnum að meinalausu !?!? ÁFRAM skal áhættumat Hafrannsóknastofnunar illu heilli byggja á því að norski sjókvíaeldislaxinn sem hrygnir í íslenskum ám sé meðhöndlaður í áhættumatinu eins og að þar fari hver annar flökkulax úr íslenskri á !?!? Það er ÓÁSÆTTANLEGT að Hafrannsóknastofnun styðjist enn við gögn frá Noregi um villta flökkulaxa þegar ákvarðað er hvert sé hlutfall villtra íslenskra flökkulaxa almennt við hrygningu laxins í ám hérlendis. Það viðmið Hafrannsóknastofnunnar í áhættumatinu á að þjóna þeim tilgangi að sýna hve mikið af utanaðkomandi laxi geti tekið þátt í hrygningu með heimastofni laxa án þess að eiginleikar heimastofnsins skerðist. Norsku gögnin sem Hafrannsóknastofnun ákveður að styðjast við vísa til þess að hjá villtum laxi í Noregi sé það stofnum að meinalausu að flökkulax taki þátt í hrygningu sem nemur allt að 4% af fjölda hrygningarlaxa í tiltekinni á. Áhættumat Hafrannsóknastofnunar ákvarðar að hið sama gildi fyrir íslenska villta laxastofna. Þegar fyrir liggur þekktur munur á eiginleikum stofna eins og í tilfelli hlutfalla flökkulaxa í ám hérlendis og í Noregi, þá eiga vísindamenn að styðjast við gögn sem hafa meiri samsvörun við viðfangið, sem í þessu tilfelli eru gögn um íslenska laxastofna. Hafrannsóknastofnun væri því nær að notast við áreiðanlegustu gögnin sem við Íslendingar getum tekið mið af í þessu sambandi. Nefnilega þau viðamiklu gögn sem við eigum frá áratuga gagnasöfnun frá árlegum merkingum villtra laxaseiða í Elliðaánum sem sýna að öfugt við 4% hlutfall flökkulaxa í Noregi, þá er hlutfall flökkulaxa úr Elliðaánum langt innan við 1% . Í reynd er ekki til skráð tilvik um villtan lax úr Elliðaánum sem veiðst hefur í annarri á frá árinu 2011 þegar ég tók við vöktun Elliðaánna – og að því best er vitað hefur enginn slíkur flökkulax veiðst fyrir þann tíma. Hafrannsóknastofnun leggur þar að auki sjókvíaeldislaxa að jöfnu við villta íslenska flökkulaxa hvað varðar ágengni utanaðkomandi laxa í hrygningu laxins í íslenskum ám. Það er óboðlegt að Hafrannsóknastofnun sé að meðhöndla norskan sjókvíaeldislax í áhættumatinu eins og um hvern annan íslenskan flökkulax sé þar að ræða. Áhættumatið 2025 gerir ennþá ráð fyrir að allt að 4% hrygnandi laxa í íslenskum ám geti verið norskir eldislaxar sem strokið hafa úr sjókvíum hér við land – og að það sé íslenskum laxastofnum að meinalausu. Íslenskur lax er íslenskur og norskur lax er norskur, og erfðabreyttur norskur eldislax er síðan allt annar kapítuli. Það er engum vafa undirorpið að neikvæð áhrif erfðablöndunar frá hendi norskra erfðabreyttra eldislaxa úr sjókvíum á erfðasamsetningu íslenskra villtra laxa er af allt öðrum og verri skala heldur en erfðablöndun frá hendi hefðbundinna íslenskra flökkulaxa! ÁFRAM skal áhættumat Hafrannsóknastofnunar illu heilli byggja á því að megin upplýsingagjöf um fjölda sjókvíaeldislaxa sem sleppa úr kvíum sé frá hendi sjókvíaeldisaðilanna sjálfra !?!? Það er ÓÁSÆTTANLEGT að megin aðilinn sem veitir Hafrannsóknastofnun upplýsingar um fjölda sjókvíaeldislaxa sem sleppa úr kvíum við Ísland, séu sjálfir sjókvíaeldisaðilarnir, sem líkt og dæmin sýna hafa enga hagsmuni af því að segja satt og rétt frá sleppingum úr kvíum sínum. Áhættumatið byggir á ólíðandi ómarktækri tölfræði yfir fjölda stokulaxa – því í ljós hefur komið að sjókvíaeldisaðilar tilkynna aðeins hluta þeirra strokulaxa sem ganga í íslenskar ár. ÁFRAM skal áhættumat Hafrannsóknastofnunar illu heilli byggja á því að undanskilja áfram smáa íslenska laxastofna í áhættumatinu líkt og tilvist þeirra laxastofna skipti engu máli í náttúru okkar lands !?!? Það er ÓÁSÆTTANLEGT að Hafrannsóknastofnun grundvalli áhættumatið sem fyrr einungis á laxastofnum sem þeir velja eftir eigin smekk út frá stærð stofnanna og nytjaviðmiðum (veiði) – en með réttu þá ætti áhættumatið að ná yfir alla íslenska laxastofna. Hvergi á byggðu bóli líðst það að aðilar sem eiga lögum samkvæmt að varða sjálfbærni vistkerfa ákveði upp á eigin spýtur hvaða stofnar skuli lifa og hvaða stofnar skuli deyja. Smáir laxastofnar Íslands eru sem fyrr undanskildir í áhættumatinu 2025, og sá gjörningur felur í sér að smáir laxastofnar sem jafnframt eru oft þeir berskjölduðustu, munu ekki njóta verndar áhættumatsins. Hver laxastofn, stór eða smár, býr yfir eiginleikum sem hann hefur þróað í árþúsundir til að hámarka lífslíkur laxa stofnsins í heimaánni og á ætisslóðum í hafi. Hver einasti íslenski laxastofn sem útrýmt verður fyrir tilstilli sjókvíaeldisiðnaðarins er einum laxastofni of mikið. Ónýtt áhættumat flýtir margfalt þeirri feigðarför. Brýnt er að Íslendingar missi aldrei sjónar á því að sjókvíaeldi á laxi í netkvíum við Ísland er iðnaður sem veldur náttúruspjöllum af versta tagi. Mengun sú er margþætt allt frá lífríkisspjöllum fjarðanna, til erfðamengunar á villta íslenska laxinum í ám um allt land. Að ótaldri menguninni og sóuninni sem fylgir því að veiða, vinna og flytja uppsjávarfisk sem notaður er í eldisfóður í stað þess að nýta hann beint til manneldis – og svo mætti lengi áfram telja. Eins og gengur með mengandi iðnað þá er almenningi talin trú um að fjárhagsleg velmegun fylgi með í kaupunum fyrir byggðirnar sem í hlut eiga. Staðreyndirnar segja þó aðra sögu því helsta eftirtekjan er eyðilegging, líkt og eyðileggingarslóð sjókvíaeldisiðnaðarins erlendis vitnar um sem og upphaf þeirrar eyðileggingarvegferðar hér heima. Hafrannsóknastofnun er ráðgjafastofnun yfirvalda þessa lands varðandi sjókvíaeldi og áhrif þess á íslenska laxastofna og aðra þætti lífríkis ferskvatns og sjávar. Hafrannsóknastofnun sér um að gera áhættumat fyrir sjókvíaeldi á laxi sem ætlað er að takmarka þá erfðamengun sem fylgir þeim iðnaði. Það er í reynd einsdæmi í Íslandssögunni að stjórnvöld hafi samþykkt starfsemi sem veldur erfðamengun hjá villtum íslenskum dýrum, og það sem meira er í þessu tilfelli, erfðamengun um allt land. Það sem gerir þetta enn meira sláandi er að téð áhættumat er alvarlega gallað; sjálft verkfærið sem notað var til að afsaka það að ráðast í stóraukið sjókvíaeldi á norskum laxi hér við land, því matið átti að tryggja að erfðamengun yrði óveruleg. Komandi áhættumat ársins 2025 vitnar um að Hafrannsóknastofnun taki hagsmuni sjókvíaeldisiðnaðarins fram yfir hagsmuni lífríkisins; lífríkis sem stofnuninni er þó lögum samkvæmt ætlað að vernda með réttmætri ráðgjöf sem tryggð er með fjárframlögum skattgreiðenda. Hér sannast hið fornkveðna að það er engum hollt að sitja beggja vegna borðsins; því Hafrannsóknastofnun er annars vegar með rannsóknir og ráðgjöf fyrir sjókvíaeldið og hins vegar með rannsóknir og ráðgjöf varðandi vistkerfin sem verða fyrir barðinu á sjókvíaeldinu. Í einfölduðu máli þá hefur Hafrannsóknastofnun með höndum verkefni þar sem gríðarlegir innbyrðis hagmunaárekstrar koma við sögu og líkt og áhættumat Hafrannsóknarstofnunar sýnir þá er ekki sjálfgefið að náttúran njóti vafans. Það er gífurlega mikilvægt að auka varnirnar fyrir íslensku laxastofnana í hinu uppfærða áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í áðurnefndu viðtali við RÚV að skaðanum af völdum sjókvíaeldisins verði mætt með mótvægisaðgerðum. En við blasir að þess í stað ætti áhættumatið að tryggja að ágengni sjókvíaeldislaxa í íslenskum ám og tilheyrandi erfðamengun sé ekki í því mæli að skaði hljótist af – nokkuð sem hefur verið yfirlýstur tilgangur matsins. Hvað viðkemur mótvægisaðgerðunum sem Guðni Guðbergsson nefnir að Hafrannsóknastofnun vilji að beitt verði hérlendis til að draga úr erfðamengun hjá laxastofnum þá er við hæfi að nefna reynslu Norðmanna af slíkum mótvægisaðgerðum. Norðmenn eru manna bestir í notkun mótvægisaðgerða til að lágmarka skaða sjókvíaeldis og þekkt dæmi um það er færni þeirra við að fjarlægja sjókvíaeldislaxa úr ám. Þrátt fyrir auknar mótvægisaðgerðir Norðmanna ár frá ári þá hefur hagur laxastofna þar við land versnað með hverju árinu vegna sjókvíaeldis þeirra – svo mjög að ástand villtra laxastofna í Noregi er nú það versta í sögunni. Líkt í Noregi þá hagar svo til í íslenskum ám að ómögulegt er að fjarlægja alla sjókvíaeldislaxa í því skyni að lágmarka erfðamengun og í sumum íslenskum vatnakerfum þá er það gersamlega ógerlegt. Í þessu sambandi er einnig vert að nefna að það er ekki sjálfsagt að íslenskir bændur og aðrir áreigendur þurfi að þrífa upp skítinn eftir sjókvíaeldið í ám sínum með mótvægisaðgerðum. Í umræddu viðtali RÚV við Guðna Guðbergsson þá kom ennfremur fram að Hafrannsóknastofnun stóli á að skaðlegar sleppingar á norskum laxi hérlendis endurtaki sig ekki – nokkuð sem í ljósi fyrri reynslu verður að teljast óviturlegt af vísindamanni að láta út úr sér; aðila sem á að taka mið af fyrirliggjandi gögnum til að tryggja hag íslenskra laxastofna í stað þess að vísa til væntinga sinna – væntinga sem innlend og erlend dæmi sýna að eru algjörlega óraunhæfar. Sýnu verra er að heyra slíkan málflutning á árinu 2025 með hliðsjón af þeim íslensku laxastofnum sem nú þegar eru illa laskaðir vegna eyðileggingar sjókvíaeldisins. Það fer ekki saman að veita afslátt af vísindalegum nálgunum til að draga úr manngerðri eyðileggingu á íslenskum villtum laxastofnum vegna erfðamengandi sjókvíaeldis, líkt og gert er í áhættumatinu, á tímum þegar laxinn er að berjast fyrir tilveru sinni á veraldarvísu vegna loftslagsbreytinga og sjókvíaeldis. Hvar er djörfungin hjá íslenska vísindasamfélaginu? Mér líður eins og stakstæðum vísindamanni í niðurdrepandi vísindaskáldsögu. Í áraraðir hef ég reynt að vernda lífveru sem stendur okkur Íslendingum svo nærri; laxinn sem ég hef rannsakað í áratugi. Það er þyngra en tárum taki að vera í þeirri stöðu enn í dag að þurfa að gagnrýna áhættumat sem ætti hreinlega ekki að vera til. Einfaldlega vegna þess að sjókvíaeldi á norskum laxi ætti ekki að vera stundað við Ísland. Höfundur er líffræðingur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun