Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:15 Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar