Árás Bandaríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 08:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannfundinum í nótt auk JD Vance, varaforseta, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra og Marco Rubio, utanríkisráðherra. AP Bandaríski herinn gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran í gærkvöldi. Forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að rannsóknarstöðvarnar hafi gereyðilagst í árásunum en íranskir embættismenn segja að svo sé ekki. Þeir hafa svarað fyrir sig með árás á Ísrael. Ákvörðunin hefur vakið upp mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim. „Fyrir stuttu síðan gerði bandaríski herinn gríðarstóra árás á þrjár mikilvægar kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans: Fordó, Natanz og Esfahan,“ sagði Donald Trump á blaðamannafundi klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Hann hafði greint frá árásinni fyrr á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Árásin átti sér stað klukkan ellefu að íslenskum tíma en rétt fyrir miðnætti staðfestu embættismenn í Íran að árásirnar hefðu átt sér stað. Fordó er stærst þriggja skotmarkanna og hefur forsetinn áður sagst vera þeirrar skoðunar að koma þyrfti í veg fyrir notkun Írana á henni. Fordó er grafin djúpt í fjall í Íran. Í Natanz eru tvær auðgunarstöðvar, önnur þeirra er talin stór og er neðanjarðar. Í Esfahan fer fram fjölbreytt starfsemi samkvæmt Reuters, allt frá gerð skilvinduhluta til undirbúnings úrans til auðgunar. „Allir hafa árum saman heyrt þessi nöfn á meðan þeir byggðu þetta hrikalega tortímingar framtak. Okkar markmið var að eyðileggja kjarnorkuauðgunargetu Írans og stöðva kjarnorkuógnina frá helsta ríki heims sem styður hryðjuverk.“ Forsetinn segir að árásin hafi verið árangursrík þar sem bandaríska hernum hafi tekist að gjöreyðileggja allar kjarnorkurannsóknarstöðvarnar. Samkvæmt Alþjóðlegukjarnorkumálastofnuninni er engin aukning kjarnageislunar á svæðinu. Embættismenn í Íran eru hins vegar ósammála þeirri staðhæfingu samkvæmt umfjöllun Reuters. Mohammad Manan Raisi, íranskur þingmaður í kjördæminu Qom nálægt Fordow segir rannsóknarstöðin ekki hafa verið alvarlega skemmda. Þá sagði Hassan Abedini, aðstoðarforstjóri íranska ríkisútvarpsins að Íran hefði rýmt kjarnorkuverin þrjú nokkru áður en árásin átti sér stað. Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt hófu Íranir árás á Ísrael. Samkvæmt BBC var flugvöllurinn Ben Gurion meðal skotmarka Írana en alls voru sextán Ísraelar særðir eftir árásina. Ayatollah Ali Khameinei, æðstiklerkur Írans, gaf út yfirlýsingu fyrr í vikunni sem sagði að skyldu Bandaríkjamenn taka þátt í átökunum yrði því mætt með „óbætanlegu tjóni.“ „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar,“ sagði Bandaríkjaforsetinn. Trump kallaði eftir frið á svæðinu, ef Íranir myndu ekki fylgja því myndi átökunum ljúka í harmleik. „Munið að það eru mörg skotmörk eftir. Skotmarkið í kvöld var það erfiðasta af þeim öllum, og kannski það mannskæðasta, en ef friður kemst ekki fljótt á, munum við ráðast á hin skotmörkin af nákvæmni, hraða og færni. Flest þeirra er hægt að útrýma á nokkrum mínútum.“ Aðgerðin unnin í samstarfi við Ísraela Ísraelar gerðu árás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði Írans föstudaginn 13. júní. Síðan þá hafa Ísraelar og Íranir skipst á árásum og gagnárásum daglega. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraela sagði yfirlýst markmið stríðsins við Íran væri að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Hátt í sjö hundruð manns hafa látist í Íran og um þrjátíu í Ísrael. Þátttaka Bandaríkjanna í átökunum hefur verið yfirvofandi síðustu daga og sagði Trump á fimmtudag að hann þyrfti tvær vikur til íhuga ákvörðunina. Bandaríkin og Ísrael eru miklir bandamenn. „Ég vil þakka og færa forsætisráðherra Bibi Netanjahú hamingjuóskir. Við höfum unnið saman sem teymi og kannski ekkert teymi sem hefur unnið saman eins áður, og við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í nótt. Í yfirlýsingu frá Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði hann aðgerðina hafa farið fram í nánu samstarfi við Ísrael. „Í byrjun árásanna lofaði ég ykkur að kjarnorkustöðvar Írans yrðu eyðilagðar, á einn hátt eða annan. Ég hef staðið við þetta loforð,“ sagði Netanjahú. Trump gaf sér einnig tíma til að þakka ísraelska hernum fyrir „dásamlegt starf“ þeirra og bandarísku flugmönnunum sem flugu B-2 Spirit-sprengjuflugvélunum. Samkvæmt umfjöllun New York Times var um að ræða sex B-2 Spirit-sprengjuflugvélar sem slepptu tylft sprengja sem er hvor um sig þrettán þúsund kíló. Sprengjunum var varpað á Fordó kjarnorkuversins sem er djúpt neðanjarðar. Einnig var einni þess konar sprengju varpað á Natanz. Að auki sendu kafbátar sjóhersins þrjátíu flugskeyti í átt að Natanz og Esfahan kjarnorkuveranna. „Vonandi þurfum við ekki þeirra aðstoð aftur í svona verkefnum. Ég vona það.“ Trump sagði einnig að enginn annar her í heiminum hefði getað framkvæmt þess konar árás og það hafi aldrei verið her til sem hefði getað það. „Við elskum þig, Guð, og við elskum frábæra herinn okkar. Verndum þau. Guð blessi Miðausturlöndin. Guð blessi Ísrael, og Guð blessi Bandaríkin,“ eru orðin sem Donald Trump lauk blaðamannafundinum á. „Hættuleg stigmögnun“ Árásin hefur vakið upp afar mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hana hættulega stigmögnun og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir kjarnorkuframleiðslu Írans mikla ógn við alþjóðasamfélagið. Hann kallar eftir því að Íranir haldi áfram vopnahlésviðræðum til að ljúka átökunum. Hamas-samtökin, sem stýra Gasaströndinni og eiga einnig í átökum við Ísrael, sögðu árásina lýsa augljósri árásargirni Bandaríkjamanna. Hútar í Jemen hafa einnig lýst yfir stuðningi við Íran og segja Bandaríkin ógna friði heimsins. Rick Crawford, fulltrúi repúblikana í Arizona-fylki, sagðist í færslu á X vera þakklátur að Trump vissi hvar rauða línan væri. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra væru að gera það ljóst að heimurinn styddi ekki framleiðslu kjarnorkuvopna í Íran. Thomas Massi, fulltrúi repúblikana í Kentucky-fylki, sagði árásina fara gegn stjórnarskrá landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður demókrata, sagði árásina vera skýra ástæðu til að leitast eftir embættismissi forsetans. Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
„Fyrir stuttu síðan gerði bandaríski herinn gríðarstóra árás á þrjár mikilvægar kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans: Fordó, Natanz og Esfahan,“ sagði Donald Trump á blaðamannafundi klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Hann hafði greint frá árásinni fyrr á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Árásin átti sér stað klukkan ellefu að íslenskum tíma en rétt fyrir miðnætti staðfestu embættismenn í Íran að árásirnar hefðu átt sér stað. Fordó er stærst þriggja skotmarkanna og hefur forsetinn áður sagst vera þeirrar skoðunar að koma þyrfti í veg fyrir notkun Írana á henni. Fordó er grafin djúpt í fjall í Íran. Í Natanz eru tvær auðgunarstöðvar, önnur þeirra er talin stór og er neðanjarðar. Í Esfahan fer fram fjölbreytt starfsemi samkvæmt Reuters, allt frá gerð skilvinduhluta til undirbúnings úrans til auðgunar. „Allir hafa árum saman heyrt þessi nöfn á meðan þeir byggðu þetta hrikalega tortímingar framtak. Okkar markmið var að eyðileggja kjarnorkuauðgunargetu Írans og stöðva kjarnorkuógnina frá helsta ríki heims sem styður hryðjuverk.“ Forsetinn segir að árásin hafi verið árangursrík þar sem bandaríska hernum hafi tekist að gjöreyðileggja allar kjarnorkurannsóknarstöðvarnar. Samkvæmt Alþjóðlegukjarnorkumálastofnuninni er engin aukning kjarnageislunar á svæðinu. Embættismenn í Íran eru hins vegar ósammála þeirri staðhæfingu samkvæmt umfjöllun Reuters. Mohammad Manan Raisi, íranskur þingmaður í kjördæminu Qom nálægt Fordow segir rannsóknarstöðin ekki hafa verið alvarlega skemmda. Þá sagði Hassan Abedini, aðstoðarforstjóri íranska ríkisútvarpsins að Íran hefði rýmt kjarnorkuverin þrjú nokkru áður en árásin átti sér stað. Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt hófu Íranir árás á Ísrael. Samkvæmt BBC var flugvöllurinn Ben Gurion meðal skotmarka Írana en alls voru sextán Ísraelar særðir eftir árásina. Ayatollah Ali Khameinei, æðstiklerkur Írans, gaf út yfirlýsingu fyrr í vikunni sem sagði að skyldu Bandaríkjamenn taka þátt í átökunum yrði því mætt með „óbætanlegu tjóni.“ „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar,“ sagði Bandaríkjaforsetinn. Trump kallaði eftir frið á svæðinu, ef Íranir myndu ekki fylgja því myndi átökunum ljúka í harmleik. „Munið að það eru mörg skotmörk eftir. Skotmarkið í kvöld var það erfiðasta af þeim öllum, og kannski það mannskæðasta, en ef friður kemst ekki fljótt á, munum við ráðast á hin skotmörkin af nákvæmni, hraða og færni. Flest þeirra er hægt að útrýma á nokkrum mínútum.“ Aðgerðin unnin í samstarfi við Ísraela Ísraelar gerðu árás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði Írans föstudaginn 13. júní. Síðan þá hafa Ísraelar og Íranir skipst á árásum og gagnárásum daglega. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraela sagði yfirlýst markmið stríðsins við Íran væri að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Hátt í sjö hundruð manns hafa látist í Íran og um þrjátíu í Ísrael. Þátttaka Bandaríkjanna í átökunum hefur verið yfirvofandi síðustu daga og sagði Trump á fimmtudag að hann þyrfti tvær vikur til íhuga ákvörðunina. Bandaríkin og Ísrael eru miklir bandamenn. „Ég vil þakka og færa forsætisráðherra Bibi Netanjahú hamingjuóskir. Við höfum unnið saman sem teymi og kannski ekkert teymi sem hefur unnið saman eins áður, og við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í nótt. Í yfirlýsingu frá Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði hann aðgerðina hafa farið fram í nánu samstarfi við Ísrael. „Í byrjun árásanna lofaði ég ykkur að kjarnorkustöðvar Írans yrðu eyðilagðar, á einn hátt eða annan. Ég hef staðið við þetta loforð,“ sagði Netanjahú. Trump gaf sér einnig tíma til að þakka ísraelska hernum fyrir „dásamlegt starf“ þeirra og bandarísku flugmönnunum sem flugu B-2 Spirit-sprengjuflugvélunum. Samkvæmt umfjöllun New York Times var um að ræða sex B-2 Spirit-sprengjuflugvélar sem slepptu tylft sprengja sem er hvor um sig þrettán þúsund kíló. Sprengjunum var varpað á Fordó kjarnorkuversins sem er djúpt neðanjarðar. Einnig var einni þess konar sprengju varpað á Natanz. Að auki sendu kafbátar sjóhersins þrjátíu flugskeyti í átt að Natanz og Esfahan kjarnorkuveranna. „Vonandi þurfum við ekki þeirra aðstoð aftur í svona verkefnum. Ég vona það.“ Trump sagði einnig að enginn annar her í heiminum hefði getað framkvæmt þess konar árás og það hafi aldrei verið her til sem hefði getað það. „Við elskum þig, Guð, og við elskum frábæra herinn okkar. Verndum þau. Guð blessi Miðausturlöndin. Guð blessi Ísrael, og Guð blessi Bandaríkin,“ eru orðin sem Donald Trump lauk blaðamannafundinum á. „Hættuleg stigmögnun“ Árásin hefur vakið upp afar mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hana hættulega stigmögnun og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir kjarnorkuframleiðslu Írans mikla ógn við alþjóðasamfélagið. Hann kallar eftir því að Íranir haldi áfram vopnahlésviðræðum til að ljúka átökunum. Hamas-samtökin, sem stýra Gasaströndinni og eiga einnig í átökum við Ísrael, sögðu árásina lýsa augljósri árásargirni Bandaríkjamanna. Hútar í Jemen hafa einnig lýst yfir stuðningi við Íran og segja Bandaríkin ógna friði heimsins. Rick Crawford, fulltrúi repúblikana í Arizona-fylki, sagðist í færslu á X vera þakklátur að Trump vissi hvar rauða línan væri. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra væru að gera það ljóst að heimurinn styddi ekki framleiðslu kjarnorkuvopna í Íran. Thomas Massi, fulltrúi repúblikana í Kentucky-fylki, sagði árásina fara gegn stjórnarskrá landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður demókrata, sagði árásina vera skýra ástæðu til að leitast eftir embættismissi forsetans.
Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira