Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir, Halldóra Víðisdóttir og Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifa 10. október 2025 12:46 Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert.Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu. Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Hún felst ekki aðeins í því að vera laus við geðsjúkdóm, heldur í því að líða vel, vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju, hvort sem við glímum við geðsjúkdóm eða ekki. Geðheilsa mótar hvernig við ráðum við streitu og áskoranir, myndum tengsl við aðra og tökum heilsusamlegar ákvarðanir. Það er engin heilsa án geðheilsu. Geðheilsa í mannúðarkrísum Þema dagsins í ár er geðheilsa í mannúðarkrísum og minnir okkur á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu þeirra sem lifa við erfiðar aðstæður. Þegar samfélög verða fyrir náttúruhamförum, stríði eða átökum fer líf fólks á hvolf. Heimili glatast, fjölskyldur skiljast að og öryggi hverfur. Á síðustu árum hefur fjöldi fólks leitað hingað til lands á flótta frá hamförum vegna stríða og óöryggis í eigin landi og náttúruhamfarir hafa dunið á okkur hér heima með endurteknum eldgosum. Í slíkum aðstæðum verður geðheilsa fólks brothætt. Margir upplifa óöryggi, hræðslu, doða eða kvíða. Börn, aldraðir, einstaklingar með geðsjúkdóma og jaðarsettir hópar eru viðkvæmastir. Þess vegna þarf hjálparviðbragð ekki aðeins að snúast um mat, vatn og lyf, heldur einnig um geðheilsu og sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur bjargað mannslífum, styrkt fólk til að takast á við áföll og skapað grundvöll fyrir bata og endurreisn samfélaga. Á Landspítala háskólasjúkrahúsi er rekin geðþjónusta í 3. línu heilbrigðisþjónustu. Það þýðir að þar er sérhæfð þjónusta fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér aðra geðheilbrigðisþjónustu, eru með bráð veikindi eða langvarandi veikindi sem þurfa sérhæfða þjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og skiptist í göngudeildarþjónustu, dagdeildir og legudeildir. Á síðustu árum hefur einstaklingum með alvarlega áfallastreitu fjölgað í okkar þjónustu og þjónustan við þann hóp hefur aukist með auknu fjármagni til að sinna einstaklingum með áfallastreitu sérstaklega. Það hefur gert okkur kleift að fjölga sérhæfðu fagfólki og stytta biðlista. Framfarir og áskoranir Nú ríkir aukin bjartsýni í málaflokknum og í geðþjónustu Landspítala. Við erum skrefi nær því að fá nýtt og nútímalegt húsnæði fyrir geðþjónustu Landspítala sem bætir alla umgjörð, þjónustu og aðstöðu fyrir geðheilbrigðisþjónustu til muna. Framkvæmdir á úreltu húsnæði öryggisgeðdeildar lýkur innan skamms sem bætir þjónustu við þann viðkvæma hóp og innan árs mun legurýmum í réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítala fjölga. Jafningjastarf hefur á síðustu árum verið í mikilli sókn innan spítalans. Jafningjar eru starfsfólk með eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu sem styðja við notendur og bæta þjónustuna. Markmiðið er að jafningi verði starfandi á öllum einingum geðþjónustunnar og er það vel á veg komið. Í byrjun árs var stofnað sérhæft teymi sem sinnir sem öldruðum einstaklingum sem glíma við geðraskanir og mun það bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða en hingað til höfum við ekki haft slíkt teymi. Á síðustu árum hefur þverfagleg teymisvinna aukist mikið í allri meðferð geðþjónustu Landspítala og samvinna fagstétta hefur þannig aukist. Sálfræðingum og félagsráðgjöfum hefur fjölgað og við höfum aukið áherslu á stuðning við aðstandendur og fjölskyldur og getað boðið upp á nýjar meðferðir eins og hugræna meðferð við röddum. Innihald meðferðar þarf að vera í stöðugri endurskoðun, það þarf að fylgjast með nýjungum og innleiða gagnreyndar meðferðir. Það er hlutverk fagfólks þjónustunnar að fylgjast með nýjungum í meðferð og eftirfylgd og tryggja að notendur fái bestu mögulega þjónustu hverju sinni. Mikilvægt er að rödd notenda sé sterk í stefnumótun og umræðu um nýjungar í meðferð. Á Landspítala viljum við byggja upp þjónustu sem er aðgengileg, mannleg og sveigjanleg og byggir á trausti, bata og von. Höfundar: Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu LandspítalaHalldóra Víðisdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu LandspítalaJúlíana Guðrún Þórðardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðþjónustu Landspítala
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun