Það voru Valsarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins, en það var Hólmar Örn Eyjólfsson sem skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni.
Eyjamenn áttu nokkrar góðar sóknir en náður ekki að koma boltanum yfir línuna. Á meðan gerðu Valsarar lítið fram á við.
Á 85. mínútu komst Tryggvi Hrafn Haraldsson í mjög gott færi þar sem hann átti skot á markið. Hjörvar Daði Arnarsson markvörður ÍBV varði þá frá honum glæsilega og hélt Eyjamönnum inn í leiknum.
Lokatölur 1-0 fyrir Val og þeir því komnir áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins á meðan ÍBV detta úr leik. Vestri og Stjarnan komust áfram í gær, en Fram og Afturelding spila um síðasta sætið í kvöld.