„Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 10:58 John Ratcliffe er forstöðumaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. AP/Alex Brandon Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. John Ratcliff, forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrðir í yfirlýsingu að samkvæmt nýjum og áreiðanlegum gögnum leyniþjónustunnar hafi rannsóknarstöðvar sem gegna lykilhlutverki í auðgunargetu Írana eyðilagst algjörlega og að það muni taka þá fleiri ár að koma þeim aftur í samt lag. My statement confirming CIA intelligence which contradicts illegally sourced public reporting regarding the destruction of key Iranian nuclear facilities. pic.twitter.com/Ln3b4hfELc— CIA Director John Ratcliffe (@CIADirector) June 25, 2025 „Matið meinta“ Greint var frá því í fyrradag að skýrslu hefði verið lekið úr leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggði á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Bandarískir miðlar náðu tali við ráðamenn sem lesið höfðu áðurnefnt mat og sögðu þeir að í því hefði komið fram að árásir Bandaríkjahers á kjarnorkumannvirki í Íran hefðu ekki gert teljandi tjón og aðeins tafið framleiðslu Írana á kjarnavopnum um fáeina mánuði. Þetta mat gekk þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta sem lét hafa það eftir sér að úranauðgunarstöðvar Írans hefðu verið þurrkaðar út með öllu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra tók einnig upp hanskann fyrir forsetann og sagði bandaríska fjölmiðla gera tilraun til að koma höggi á Trump með umfjöllun sinni um „matið meinta.“ Samkvæmt matinu lekna var stór hluti þess auðgaða úrans sem geymt var í téðum mannvirkjum flutt á brott þaðan áður en Bandaríkin gerðu árásir sínar með svokölluðum byrgjabrjótum. Sprengjum sem geta grafið sig djúpt ofan í jörðu og lagt neðanjarðarbyrgi í rúst. Hafna því að Íranir hafi komið úran undan Þessu hafnar þó Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans og upplýsingafulltrúi Hvíta hússins lét hafa eftir sér að bandaríska leyniþjónustan byggi ekki yfir neinum gögnum sem styðja þá tilgátu að Írönum hafi tekist að koma auðguðu úrani undan. Íranska utanríkisráðuneytið hefur síðan gengist við því að kjarnorkumannvirkin í Fordó, Natanz og Isfahan hefðu orðið fyrir alvarlegu tjóni. Bandaríkin Íran Hernaður Kjarnorka Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
John Ratcliff, forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrðir í yfirlýsingu að samkvæmt nýjum og áreiðanlegum gögnum leyniþjónustunnar hafi rannsóknarstöðvar sem gegna lykilhlutverki í auðgunargetu Írana eyðilagst algjörlega og að það muni taka þá fleiri ár að koma þeim aftur í samt lag. My statement confirming CIA intelligence which contradicts illegally sourced public reporting regarding the destruction of key Iranian nuclear facilities. pic.twitter.com/Ln3b4hfELc— CIA Director John Ratcliffe (@CIADirector) June 25, 2025 „Matið meinta“ Greint var frá því í fyrradag að skýrslu hefði verið lekið úr leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggði á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Bandarískir miðlar náðu tali við ráðamenn sem lesið höfðu áðurnefnt mat og sögðu þeir að í því hefði komið fram að árásir Bandaríkjahers á kjarnorkumannvirki í Íran hefðu ekki gert teljandi tjón og aðeins tafið framleiðslu Írana á kjarnavopnum um fáeina mánuði. Þetta mat gekk þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta sem lét hafa það eftir sér að úranauðgunarstöðvar Írans hefðu verið þurrkaðar út með öllu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra tók einnig upp hanskann fyrir forsetann og sagði bandaríska fjölmiðla gera tilraun til að koma höggi á Trump með umfjöllun sinni um „matið meinta.“ Samkvæmt matinu lekna var stór hluti þess auðgaða úrans sem geymt var í téðum mannvirkjum flutt á brott þaðan áður en Bandaríkin gerðu árásir sínar með svokölluðum byrgjabrjótum. Sprengjum sem geta grafið sig djúpt ofan í jörðu og lagt neðanjarðarbyrgi í rúst. Hafna því að Íranir hafi komið úran undan Þessu hafnar þó Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans og upplýsingafulltrúi Hvíta hússins lét hafa eftir sér að bandaríska leyniþjónustan byggi ekki yfir neinum gögnum sem styðja þá tilgátu að Írönum hafi tekist að koma auðguðu úrani undan. Íranska utanríkisráðuneytið hefur síðan gengist við því að kjarnorkumannvirkin í Fordó, Natanz og Isfahan hefðu orðið fyrir alvarlegu tjóni.
Bandaríkin Íran Hernaður Kjarnorka Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira