Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar 10. október 2025 10:30 Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun