„Fráleitt“ að halda að ríkisstjórnin bakki með veiðigjaldafrumvarpið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:21 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, var hörð á því að veiðigjaldafrumvarpið væri ekki undir í samningaviðræðum þingflokksformanna um þingfrestun. Þetta væri mikið forgangsmál ríkisstjórnarinnar sem hún væri einhuga um. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra sér alls ekki fyrir sér að veiðigjaldafrumvarpið verði á samningaborði þingflokkanna um þinglok og að það væri fráleitt að halda að ríkisstjórnin bakkaði með frumvarp sem hún standi öll á bakvið. Það fari í gegn fyrir sumarfrí. Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“ Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“
Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03
Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31