Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar 10. október 2025 13:02 Meirihluti (59%) drengja á framhaldsskólaaldri hefur séð auglýsingar um fjárhættuspil (s.s. póker, spilavíti, veðmál eða bingó) á neti eða samfélagsmiðlum. Helmingi lægra hlutfall stúlkna á sama aldri hefur séð slíkar auglýsingar. Þetta kemur fram í rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands sem nefnist Börn og netmiðlar. Í 4.-7. bekk grunnskóla hafa 27% drengja og 12% stúlkna séð auglýsingar um fjárhættuspil. Í 8.-10. bekk er hlutfallið 35% drengja og 20% stúlkna. Viðskiptaboð (auglýsingar) fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi eru óheimil samkvæmt 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Eftirlit með þessum viðskiptaboðum er í höndum Fjölmiðlanefndar en það eftirlit er bundið við fjölmiðla og nær því ekki til samfélagsmiðla. Eftirlit á þeim vettvangi er í höndum lögreglu á grundvelli laga um happdrætti nr. 38/2005. Engin tilviljun að starfsemin sé markaðssett til drengja Af hverju eru strákar líklegri til þess að sjá auglýsingar um fjárhættuspil á netinu? Á samfélagsmiðlum eru það sjaldnast tilviljanir sem ráða för. Er það vegna þess að slíkar auglýsingar tengjast frekar áhugamálum drengja eða eru þeir áhættusæknari og líklegri til þess að eyða fjárhæðum í slíka starfsemi? Á aðeins tveggja ára tímabili frá 2021 til 2023 tvöfaldaðist hlutfall drengja á framhaldsskólaaldri sem hefur séð auglýsingar um fjárhættuspil á neti/samfélagsmiðlum. Á sama tímabili hefur hlutfall drengja sem eyðir peningum í fjárhættuspil rokið upp, frá 3% 2021 í 21% árið 2023. Hlutfall stúlkna sem eyðir peningum í fjárhættuspil fór á sama tíma úr 2% í 1%. Breytt landslag veðmálaauglýsinga Auglýsingar um fjárhættuspil (s.s. póker, spilavíti, veðmál eða bingó) eru ekki nýjar af nálinni. Dreifingarleiðirnar með tilkomu samfélagsmiðla og möguleikarnir til þess að gera þær gagnvirkar í gegnum leiki hafa þó breytt myndinni töluvert síðustu ár. Í sakleysi mínu sit ég að spila leiki á spjaldtölvu þegar að upp skjótast auglýsingar sem birtast mér sem litlir leikir þar sem ég æfi mig að leggja undir fjárhæðir í þeirri von um að vinna tilbúna leikjapeninga. Allt í einu fæ ég síðan gefins inneign til þess að prófa að leggja undir alvöru peninga. Það er samt allt í lagi, þetta eru ekki mínir peningar heldur bara gjöf sem ég fékk… Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga um happdrætti nr. 38/2005 varðar það sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögunum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis. Jafn algengt og áfengiskaup meðal framhaldsskóladrengja Meðal drengja á framhaldsskólaaldri er sama hlutfall sem hefur eytt peningum í áfengi (21%) og fjárhættuspil (21%). Er þetta farið að snúast um að tilheyra? Þegar að sífellt fleiri vinir mínir detta á veðmálavagninn, stuðlar virðast órjúfanlegur hluti af íþróttaumfjöllun og fyrirmyndirnar mínar skreyta sig með merkjum veðmálafyrirtækja eins og um tískufatnað sé að ræða. Hvar kaupi ég svona peysu og derhúfu? Tæknirisunum ber að fylgja lögum í hverju landi Tæknifyrirtækjunum á borð við Google (YouTube) og Meta (Facebook og Instagram) ber að fylgja landslögum í hverju ríki við birtingu auglýsinga á sínum miðlum. Það ætti að gilda um auglýsingar á veðmálastarfsemi. Þrátt fyrir að Google hafi viðurkennt landslög á Íslandi um þetta efni þá eru auglýsingar á veðmálastarfsemi að birtast á Google Ads og YouTube hér á landi. Eins og staðan er í dag er erfitt að eiga við slíkar auglýsingar þar sem Ísland stendur utan reglugerðar Evrópusambandsins um stafrænar þjónustur (Digital Services Act eða DSA). Erfiður slagur fyrir Ísland utan DSA Unnið er að upptöku DSA-reglugerðarinnar í EES-samninginn á vettvangi EFTA. Þegar til þess kemur að reglugerðin verður innleidd hér á landi verður mikilvægur hluti af verkefnum innlendra eftirlitsaðila að fylgja eftir formlegum kvörtunum notenda vegna brota tæknirisa á reglum DSA og tryggja að slík brot komi til skoðunar hjá framkvæmdastjórn ESB. Meðan reglugerðin hefur ekki verið innleidd er það í höndum okkar notenda að standa saman sem samfélag og tilkynna ólöglegar auglýsingar um veðmálastarfsemi, áfengi og nikótínvörur í þágu verndar barna. Því er mikilvægt að við þekkjum úrræðin og tryggjum fræðslu og forvarnir á þessu sviði. Auk viðskiptaboða fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi þá eru einnig óheimil viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvörur (nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur) og áfengi, samkvæmt 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Hvað getum við þá gert? Google býður upp á nokkrar leiðir fyrir notendur til að tilkynna auglýsingar sem brjóta gegn stefnu og skilmálum Google. Í fyrsta er hægt að tilkynnaólöglegar auglýsingar með því að smella á merki á auglýsingunni sjálfri: AdChoices og í kjölfarið fylla út viðeigandi valmöguleika. Einnig er hægt að tilkynna auglýsingar sem brjóta í bága við stefnu Google í gegnum eftirfarandi tengil: Report an ad/listing - Ads Help. Í slíku tilviki þarf að fylgja með slóð á auglýsinguna svo að Google geti borið kennsl á hana. Enn fremur er hægt að tilkynna ólöglegt efni á miðlum Google í gegnum eftirfarandi tengil: Report Content On Google - Legal Help. Í slíku tilviki þurfa að fylgja með nákvæmar upplýsingar um auglýsinguna og þau lög sem hið meinta brot varðar. Þá er hægt að tilkynna ólöglegar auglýsingar á YouTube með því að smella á eftirfarandi tengil: Ads on videos you watch - YouTube Help (sjá upplýsingar neðst á síðunni). Stöndum saman um vernd barna og tilkynnum skaðlegt efni Um veðmálastarfsemi ríkja skiptar skoðanir í samfélaginu en efni þessarar greinar er ætlað að varpa fram þeirri spurningu hvort við getum ekki verið sammála um að markaðssetning á veðmálum á ekki heima meðal barna undir 18 ára aldri. Sú staða að drengir séu sérstaklega útsettir fyrir auglýsingum um veðmálastarfsemi og séu mikið líklegri til að eyða peningum í slíka starfsemi er óviðunandi. Einstaklingur er barn til 18 ára aldurs og á rétt á aukinni vernd gegn efni sem telst vera skaðlegt. Saman getum við skapað börnum öruggara umhverfi á netinu. Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Meirihluti (59%) drengja á framhaldsskólaaldri hefur séð auglýsingar um fjárhættuspil (s.s. póker, spilavíti, veðmál eða bingó) á neti eða samfélagsmiðlum. Helmingi lægra hlutfall stúlkna á sama aldri hefur séð slíkar auglýsingar. Þetta kemur fram í rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands sem nefnist Börn og netmiðlar. Í 4.-7. bekk grunnskóla hafa 27% drengja og 12% stúlkna séð auglýsingar um fjárhættuspil. Í 8.-10. bekk er hlutfallið 35% drengja og 20% stúlkna. Viðskiptaboð (auglýsingar) fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi eru óheimil samkvæmt 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Eftirlit með þessum viðskiptaboðum er í höndum Fjölmiðlanefndar en það eftirlit er bundið við fjölmiðla og nær því ekki til samfélagsmiðla. Eftirlit á þeim vettvangi er í höndum lögreglu á grundvelli laga um happdrætti nr. 38/2005. Engin tilviljun að starfsemin sé markaðssett til drengja Af hverju eru strákar líklegri til þess að sjá auglýsingar um fjárhættuspil á netinu? Á samfélagsmiðlum eru það sjaldnast tilviljanir sem ráða för. Er það vegna þess að slíkar auglýsingar tengjast frekar áhugamálum drengja eða eru þeir áhættusæknari og líklegri til þess að eyða fjárhæðum í slíka starfsemi? Á aðeins tveggja ára tímabili frá 2021 til 2023 tvöfaldaðist hlutfall drengja á framhaldsskólaaldri sem hefur séð auglýsingar um fjárhættuspil á neti/samfélagsmiðlum. Á sama tímabili hefur hlutfall drengja sem eyðir peningum í fjárhættuspil rokið upp, frá 3% 2021 í 21% árið 2023. Hlutfall stúlkna sem eyðir peningum í fjárhættuspil fór á sama tíma úr 2% í 1%. Breytt landslag veðmálaauglýsinga Auglýsingar um fjárhættuspil (s.s. póker, spilavíti, veðmál eða bingó) eru ekki nýjar af nálinni. Dreifingarleiðirnar með tilkomu samfélagsmiðla og möguleikarnir til þess að gera þær gagnvirkar í gegnum leiki hafa þó breytt myndinni töluvert síðustu ár. Í sakleysi mínu sit ég að spila leiki á spjaldtölvu þegar að upp skjótast auglýsingar sem birtast mér sem litlir leikir þar sem ég æfi mig að leggja undir fjárhæðir í þeirri von um að vinna tilbúna leikjapeninga. Allt í einu fæ ég síðan gefins inneign til þess að prófa að leggja undir alvöru peninga. Það er samt allt í lagi, þetta eru ekki mínir peningar heldur bara gjöf sem ég fékk… Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga um happdrætti nr. 38/2005 varðar það sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögunum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis. Jafn algengt og áfengiskaup meðal framhaldsskóladrengja Meðal drengja á framhaldsskólaaldri er sama hlutfall sem hefur eytt peningum í áfengi (21%) og fjárhættuspil (21%). Er þetta farið að snúast um að tilheyra? Þegar að sífellt fleiri vinir mínir detta á veðmálavagninn, stuðlar virðast órjúfanlegur hluti af íþróttaumfjöllun og fyrirmyndirnar mínar skreyta sig með merkjum veðmálafyrirtækja eins og um tískufatnað sé að ræða. Hvar kaupi ég svona peysu og derhúfu? Tæknirisunum ber að fylgja lögum í hverju landi Tæknifyrirtækjunum á borð við Google (YouTube) og Meta (Facebook og Instagram) ber að fylgja landslögum í hverju ríki við birtingu auglýsinga á sínum miðlum. Það ætti að gilda um auglýsingar á veðmálastarfsemi. Þrátt fyrir að Google hafi viðurkennt landslög á Íslandi um þetta efni þá eru auglýsingar á veðmálastarfsemi að birtast á Google Ads og YouTube hér á landi. Eins og staðan er í dag er erfitt að eiga við slíkar auglýsingar þar sem Ísland stendur utan reglugerðar Evrópusambandsins um stafrænar þjónustur (Digital Services Act eða DSA). Erfiður slagur fyrir Ísland utan DSA Unnið er að upptöku DSA-reglugerðarinnar í EES-samninginn á vettvangi EFTA. Þegar til þess kemur að reglugerðin verður innleidd hér á landi verður mikilvægur hluti af verkefnum innlendra eftirlitsaðila að fylgja eftir formlegum kvörtunum notenda vegna brota tæknirisa á reglum DSA og tryggja að slík brot komi til skoðunar hjá framkvæmdastjórn ESB. Meðan reglugerðin hefur ekki verið innleidd er það í höndum okkar notenda að standa saman sem samfélag og tilkynna ólöglegar auglýsingar um veðmálastarfsemi, áfengi og nikótínvörur í þágu verndar barna. Því er mikilvægt að við þekkjum úrræðin og tryggjum fræðslu og forvarnir á þessu sviði. Auk viðskiptaboða fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi þá eru einnig óheimil viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvörur (nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur) og áfengi, samkvæmt 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Hvað getum við þá gert? Google býður upp á nokkrar leiðir fyrir notendur til að tilkynna auglýsingar sem brjóta gegn stefnu og skilmálum Google. Í fyrsta er hægt að tilkynnaólöglegar auglýsingar með því að smella á merki á auglýsingunni sjálfri: AdChoices og í kjölfarið fylla út viðeigandi valmöguleika. Einnig er hægt að tilkynna auglýsingar sem brjóta í bága við stefnu Google í gegnum eftirfarandi tengil: Report an ad/listing - Ads Help. Í slíku tilviki þarf að fylgja með slóð á auglýsinguna svo að Google geti borið kennsl á hana. Enn fremur er hægt að tilkynna ólöglegt efni á miðlum Google í gegnum eftirfarandi tengil: Report Content On Google - Legal Help. Í slíku tilviki þurfa að fylgja með nákvæmar upplýsingar um auglýsinguna og þau lög sem hið meinta brot varðar. Þá er hægt að tilkynna ólöglegar auglýsingar á YouTube með því að smella á eftirfarandi tengil: Ads on videos you watch - YouTube Help (sjá upplýsingar neðst á síðunni). Stöndum saman um vernd barna og tilkynnum skaðlegt efni Um veðmálastarfsemi ríkja skiptar skoðanir í samfélaginu en efni þessarar greinar er ætlað að varpa fram þeirri spurningu hvort við getum ekki verið sammála um að markaðssetning á veðmálum á ekki heima meðal barna undir 18 ára aldri. Sú staða að drengir séu sérstaklega útsettir fyrir auglýsingum um veðmálastarfsemi og séu mikið líklegri til að eyða peningum í slíka starfsemi er óviðunandi. Einstaklingur er barn til 18 ára aldurs og á rétt á aukinni vernd gegn efni sem telst vera skaðlegt. Saman getum við skapað börnum öruggara umhverfi á netinu. Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar