Myglaða nestisboxið og gleymda sítrónan María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. júní 2025 14:30 Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun