Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar 9. október 2025 09:32 Ekkert gerist í tómarúmi. Sjöundi október 2023 var ekki þruma úr heiðskíru, friðsælu lofti. Sjöundi október var viðbragð við sjötíu og sjö ára sögu kúgunar, umsáturs, drápa, ólöglegrar fangelsunar Palestínufólks, fullorðinna og barna, ólöglegs land- og eignarnáms Ísraela í Palestínu og kerfisbundinnar afmennskunar Palestínufólks af hálfu Ísrael. Sjöunda október voru liðin tvö ár frá upphafi tortímingarherferðar Ísrael á Gasa. Sama dag voru sjötíu og sjö ár og tæpir fimm mánuðir liðnir frá upphafi þjóðarmorðs Ísraela í Palestínu. Sjöunda október voru líka yfir sjötíu og sjö ár síðan síoníska hasbara vélin var gangsett. Sögufölsunarmaskínan mikla sem frá upphafi stofnunar Ísraelsríkis hefur stýrt upplýsingaflæði meginstraumsmiðlanna og mótað vitneskju og viðhorf almennings á Vesturlöndum til ólöglegs hernáms Ísraela í Palestínu. Hasbara vélin malar sem aldrei fyrr. Á öllum meginstraumsmiðlum vesturlanda. Á Rúv sem flytur óritskoðaðar fréttir frá síonistahollum miðlum og vitnar jafnvel beint í þjóðarmorðingjana sjálfa. Í tilkynningum utanríkisráðherra sem bergmála síonískar réttlætingar þjóðarmorðs. Í viðmóti og viðhorfi almennings sem flýtur hugsunarlaust með meginstraumnum.[1] Maskínan er í stöðugri uppfærslu í takt við samfélagbreytingar og nýjustu áform um endurnýjun eru fyrirhuguð kaup síonista á TikTok.[2] Heimspekingurinn Hannah Ahrendt, sem var þýskur gyðingur og flúði Þýskaland stuttu eftir kosningu Hitlers, skrifaði bókina Eichmann in Jerusalem: A report on the banality of evil árið 1963 sem í íslenskri þýðingu gæti útlagst sem „Eichmann í Jerúsalem: frásögn af hversdagslegri lágkúru illskunnar“. Bókin fjallar um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem árið 1961. Í bókinni afbyggir Ahrendt hugmyndina um að gerendur voðaverka séu siðblind skrímsli með því að sýna fram á hvernig venjulegur maður, eins og Eichmann, er fær um að fremja grimmdarverk með því að fylgja meginstraumnum hugsunarlaust og fara eftir tilskipunum. Eichmann var einn hönnuða helfararinnar í Þýskalandi Nasismans. Hann hafði að eigin sögn ekkert á móti gyðingum en tók engu að síður hugsunarlaust undir ríkjandi hugmyndir um að gyðingar ættu ekki sama tilverurétt og aðrir Þjóðverjar og skipulagði tortímingu þeirra. Bókin lýsir því hvernig venjulegt fólk getur tekið þátt í hræðilegum hlutum með því að fylgja meginstraumshugmyndafræði án gagnrýninnar hugsunar eða siðferðislegrar dómgreindar. Eins og meginþorri þýsku þjóðarinnar gerði á tímum Nasistanna.[3] Hasbara meginstraumurinn hefur hrifið með sér venjulegt fólk úr okkar nærumhverfi. Venjulegar mömmur og pabba, ömmur og afa, frænkur og frændur sem fá aukið pláss fyrir rasíska útrás í kommentakerfum. Venjulegt stjórnmálafólk sem fylgir eftir fyrirmælum frá smiðum ráðandi hugmyndafræði og beita sér fyrir settlegu aðgerðarleysi í þjóðarmorði. Venjulegt fréttafólk sem áframsendir umhugsunarlaust fréttir frá meginstraumsmiðlum hasbara maskínunnar. „Hugrekki er val og vilji til að horfast í augu við kvöl, sársauka, hættu, óvissu eða ógnun“ segir á Wikipedia.