Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í 1-0 eftir aðeins átta mínútna leik. Ísland var 2-1 yfir í hálfleik eftir sjálfsmark Skota undir lok hálfleiksins.
Markið hans Andra var af glæsilegri gerðinni. Íslenska liðið vann boltann í hápressu og Stefán Teitur Þórðarson skallaði boltann til Andra.
Andri var staddur rétt fyrir utan teig, hikaði ekkert og skoraði með frábæru skoti upp í bláhornið.
Þetta var níunda mark Andra fyrir íslenska A-landsliðið í aðeins hans 33. leik.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
John Souttar jafnaði metin fyrir Skota eftir hornspyrnu Max Johnston þar sem hann steig út Hörð Björgvin Magnússon og skoraði með skalla af stuttu færi. Frekar ódýrt mark sem má sjá hér fyrir neðan.
Íslenska liðið komst yfir á ný eftir hornspyrnu Alberts Guðmundssonar rétt fyrir hálfleik. Boltinn fór af nokkrum Skotum áður en hann endaði í markinu. Markið skráist sem sjálfsmark hjá Lewis Ferguson.
Guðlaugur Victor Pálsson kom íslenska liðinu í 3-1 með laglegum skutluskalla eftir aukaspyrnu Alberts Guðmundssonar. Skallinn var fastur en markvörðurinn Cieran Slicker átti að gera betur eins og í öðru markinu.