Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júní 2025 15:01 Sigurbjörn fann vel fyrir nærveru Caulkers á dögunum og saga hans í Stúkunni í gær vakti mikla lukku. Getty/Sýn Sport Þeir Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson segjast spenntir fyrir því að sjá Englendinginn Steven Caulker í búningi Stjörnunnar í Bestu deild karla í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma hingað til lands. Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan. Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira