Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 20. júní 2025 22:02 Sigmar Guðmundsson segir meirihlutann ekki ætla sér að lúffa fyrir stjórnarandstöðunni. Vísir/Vilhelm Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. Heitar umræður hafa staðið yfir á alþingi undanfarna aga enda sér ekki fyrir endann á þinginu og langþráðu sumarfríi þingmanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis lét hafa það eftir sér að hún geri ráð fyrir því að þingfundir nái ekki fram í júlí. Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði það heilaga skyldu minnihlutans að málþæfa veiðigjöldunum og öðrum „dellumálum“ en Guðmundur Ari Sigurjónsson vændi minnihlutann um skort á virðingu fyrir lýðræði í landinu fyrir að hleypa málum ekki í atkvæðagreiðslu. Veiðigjöldin voru til umræðu á þinginu í kvöld og var fundi slitið á tíunda tímanum. Þau eru aftur á dagskrá þingsins þegar þingfundur hefst klukkan hálfellefu í fyrramálið. Tugir óundirbúna mála Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar ræddu við fréttamann Sýnar í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld. Sigríður segir það ekki veiðigjaldafrumvarpið eitt og sér sem þingstörfin steyti á. „Þótt að verið sé að ræða veiðigjöldin í dag og undanfarna daga og menn geti gert gys að því, og að það mál sé komið hingað til annarrar umræðu algjörlega vanbúið. Þá eru þingstörfin ekki að steyta á veiðigjaldamálinu í dag. Það eru allt of mörg mál í nefndum algjörlega vanbúin til annarrar umræðu, það er enn þá jafnvel gestakomur í sumum málum,“ segir Sigríður. Stjórnarandstaðan hafi þess vegna falast ítrekað eftir skýrum svörum frá Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis um hvernig eigi að ljúka þessu þingi. „Þegar þannig er í pottinn búið að það eru tugir mála sem eru algjörlega óundirbúinn undir aðra umræðu hér í þingsal,“ segir hún. Veiðigjöldin og ekkert annað Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir þetta undanbragð. „Við skulum hafa það algjörlega í huga að þetta snýst um veiðigjöldin og ekkert annað. Hér er stjórnarandstaða sem ætlar sér ekki að hleypa lýðræðislega kjörnum meirihluta í atkvæðagreiðslu með vissulega umdeilt mál en mál sem nýtur mikils stuðnings í samfélaginu,“ segir hann. „Stjórnarandstaðan er búin að halda meira en fimm hundruð ræður á átta dögum. Þetta er orðið eins og meðallengdin á fjölskyldufríi til Tene. Það eru meira en hundrað gestir búnir að koma fyrir nefndina,“ segir hann. Hann segir meirihlutann ekki munu leyfa stjórnarandstöðunni að kæfa veiðigjaldafrumvarpið. „Það er ágeiningur um málið en hvað gerum við í lýðræðisríki þegar það er ágreiningur? Nú, þá kjósum við. Einhverra hluta vegna vill stjórnarandstaðan ekki fá þetta mál í afgreiðslu, þorir greinilega ekki að vera á rauða takkanum. Málþófið snýst um veiðigjöldin og hefur gert það í allan vetur,“ segir Sigmar. Óundirbúin mál falin á bak við upphrópanir um málþóf Sigríður Á. Andersen vændi ríkisstjórnina um að fela það hvað önnur mál eru vanbúinn til umræðu með háværum ásökunum um málþóf. „Það flögrar að manni sú hugmynd að það sé verið að nota þetta mál til að þess að fela þann vanbúnað sem önnur mál eru í. Stór mál eins og kílómetragjaldið til dæmis, ýmis mál um sjúkratryggingar og lyfjalög, strandveiði og grásleppa og hvað þetta allt saman heitir. Það er verið að fela það að menn eru ekki tilbúin með málið inni í nefnd,“ segir hún. Sigmar náði að skjóta inn andsvari sínu en tíminn var á þrotum. „Ég ætla bara að fá að segja eitt: Málþóf! Málþóf!“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Heitar umræður hafa staðið yfir á alþingi undanfarna aga enda sér ekki fyrir endann á þinginu og langþráðu sumarfríi þingmanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis lét hafa það eftir sér að hún geri ráð fyrir því að þingfundir nái ekki fram í júlí. Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði það heilaga skyldu minnihlutans að málþæfa veiðigjöldunum og öðrum „dellumálum“ en Guðmundur Ari Sigurjónsson vændi minnihlutann um skort á virðingu fyrir lýðræði í landinu fyrir að hleypa málum ekki í atkvæðagreiðslu. Veiðigjöldin voru til umræðu á þinginu í kvöld og var fundi slitið á tíunda tímanum. Þau eru aftur á dagskrá þingsins þegar þingfundur hefst klukkan hálfellefu í fyrramálið. Tugir óundirbúna mála Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar ræddu við fréttamann Sýnar í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld. Sigríður segir það ekki veiðigjaldafrumvarpið eitt og sér sem þingstörfin steyti á. „Þótt að verið sé að ræða veiðigjöldin í dag og undanfarna daga og menn geti gert gys að því, og að það mál sé komið hingað til annarrar umræðu algjörlega vanbúið. Þá eru þingstörfin ekki að steyta á veiðigjaldamálinu í dag. Það eru allt of mörg mál í nefndum algjörlega vanbúin til annarrar umræðu, það er enn þá jafnvel gestakomur í sumum málum,“ segir Sigríður. Stjórnarandstaðan hafi þess vegna falast ítrekað eftir skýrum svörum frá Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis um hvernig eigi að ljúka þessu þingi. „Þegar þannig er í pottinn búið að það eru tugir mála sem eru algjörlega óundirbúinn undir aðra umræðu hér í þingsal,“ segir hún. Veiðigjöldin og ekkert annað Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir þetta undanbragð. „Við skulum hafa það algjörlega í huga að þetta snýst um veiðigjöldin og ekkert annað. Hér er stjórnarandstaða sem ætlar sér ekki að hleypa lýðræðislega kjörnum meirihluta í atkvæðagreiðslu með vissulega umdeilt mál en mál sem nýtur mikils stuðnings í samfélaginu,“ segir hann. „Stjórnarandstaðan er búin að halda meira en fimm hundruð ræður á átta dögum. Þetta er orðið eins og meðallengdin á fjölskyldufríi til Tene. Það eru meira en hundrað gestir búnir að koma fyrir nefndina,“ segir hann. Hann segir meirihlutann ekki munu leyfa stjórnarandstöðunni að kæfa veiðigjaldafrumvarpið. „Það er ágeiningur um málið en hvað gerum við í lýðræðisríki þegar það er ágreiningur? Nú, þá kjósum við. Einhverra hluta vegna vill stjórnarandstaðan ekki fá þetta mál í afgreiðslu, þorir greinilega ekki að vera á rauða takkanum. Málþófið snýst um veiðigjöldin og hefur gert það í allan vetur,“ segir Sigmar. Óundirbúin mál falin á bak við upphrópanir um málþóf Sigríður Á. Andersen vændi ríkisstjórnina um að fela það hvað önnur mál eru vanbúinn til umræðu með háværum ásökunum um málþóf. „Það flögrar að manni sú hugmynd að það sé verið að nota þetta mál til að þess að fela þann vanbúnað sem önnur mál eru í. Stór mál eins og kílómetragjaldið til dæmis, ýmis mál um sjúkratryggingar og lyfjalög, strandveiði og grásleppa og hvað þetta allt saman heitir. Það er verið að fela það að menn eru ekki tilbúin með málið inni í nefnd,“ segir hún. Sigmar náði að skjóta inn andsvari sínu en tíminn var á þrotum. „Ég ætla bara að fá að segja eitt: Málþóf! Málþóf!“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira