Tilfinningaþrungin ræða á þingi SÞ: „Stolt, fötluð, og óendanlega þakklát“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júní 2025 22:27 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sótti árlegan fund Sameinuðu þjóðanna um samning þeirra um réttindi fatlaðs fólks. Skjáskot „Dömur mínar og herrar. Ég heiti Inga Sæland. Ég er lögblind. Ég hef minna en 10 prósent sjón, hef aldrei ekið bíl eða séð haustlitina. En ég er félags- og húsnæðismálaráðherra - fyrsta manneskjan með fötlun sem gegnir ráðherraembætti á Íslandi.“ Með þessum orðum hóf Inga Sæland ræðu sem hún hélt á árlegum fundi aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú er hafið í New York. Í ávarpi sínu fór Inga yfir lífshlaup sitt og sagði frá sinni eigin fötlun og áskorunum sem hún hefur mætt sökum hennar. „Ég mun aldrei eignast eiginmann eða börn“ „Þegar ég var barn, veiktist ég alvarlega og missti nánast alla sjón.“ „Ég ólst upp í litlu sjávarplássi og skammaðist mín fyrir að vera blind. Ég var öðruvísi – og var lögð í einelti. Ég gat ekki varið mig, sá hvorki snjóboltana né steinana sem var kastað í mig. Mig dreymdi um menntun en ég sá ekki stafina í kennslubókunum og flosnaði upp úr skóla,“ sagði hún. „Svona verður þetta að eilífu. Ég mun aldrei eiga eiginmann eða eignast börn.“ Segir hún svo frá því að hún hafi kynnst eiginmanni sínum og eignast með honum fjögur börn. Maður hennar hafi svo lent í slysi og orðið öryrki. Inga Sæland ásamt Eiði Welding, fulltrúa ungÖBÍ, og Önnu Jóhannsdóttur, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.Stjórnarráðið „Fátæktin var miskunnarlaus. Sonur minn var efnilegur fótboltamaður en við höfðum ekki efni á skóm. Hann spilaði í gömlum skóm sem voru svo þröngir að táneglurnar duttu af honum. Litlu stelpuna mína dreymdi um að læra á fiðlu en það var utan seilingar. Elsta son minn langaði til að halda áfram námi en við áttum ekki fyrir strætókorti til að hann kæmist í skólann.“ Stolt, fötluð og þakklát Inga segir svo frá því að hún hafi áratugum saman upplifað að hún ætti ekki stað í samfélaginu, en loksins hafi hindrunum verið rutt úr vegi. Hún hafi fengið akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og fengið aðstoð við að sjá orðin á blaðinu. „Þökk sé þessu lauk ég laganámi þegar ég var 56 ára!“ sagði hún og uppskar lófatak. „Reynsla mín hefur kennt mér að þegar við breytum viðhorfi samfélagsins gagnvart fötlun getum við breytt lífi fólks og opnað nýjar dyr. Draumar mínir rættust þökk sé stuðningnum sem ég fékk – og réttindunum sem ég fékk loksins að njóta. Réttindunum sem þessi sáttmáli – sem er mér svo kær – setur svo skýrt fram,“ sagði hún. „Og hér er ég nú. Tilbúin að brjóta niður múrana sem enn hamla því að fatlað fólk fái virkjað allan sinn mannauð.“ „Stolt. Fötluð. Og óendanlega þakklát.“ „Ekkert um okkur án okkar. Takk fyrir.“ Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Með þessum orðum hóf Inga Sæland ræðu sem hún hélt á árlegum fundi aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú er hafið í New York. Í ávarpi sínu fór Inga yfir lífshlaup sitt og sagði frá sinni eigin fötlun og áskorunum sem hún hefur mætt sökum hennar. „Ég mun aldrei eignast eiginmann eða börn“ „Þegar ég var barn, veiktist ég alvarlega og missti nánast alla sjón.“ „Ég ólst upp í litlu sjávarplássi og skammaðist mín fyrir að vera blind. Ég var öðruvísi – og var lögð í einelti. Ég gat ekki varið mig, sá hvorki snjóboltana né steinana sem var kastað í mig. Mig dreymdi um menntun en ég sá ekki stafina í kennslubókunum og flosnaði upp úr skóla,“ sagði hún. „Svona verður þetta að eilífu. Ég mun aldrei eiga eiginmann eða eignast börn.“ Segir hún svo frá því að hún hafi kynnst eiginmanni sínum og eignast með honum fjögur börn. Maður hennar hafi svo lent í slysi og orðið öryrki. Inga Sæland ásamt Eiði Welding, fulltrúa ungÖBÍ, og Önnu Jóhannsdóttur, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.Stjórnarráðið „Fátæktin var miskunnarlaus. Sonur minn var efnilegur fótboltamaður en við höfðum ekki efni á skóm. Hann spilaði í gömlum skóm sem voru svo þröngir að táneglurnar duttu af honum. Litlu stelpuna mína dreymdi um að læra á fiðlu en það var utan seilingar. Elsta son minn langaði til að halda áfram námi en við áttum ekki fyrir strætókorti til að hann kæmist í skólann.“ Stolt, fötluð og þakklát Inga segir svo frá því að hún hafi áratugum saman upplifað að hún ætti ekki stað í samfélaginu, en loksins hafi hindrunum verið rutt úr vegi. Hún hafi fengið akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og fengið aðstoð við að sjá orðin á blaðinu. „Þökk sé þessu lauk ég laganámi þegar ég var 56 ára!“ sagði hún og uppskar lófatak. „Reynsla mín hefur kennt mér að þegar við breytum viðhorfi samfélagsins gagnvart fötlun getum við breytt lífi fólks og opnað nýjar dyr. Draumar mínir rættust þökk sé stuðningnum sem ég fékk – og réttindunum sem ég fékk loksins að njóta. Réttindunum sem þessi sáttmáli – sem er mér svo kær – setur svo skýrt fram,“ sagði hún. „Og hér er ég nú. Tilbúin að brjóta niður múrana sem enn hamla því að fatlað fólk fái virkjað allan sinn mannauð.“ „Stolt. Fötluð. Og óendanlega þakklát.“ „Ekkert um okkur án okkar. Takk fyrir.“
Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent