Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þar segir jafnframt að maður hafi verið handtekinn fyrir brot á lögreglusamþykkt í miðborg Reykjavík en hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Tilkynnt var um þjófnað í verslun í hverfi 201 og var málið afgreitt á vettvangi að sögn lögreglu.
Í hverfi 112 var tilkynnt um skemmdarverk þar sem reynt var að brjótast inn í geymslu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu auðnaðist aðilanum óprúttna það ekki.