„Fráleitt“ að halda að ríkisstjórnin bakki með veiðigjaldafrumvarpið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:21 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, var hörð á því að veiðigjaldafrumvarpið væri ekki undir í samningaviðræðum þingflokksformanna um þingfrestun. Þetta væri mikið forgangsmál ríkisstjórnarinnar sem hún væri einhuga um. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra sér alls ekki fyrir sér að veiðigjaldafrumvarpið verði á samningaborði þingflokkanna um þinglok og að það væri fráleitt að halda að ríkisstjórnin bakkaði með frumvarp sem hún standi öll á bakvið. Það fari í gegn fyrir sumarfrí. Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“ Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“
Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03
Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31