Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson og Lilja S. Jónsdóttir skrifa 11. október 2025 14:01 Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun