„Fráleitt“ að halda að ríkisstjórnin bakki með veiðigjaldafrumvarpið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:21 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, var hörð á því að veiðigjaldafrumvarpið væri ekki undir í samningaviðræðum þingflokksformanna um þingfrestun. Þetta væri mikið forgangsmál ríkisstjórnarinnar sem hún væri einhuga um. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra sér alls ekki fyrir sér að veiðigjaldafrumvarpið verði á samningaborði þingflokkanna um þinglok og að það væri fráleitt að halda að ríkisstjórnin bakkaði með frumvarp sem hún standi öll á bakvið. Það fari í gegn fyrir sumarfrí. Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“ Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“
Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03
Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31