[4] Að synda á móti meginstraumnum þarfnast hugrekkis. Því fylgir, á okkar tímum, t.d. hættan á því að vera ógnað eins og ný dæmi á kommentakerfum[5] og frá mótmælum sýna. Ofbeldi af hálfu almennings á löglegum mótmælum.[6] Stóraukið lögregluofbeldi, sérstaklega í löndum eins og Bretlandi og Þýskalandi þar sem áróðri hasbara maskínunnar er framfylgt út í æsar og mótmæli gegn þjóðarmorðinu á Gasa hafa verið bönnuð. Þvert á bönnin spyrnir fólk sér í síauknu mæli á móti meginstraumnum og flykkist í tug- og hundruð þúsunda tali á götur borga Þýskalands[7] og Bretlands[8] og heimsins alls. Okkur fjölgar sem syndum á móti meginstraumnum. Svo eru það þau sem sigla í bókstaflegri merkingu á móti hervörðum meginstraumi síónista á för sinni til Gasa til að rjúfa ólöglega herkví Ísraela og færa sveltandi fólki og börnum mat og lyf. Friðarflotinn (Freedom flotilla) var stofnaður árið 2010 til þess að binda enda á ólöglegt umsátur Ísraela á Gasa. Allt frá stofnun Friðarflotans hefur Ísrael ráðist á skip flotans, sprengt skip og báta og myrt fólk úr áhöfnum sem allar hafa siglt óvopnaðar.[9] Í ferð Friðarflotans til Gasa árið 2010 myrtu Ísraelar níu manns og særðu marga aðra. Rannsóknarnefnd Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfesti að árásir Ísraela á flotann voru brot á alþjóðalögum, þar á meðal alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindalögum.[10] Í stað þess að leggja upp laupana og beygja sig undir hervaldið fjölgar skipum, bátum og áhafnarmeðlimum Friðarflotans. Alþjóðlegi Friðarflotinn Sumud-Flotilla var skipulagður í júlí 2025. Flotinn, sem samanstóð af yfir 40 skipum með 500 þátttakendum frá meira en 44 löndum, gerði hann að stærstu borgaralegu skipalest sinnar tegundar í sögunni. Ísraelsher gerði drónaárásir á 11 skip flotans og 2 október stöðvaði ísraelski sjóherinn skipin og handtók hundruð manns. Áhafnarmeðlimir sættu ofbeldi í ísraelskum fangelsum.[11] Milljónir manns mótmæla ólöglegum árásum Ísrael á Friðarflotann um gjörvalla Evrópu.[12] Friðarflotahreyfingin hefur hlotið stuðning frá yfir tylft utanríkisráðherra, ítölskum stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum, þingmönnum á Spáni og í Portúgal, forseta Kólumbíu, og sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu þjóðanna um hernumdu svæðin í Palestínu, Francescu Albanese.[13] Skipið Conscience er eitt skipa Friðarflotans sem lagði úr höfn á Ítalíu þann 30 september síðastliðinn. Aðfaranótt 8 október 2025 var áhöfn Conscience og átta annarra báta sem sigldu undir merkjum Frelsisflotans áleiðis til Gasa rænt af Ísrael á alþjóðlegu hafsvæði.[14] Þeirra á meðal er okkar hugrakkasta kona, Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína. Kona sem aldrei hefur flotið hugsunarlaust með meginstraumnum, aldrei látið blekkjast af síonísku áróðursmaskínunni og þrátt fyrir að vera upplýst um hættuna sem fylgir förinni valdi hún að horfast í augu við ógnina sem stafar af ísraelska hernámshernum. Það er löngu kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni dug og segi sig úr hópi þeirra sem styðja hversdagslega lágkúru illskunnar. Hristi af sér settlegt aðgerðarleysið og fordæmi ísraelsk stjórnvöld og athæfi ísraelska hersins. Krefjist lausnar okkar konu og áhafnarinnar allrar. Setji á viðskiptaþvinganir, slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og gangi í Haag hópinn til að stöðva þjóðarmorðið. Höfundur er verkefnisstjóri rannsókna hjá Félagsvísindastofnun. [1] https://palestinechronicle.substack.com/p/two-years-of-genocide-in-gaza-seventy [2] https://jewishinsider.com/2025/09/tiktok-sale-netanyahu-american-influencers-israel-jews/ [3] Hannah Ahrendt, 1994/1961: Eichmann in Jerusalem: Ein Bericht von der Banalität des Bösen. [4] https://en.wikipedia.org/wiki/Courage [5] https://www.bbc.com/news/articles/ceq2e9x19g8o [6] https://mannlif.is/greinar/hjordis-lysir-haettulegu-atviki-a-motmaelunum-a-fostudaginn/?fbclid=IwY2xjawNTWVZleHRuA2FlbQIxMQABHpWx_HD5CTJiwcVp4gYlZUJXeBaRnaR9UPmTqJyUCb-VfUMuMNZSqX1YNr-B_aem_xMyVg00zu6IfvixnJ9p5Rg [7] https://www.trtworld.com/article/239d25786934 [8] https://www.bbc.com/news/articles/ceq2e9x19g8o [9] https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results [10] https://www2.ohchr.org/english/bodies/hrcouncil/docs/15session/A.HRC.15.21_en.pdf [11] https://www.theguardian.com/world/2025/oct/04/greta-thunberg-israel-gaza-sweden [12] https://www.eunews.it/en/2025/10/03/millions-across-europe-gather-for-gaza-and-the-flotilla-brussels-tensions-in-front-of-parliament/ [13] https://en.wikipedia.org/wiki/Gaza_Freedom_Flotilla [14] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-10-01-aetla-ad-brjota-herkvi-israela-og-koma-hjalpargognum-til-gaza-454983?fbclid=IwY2xjawNTwnBleHRuA2FlbQIxMQABHkABfJG8n-5K7BxGpTyb8Gt0RmCpN66aVpRrUryHp_2Lgr47a_Q1aV9z4xiL_aem_NkbSJLb2cyiCsuuFL2FLAQ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ekkert gerist í tómarúmi. Sjöundi október 2023 var ekki þruma úr heiðskíru, friðsælu lofti. Sjöundi október var viðbragð við sjötíu og sjö ára sögu kúgunar, umsáturs, drápa, ólöglegrar fangelsunar Palestínufólks, fullorðinna og barna, ólöglegs land- og eignarnáms Ísraela í Palestínu og kerfisbundinnar afmennskunar Palestínufólks af hálfu Ísrael. Sjöunda október voru liðin tvö ár frá upphafi tortímingarherferðar Ísrael á Gasa. Sama dag voru sjötíu og sjö ár og tæpir fimm mánuðir liðnir frá upphafi þjóðarmorðs Ísraela í Palestínu. Sjöunda október voru líka yfir sjötíu og sjö ár síðan síoníska hasbara vélin var gangsett. Sögufölsunarmaskínan mikla sem frá upphafi stofnunar Ísraelsríkis hefur stýrt upplýsingaflæði meginstraumsmiðlanna og mótað vitneskju og viðhorf almennings á Vesturlöndum til ólöglegs hernáms Ísraela í Palestínu. Hasbara vélin malar sem aldrei fyrr. Á öllum meginstraumsmiðlum vesturlanda. Á Rúv sem flytur óritskoðaðar fréttir frá síonistahollum miðlum og vitnar jafnvel beint í þjóðarmorðingjana sjálfa. Í tilkynningum utanríkisráðherra sem bergmála síonískar réttlætingar þjóðarmorðs. Í viðmóti og viðhorfi almennings sem flýtur hugsunarlaust með meginstraumnum.[1] Maskínan er í stöðugri uppfærslu í takt við samfélagbreytingar og nýjustu áform um endurnýjun eru fyrirhuguð kaup síonista á TikTok.