Hjúkrunarfræðingar í takt við nýja tíma Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 16. júní 2025 11:00 Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn fyrir um mánuði síðan þann 12.maí og sama dag birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) metnaðarfulla skýrslu, ,,State of the World’s Nursing 2025”. Í skýrslunni er kallað eftir markvissum fjárfestingum í menntun, störfum og leiðtogahlutverki hjúkrunarfræðinga og lögð rík áhersla á tækniþekkingu þeirra. Skýrslan undirstrikar að tækniþekking og stafrænir hæfileikar séu ekki lengur valkostur heldur nauðsyn í nútíma hjúkrun. Þjálfun í heilbrigðis- og velferðartækni er því orðinn mikilvægur þáttur í menntun hjúkrunarfræðinema sem og þeirra sem starfa við umönnun innan heilbrigðiskerfisins. Þörf fyrir 3.700 ný hjúkrunarrými á næstu 15 árum Við vitum í hvað stefnir en samkvæmt spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks 80 ára og eldri næstum tvöfaldast á Íslandi næstu 15 árin og samkvæmt greiningu KPMG þarf að bæta við um 3.700 hjúkrunarrýmum á þessu tímabili. Vandinn er ekki eingöngu skortur á rýmum heldur snýst hann einnig um skort á starfsfólki. Það væri óskandi að við gætum fjölgað nemum og útskrifuðum hjúkrunarfræðingum enda mikilvægt að fá fleiri hendur. Það er ljóst að við munum ekki ná tilsettum fjölda hjúkrunarfræðinga til að standa undir þeim aukna fjölda fólks sem mun þurfa á aðstoð að halda. Hugtakið mönnunargat er oft nefnt í þessu samhengi og vísar til þess þegar fjöldi starfsfólks sem er nauðsynlegur til að reka sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir dugar ekki til að mæta aukinni eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Heiminn vantar 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna Þetta er ekki sér íslensk áskorun en samkvæmt WHO er mönnunarvandi ekki eingöngu staðbundið vandamál heldur alþjóðlegt. WHO áætlar að árið 2030 muni skorta allt að 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu – fyrst og fremst í löndum með lágar eða meðaltekjur. Þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk eykst stöðugt á meðan menntun, ráðningar og framboð af starfsfólki nær einfaldlega ekki að halda í við vaxandi þarfir. Þetta þýðir að baráttan um hæft heilbrigðisstarfsfólk á alþjóðavísu verður hörð. Við þurfum hreinlega að nýta betur það sem við höfum og þar kemur tæknin við sögu. Tæknin er ekki hugsuð til að skipta út eða taka yfir störf hjúkrunarfræðinga heldur til að styðja þá í þeirra daglegu störfum. WHO leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar fái ekki aðeins tæknina í hendurnar, heldur einnig þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að nýta hana af þekkingu og öryggi. Það þarf að eiga sér stað tæknivæðing í umönnun og hún þarf að eiga sér stað í samvinnu við þá sem veita þjónustuna. Við þurfum lausnir sem veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn, betri yfirsýn, bættar vinnuaðstæður og raunverulegan stuðning í krefjandi starfi. Tækni sem getur sparað tíma, aukið öryggi og bætt lífsgæði bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Snjallar lausnir á mönnunarvandanum Við getum ekki eingöngu leyst vandann með fleiri rýmum og fleira fólki heldur þurfum við einnig snjallari lausnir. Nærtækasta og fljótlegasta leiðin til að bæta úr mönnunarvandanum er að nýta snjallar lausnir sem hafa þegar sannað sig í nágrannalöndunum. Þannig getum við lært af þeirra reynslu og innleitt þessar lausnir hratt og örugglega. Ef við ætlum að innleiða nýjar tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu þá þurfum við að skapa skýran ramma í kringum innleiðinguna, nýta okkur gögn og setja fram mælanleg markmið. Við þurfum að horfa á heildarávinninginn en ekki festast í sílóhugsun. Slík hugsun felur oft og tíðum í sér að ákvarðanir er varða fjármögnun eru teknar út frá einstökum kostnaðarliðum í stað þess að horfa á heildarávinninginn. Við þurfum að tryggja menntun og endurmenntun starfsfólks í nýrri tækni og hér getur einkaframtakið spilað stórt hlutverk með því að mennta og þjálfa starfsfólk í þeim lausnum sem nú þegar eru til. Hjúkrunarfræðingar eru einn af burðarásum heilbrigðiskerfisins, en framtíð hjúkrunar miðað við núverandi og komandi áskoranir er ekki möguleg án nýrra tæknilausna. Þetta eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Við verðum að tryggja að tæknin verði samverkamaður hjúkrunarfræðingsins, ekki eitthvað sem kemur ofan frá, heldur eitthvað sem hjúkrunarfræðingar innleiða og nýta í þeirra núverandi vinnuumhverfi. Grein þessi er tileinkuð öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem á hverjum degi láta verkin tala og eru tilbúnir að taka á móti aðstoð tækninnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn fyrir um mánuði síðan þann 12.maí og sama dag birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) metnaðarfulla skýrslu, ,,State of the World’s Nursing 2025”. Í skýrslunni er kallað eftir markvissum fjárfestingum í menntun, störfum og leiðtogahlutverki hjúkrunarfræðinga og lögð rík áhersla á tækniþekkingu þeirra. Skýrslan undirstrikar að tækniþekking og stafrænir hæfileikar séu ekki lengur valkostur heldur nauðsyn í nútíma hjúkrun. Þjálfun í heilbrigðis- og velferðartækni er því orðinn mikilvægur þáttur í menntun hjúkrunarfræðinema sem og þeirra sem starfa við umönnun innan heilbrigðiskerfisins. Þörf fyrir 3.700 ný hjúkrunarrými á næstu 15 árum Við vitum í hvað stefnir en samkvæmt spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks 80 ára og eldri næstum tvöfaldast á Íslandi næstu 15 árin og samkvæmt greiningu KPMG þarf að bæta við um 3.700 hjúkrunarrýmum á þessu tímabili. Vandinn er ekki eingöngu skortur á rýmum heldur snýst hann einnig um skort á starfsfólki. Það væri óskandi að við gætum fjölgað nemum og útskrifuðum hjúkrunarfræðingum enda mikilvægt að fá fleiri hendur. Það er ljóst að við munum ekki ná tilsettum fjölda hjúkrunarfræðinga til að standa undir þeim aukna fjölda fólks sem mun þurfa á aðstoð að halda. Hugtakið mönnunargat er oft nefnt í þessu samhengi og vísar til þess þegar fjöldi starfsfólks sem er nauðsynlegur til að reka sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir dugar ekki til að mæta aukinni eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Heiminn vantar 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna Þetta er ekki sér íslensk áskorun en samkvæmt WHO er mönnunarvandi ekki eingöngu staðbundið vandamál heldur alþjóðlegt. WHO áætlar að árið 2030 muni skorta allt að 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu – fyrst og fremst í löndum með lágar eða meðaltekjur. Þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk eykst stöðugt á meðan menntun, ráðningar og framboð af starfsfólki nær einfaldlega ekki að halda í við vaxandi þarfir. Þetta þýðir að baráttan um hæft heilbrigðisstarfsfólk á alþjóðavísu verður hörð. Við þurfum hreinlega að nýta betur það sem við höfum og þar kemur tæknin við sögu. Tæknin er ekki hugsuð til að skipta út eða taka yfir störf hjúkrunarfræðinga heldur til að styðja þá í þeirra daglegu störfum. WHO leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar fái ekki aðeins tæknina í hendurnar, heldur einnig þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að nýta hana af þekkingu og öryggi. Það þarf að eiga sér stað tæknivæðing í umönnun og hún þarf að eiga sér stað í samvinnu við þá sem veita þjónustuna. Við þurfum lausnir sem veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn, betri yfirsýn, bættar vinnuaðstæður og raunverulegan stuðning í krefjandi starfi. Tækni sem getur sparað tíma, aukið öryggi og bætt lífsgæði bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Snjallar lausnir á mönnunarvandanum Við getum ekki eingöngu leyst vandann með fleiri rýmum og fleira fólki heldur þurfum við einnig snjallari lausnir. Nærtækasta og fljótlegasta leiðin til að bæta úr mönnunarvandanum er að nýta snjallar lausnir sem hafa þegar sannað sig í nágrannalöndunum. Þannig getum við lært af þeirra reynslu og innleitt þessar lausnir hratt og örugglega. Ef við ætlum að innleiða nýjar tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu þá þurfum við að skapa skýran ramma í kringum innleiðinguna, nýta okkur gögn og setja fram mælanleg markmið. Við þurfum að horfa á heildarávinninginn en ekki festast í sílóhugsun. Slík hugsun felur oft og tíðum í sér að ákvarðanir er varða fjármögnun eru teknar út frá einstökum kostnaðarliðum í stað þess að horfa á heildarávinninginn. Við þurfum að tryggja menntun og endurmenntun starfsfólks í nýrri tækni og hér getur einkaframtakið spilað stórt hlutverk með því að mennta og þjálfa starfsfólk í þeim lausnum sem nú þegar eru til. Hjúkrunarfræðingar eru einn af burðarásum heilbrigðiskerfisins, en framtíð hjúkrunar miðað við núverandi og komandi áskoranir er ekki möguleg án nýrra tæknilausna. Þetta eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Við verðum að tryggja að tæknin verði samverkamaður hjúkrunarfræðingsins, ekki eitthvað sem kemur ofan frá, heldur eitthvað sem hjúkrunarfræðingar innleiða og nýta í þeirra núverandi vinnuumhverfi. Grein þessi er tileinkuð öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem á hverjum degi láta verkin tala og eru tilbúnir að taka á móti aðstoð tækninnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Icepharma Velferð.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun