Segja aftur ráðist á neðanjarðarauðgunarstöð í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2025 09:48 Gervihnattarmynd af auðgunarstöð Írana í Fordó eftir loftárás Bandaríkjamanna í gær. AP/Planet Labs PBC Sprengjum var aftur varpað á neðanjarðarauðgunarstöð í Fordó í Íran í dag, að sögn íranska ríkisútvarpsins. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga. Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga.
Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01
Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09