[2] Heimspekingurinn Hannah Ahrendt, sem var þýskur gyðingur og flúði Þýskaland stuttu eftir kosningu Hitlers, skrifaði bókina Eichmann in Jerusalem: A report on the banality of evil árið 1963 sem í íslenskri þýðingu gæti útlagst sem „Eichmann í Jerúsalem: frásögn af hversdagslegri lágkúru illskunnar“. Bókin fjallar um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem árið 1961. Í bókinni afbyggir Ahrendt hugmyndina um að gerendur voðaverka séu siðblind skrímsli með því að sýna fram á hvernig venjulegur maður, eins og Eichmann, er fær um að fremja grimmdarverk með því að fylgja meginstraumnum hugsunarlaust og fara eftir tilskipunum. Eichmann var einn hönnuða helfararinnar í Þýskalandi Nasismans. Hann hafði að eigin sögn ekkert á móti gyðingum en tók engu að síður hugsunarlaust undir ríkjandi hugmyndir um að gyðingar ættu ekki sama tilverurétt og aðrir Þjóðverjar og skipulagði tortímingu þeirra. Bókin lýsir því hvernig venjulegt fólk getur tekið þátt í hræðilegum hlutum með því að fylgja meginstraumshugmyndafræði án gagnrýninnar hugsunar eða siðferðislegrar dómgreindar. Eins og meginþorri þýsku þjóðarinnar gerði á tímum Nasistanna.[3] Hasbara meginstraumurinn hefur hrifið með sér venjulegt fólk úr okkar nærumhverfi. Venjulegar mömmur og pabba, ömmur og afa, frænkur og frændur sem fá aukið pláss fyrir rasíska útrás í kommentakerfum. Venjulegt stjórnmálafólk sem fylgir eftir fyrirmælum frá smiðum ráðandi hugmyndafræði og beita sér fyrir settlegu aðgerðarleysi í þjóðarmorði. Venjulegt fréttafólk sem áframsendir umhugsunarlaust fréttir frá meginstraumsmiðlum hasbara maskínunnar. „Hugrekki er val og vilji til að horfast í augu við kvöl, sársauka, hættu, óvissu eða ógnun“ segir á Wikipedia.[4] Að synda á móti meginstraumnum þarfnast hugrekkis. Því fylgir, á okkar tímum, t.d. hættan á því að vera ógnað eins og ný dæmi á kommentakerfum[5] og frá mótmælum sýna. Ofbeldi af hálfu almennings á löglegum mótmælum.[6] Stóraukið lögregluofbeldi, sérstaklega í löndum eins og Bretlandi og Þýskalandi þar sem áróðri hasbara maskínunnar er framfylgt út í æsar og mótmæli gegn þjóðarmorðinu á Gasa hafa verið bönnuð. Þvert á bönnin spyrnir fólk sér í síauknu mæli á móti meginstraumnum og flykkist í tug- og hundruð þúsunda tali á götur borga Þýskalands[7] og Bretlands[8] og heimsins alls. Okkur fjölgar sem syndum á móti meginstraumnum. Svo eru það þau sem sigla í bókstaflegri merkingu á móti hervörðum meginstraumi síónista á för sinni til Gasa til að rjúfa ólöglega herkví Ísraela og færa sveltandi fólki og börnum mat og lyf. Friðarflotinn (Freedom flotilla) var stofnaður árið 2010 til þess að binda enda á ólöglegt umsátur Ísraela á Gasa. Allt frá stofnun Friðarflotans hefur Ísrael ráðist á skip flotans, sprengt skip og báta og myrt fólk úr áhöfnum sem allar hafa siglt óvopnaðar.[9] Í ferð Friðarflotans til Gasa árið 2010 myrtu Ísraelar níu manns og særðu marga aðra. Rannsóknarnefnd Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfesti að árásir Ísraela á flotann voru brot á alþjóðalögum, þar á meðal alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindalögum.[10] Í stað þess að leggja upp laupana og beygja sig undir hervaldið fjölgar skipum, bátum og áhafnarmeðlimum Friðarflotans. Alþjóðlegi Friðarflotinn Sumud-Flotilla var skipulagður í júlí 2025. Flotinn, sem samanstóð af yfir 40 skipum með 500 þátttakendum frá meira en 44 löndum, gerði hann að stærstu borgaralegu skipalest sinnar tegundar í sögunni. Ísraelsher gerði drónaárásir á 11 skip flotans og 2 október stöðvaði ísraelski sjóherinn skipin og handtók hundruð manns. Áhafnarmeðlimir sættu ofbeldi í ísraelskum fangelsum.[11] Milljónir manns mótmæla ólöglegum árásum Ísrael á Friðarflotann um gjörvalla Evrópu.[12] Friðarflotahreyfingin hefur hlotið stuðning frá yfir tylft utanríkisráðherra, ítölskum stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum, þingmönnum á Spáni og í Portúgal, forseta Kólumbíu, og sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu þjóðanna um hernumdu svæðin í Palestínu, Francescu Albanese.[13] Skipið Conscience er eitt skipa Friðarflotans sem lagði úr höfn á Ítalíu þann 30 september síðastliðinn. Aðfaranótt 8 október 2025 var áhöfn Conscience og átta annarra báta sem sigldu undir merkjum Frelsisflotans áleiðis til Gasa rænt af Ísrael á alþjóðlegu hafsvæði.[14] Þeirra á meðal er okkar hugrakkasta kona, Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína. Kona sem aldrei hefur flotið hugsunarlaust með meginstraumnum, aldrei látið blekkjast af síonísku áróðursmaskínunni og þrátt fyrir að vera upplýst um hættuna sem fylgir förinni valdi hún að horfast í augu við ógnina sem stafar af ísraelska hernámshernum. Það er löngu kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni dug og segi sig úr hópi þeirra sem styðja hversdagslega lágkúru illskunnar. Hristi af sér settlegt aðgerðarleysið og fordæmi ísraelsk stjórnvöld og athæfi ísraelska hersins. Krefjist lausnar okkar konu og áhafnarinnar allrar. Setji á viðskiptaþvinganir, slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og gangi í Haag hópinn til að stöðva þjóðarmorðið. Höfundur er verkefnisstjóri rannsókna hjá Félagsvísindastofnun. [1] https://palestinechronicle.substack.com/p/two-years-of-genocide-in-gaza-seventy [2] https://jewishinsider.com/2025/09/tiktok-sale-netanyahu-american-influencers-israel-jews/ [3] Hannah Ahrendt, 1994/1961: Eichmann in Jerusalem: Ein Bericht von der Banalität des Bösen. [4] https://en.wikipedia.org/wiki/Courage [5] https://www.bbc.com/news/articles/ceq2e9x19g8o [6] https://mannlif.is/greinar/hjordis-lysir-haettulegu-atviki-a-motmaelunum-a-fostudaginn/?fbclid=IwY2xjawNTWVZleHRuA2FlbQIxMQABHpWx_HD5CTJiwcVp4gYlZUJXeBaRnaR9UPmTqJyUCb-VfUMuMNZSqX1YNr-B_aem_xMyVg00zu6IfvixnJ9p5Rg [7] https://www.trtworld.com/article/239d25786934 [8] https://www.bbc.com/news/articles/ceq2e9x19g8o [9] https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results [10] https://www2.ohchr.org/english/bodies/hrcouncil/docs/15session/A.HRC.15.21_en.pdf [11] https://www.theguardian.com/world/2025/oct/04/greta-thunberg-israel-gaza-sweden [12] https://www.eunews.it/en/2025/10/03/millions-across-europe-gather-for-gaza-and-the-flotilla-brussels-tensions-in-front-of-parliament/ [13] https://en.wikipedia.org/wiki/Gaza_Freedom_Flotilla [14] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-10-01-aetla-ad-brjota-herkvi-israela-og-koma-hjalpargognum-til-gaza-454983?fbclid=IwY2xjawNTwnBleHRuA2FlbQIxMQABHkABfJG8n-5K7BxGpTyb8Gt0RmCpN66aVpRrUryHp_2Lgr47a_Q1aV9z4xiL_aem_NkbSJLb2cyiCsuuFL2FLAQ
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun