Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júní 2025 15:01 Sigurbjörn fann vel fyrir nærveru Caulkers á dögunum og saga hans í Stúkunni í gær vakti mikla lukku. Getty/Sýn Sport Þeir Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson segjast spenntir fyrir því að sjá Englendinginn Steven Caulker í búningi Stjörnunnar í Bestu deild karla í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma hingað til lands. Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan. Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira